Uppfæra diska eða kaupa nýja tölvu?
Sent: Mán 29. Mar 2021 11:16
Sælir Vaktarar,
ég er að verða búinn með allt geymsluplássið á tölvunni sem ég er að nota og þarf að minnsta kosti að uppfæra það vel á næstunni. Ég fór hinsvegar að spá í hvort að maður ætti að skella sér á nýja tölvu, þessi gamla er orðin 9 ára gömul en keyrir ennþá flest forrit vel en hún gæti verið hraðvirkari þegar maður er í myndbandagerð (full-hd) og ég efast um að hún myndi ráða mikið við 4k myndbandavinnslu. Gamla er með Intel i5-3570K @ 3.4GHz örgjörva. Ég er reyndar hissa á hvað hún hefur dugað mér lengi og vel fram að þessu.
Tölvan er notuð mest í mynd- og hljóðvinnslu.
Hvað segið þið, er eitthvað vit í því að auka við geymslumagnið gömlu í staðinn fyrir að uppfæra í nýja tölvu fljótlega?
Ég hef ekkert pælt í þessu lengi þannig að ég er alveg dottinn út úr tengslum við hvað er gott/best í dag í tölvukaupum.
ég er að verða búinn með allt geymsluplássið á tölvunni sem ég er að nota og þarf að minnsta kosti að uppfæra það vel á næstunni. Ég fór hinsvegar að spá í hvort að maður ætti að skella sér á nýja tölvu, þessi gamla er orðin 9 ára gömul en keyrir ennþá flest forrit vel en hún gæti verið hraðvirkari þegar maður er í myndbandagerð (full-hd) og ég efast um að hún myndi ráða mikið við 4k myndbandavinnslu. Gamla er með Intel i5-3