Síða 1 af 1

X570 vs B550, hjálp með val á mobo

Sent: Fim 08. Apr 2021 16:28
af Omerta
Góðan daginn. Er að fara að uppfæra úr i5 3570 (loksins...) og ætla að skella mér á annað hvort R5 3600 eða 5600X, líklegast sá nýrri, ásamt 6700 XT skjákorti. Nú er ég búinn að liggja yfir móðurborðum á netinu og þetta er orðið mun flóknara en þegar ég setti síðast saman vél og því leita ég til ykkar með ráðleggingar.

Í fullkomnum heimi fengi ég AM4 borð með PCI4 stuðning fyrir skjákort og 2x M.2 NVMe raufum sem keyra báðar á PCI4 án þess að þurfa viftu á chipset líkt og x570 borðin virðast öll vera með. USB3.2 (helst type-c en ekki nauðsynlegt) og 2.5G networking væru líka ideal. Þó gæti ég bætt 2.5 netkorti í síðar meir, það liggur ekki eins á því. Planið var einnig að nota 3600hz minni.

Er þetta til og á undir 50k? Sé ágæt B550 borð í boði sem uppfylla allar þessar kröfur nema hvað að seinni M.2 raufin er yfirleitt keyrandi á PCI3. Er það alltaf fórnarkostnaðurinn við B550?

Kv,
grillaður í hausnum eftir of mörg yt video um málið.

Re: X570 vs B550, hjálp með val á mobo

Sent: Fim 08. Apr 2021 16:40
af namsiboi
Ég mundi bara fá mer mobo sem er ódyrt, þarft ekki dýran mobo.

Re: X570 vs B550, hjálp með val á mobo

Sent: Fim 08. Apr 2021 16:44
af Hausinn
Myndi persónulega ekki kaupa X570 nema þú ætlir að fikta með tíðni eða spennur. Hvaða budget og notkunarsvið verður þessi tölvuna í? PCI-E 4.0 á allar raufar er overkill fyrir langflesta.

Re: X570 vs B550, hjálp með val á mobo

Sent: Fim 08. Apr 2021 16:51
af ekkert
Þetta var líka valkvíði hjá mér þangað til að það kom í ljós að flest eða öll X570 eru kæld með einhverjari smáviftu sem ég persónulega þoli ekki.

En annað mál, hvernig ætlaru að komast í 6700 XT?

Re: X570 vs B550, hjálp með val á mobo

Sent: Fim 08. Apr 2021 17:24
af Omerta
Engin plön um að yfirklukka og því líklega algjör óþarfi að fara í X570. En eru engin B550 borð með tveimur PCI4 M.2 raufum og almennilegum USB tengjum?

Varðandi 6700 XT þá eru nokkur í umferð sem seljast aðeins með heilum vélum. Alveg ömurlegt ástand.

Re: X570 vs B550, hjálp með val á mobo

Sent: Fim 08. Apr 2021 19:58
af Gummzzi
Ég er sjálfur að skoða svipað setup með 5600x og 6700xt.
Held ég sé lentur á B550 steel legent : https://www.asrock.com/mb/AMD/B550M%20S ... /index.asp
- Dragon 2.5G LAN
- 2 USB 3.2 Gen2 (Rear Type A+C), 8 USB 3.2 Gen1
- 1 Hyper M.2 (PCIe Gen4 x4) & 1 M.2 (PCIe Gen3 x2 & SATA3)
- 35 þúsund í kísildal.

Re: X570 vs B550, hjálp með val á mobo

Sent: Fim 08. Apr 2021 20:14
af jonsig
Ef þú ert bara í leikjum þá er ekkert að vönduðu B450 móðurborði, það er alger misskilningur að það sé ekki hægt að yfirklukka þau hressilega ef þau eru einmitt vönduð. Amk 99% af okkur eru vel sett með b450, ég er bara með x570 útaf ég get það.
Margir verða búnir að uppfæra móðurborðið þegar PCIe3 fer að cappa eitthvað að viti. Þú yrðir pottþétt með hærri transferhraða á PCIe4 þegar þú ert að endurraða dvergaklám möppunni með nýjum 60-70þ. NVME í dag en líklega ekkert sem þú tekur eftir.

Re: X570 vs B550, hjálp með val á mobo

Sent: Fös 09. Apr 2021 02:49
af emil40
Ég get mælt með ASRock X570 Steel Legend hjá kísildal, ég er með þannig en það er á um 50k. Það eru til vönduð B450 og B550 borð hjá kísildal líka. Held að þetta sé bara spurning um hvað maður þarf á að halda og hvað maður hefur efni á að setja mikið í þetta.

Ég persónulega hef ekki svo mikið vit á muninum á þessu en eins og jonsig sagði ég er með x570 af því að ég gat það en það tók líka tíma að safna fyrir því eins og öðru í tölvunni. Ég kaupi ekki neitt nema að geta staðgreitt það, er bara með þá reglu fyrir mig.

Ég er sjálfur öryrki en er heppinn með það að vera í félagslegu húsnæði en ekki á frjálsum markaði og ég er með fjárhaldskonu sem þarf reglulega að slá á puttanna á mér af því að mann langar alltaf í það nýjasta ....

Ég ætla ekki einu sinni að hugsa um það ógrátandi hvað ég er búinn að eyða í riggið mitt. Ég vona bara að þú sjáir hvað hentar þér best og þá miðað við það sem þú ert með milli handanna í þetta verkefni. Gangi þér sem allra best :)

Re: X570 vs B550, hjálp með val á mobo

Sent: Fös 09. Apr 2021 09:52
af kunglao
fórnarkostnaðurinn við B550 á móti X570 er alltaf sá að seinni PciE raufinn er á Gen 3

Re: X570 vs B550, hjálp með val á mobo

Sent: Fös 09. Apr 2021 10:58
af Dr3dinn
Ég var í þessum pakka fyrir áramót... tók 550 þar sem mér fannst ekki nægjanlegur munur til að réttlæt 20-30þ aukalega...
Sum b550 komu betur út í OC, þannig þetta var bara spurningum um gen3 og netkort..fyrir 20-30þ?

Las slata af review á netinu, þar sem tiltekið var að næsta gen amd (6xxx series?) örgjörvar yrðu ekki supported í 570/550 ... svo menn yrðu hvort sem er að taka next gen móðurborð næst í amd (þ.e. ekki bara uppfæra örrann)
- sum review voru að drulla yfir þessi kæliunit á "dýrari móðurborðum" - hvort það væri nauðsynlegt þegar allir eru með alvöru kælingar í kössunum, sérstaklega þeir sem eiga efni á þessu móðurborðum. (ekki endilega sammála en það var einn af punktunum)

Re: X570 vs B550, hjálp með val á mobo

Sent: Fös 09. Apr 2021 12:41
af upg8
Ég tók mér 550 móðurborð vegna þess að ég mun nota PCIe 4.0 exclusively fyrir tölvuleiki sem nýta tæknina. Þetta er mjög kostnaðarsöm uppfærsla að fara yfir í háhraða NVMe svo ég ætla að safna mér fyrir slíku 2 terabyte þangað til leikir byrja að notfæra sér þetta.

Því er oft haldið ranglega fram, sérstaklega af Intel áhangendum að PCIe 4.0 skipti engu máli en nú þegar "next gen" leikjatölvur og PC tölvur geta nýtt tæknina í tölvuleiki mun þetta breytast fljótt. Næsta kynslóð af Unreal vélinni er t.d byggð til þess að nýta háhraða NVM. Á Windows er þetta kallað Direct Storage og verður kynnt betur í þessum mánuði en tæknin hefur verið í þróun í mörg ár og er ekki síður mikilvæg en RTX

Re: X570 vs B550, hjálp með val á mobo

Sent: Fös 09. Apr 2021 15:44
af MatroX
afhverju er þetta spurning? slepptu því að láta taka þig í þurrt og pantaðu x570 borð af bhphotovideo.com t.d, asus x570 tuf gaming og 5900x á 125þús hingað komið heim í hendurnar á manni, þessi verðlagning hérna heimar er kominn úti öfgar þegar sama combo kostar 180þús hér heima

Re: X570 vs B550, hjálp með val á mobo

Sent: Lau 10. Apr 2021 09:34
af Nillster
MatroX skrifaði:pantaðu x570 borð af bhphotovideo.com t.d, asus x570 tuf gaming og 5900x á 125þús hingað komið heim í hendurnar á manni

Með tolli þá eða er hann að fara taka mann jafn þurrt í rassinn og landið okkar sjálft?

Re: X570 vs B550, hjálp með val á mobo

Sent: Lau 10. Apr 2021 12:50
af MatroX
Nillster skrifaði:
MatroX skrifaði:pantaðu x570 borð af bhphotovideo.com t.d, asus x570 tuf gaming og 5900x á 125þús hingað komið heim í hendurnar á manni

Með tolli þá eða er hann að fara taka mann jafn þurrt í rassinn og landið okkar sjálft?

ja hingað komið heim með öllum gjöldum

Re: X570 vs B550, hjálp með val á mobo

Sent: Þri 13. Apr 2021 19:18
af Nillster
[/quote]
ja hingað komið heim með öllum gjöldum[/quote]
Auu nice, þá bara um að gera að panta mér þaðan :D Jafnvel 750w sfx psu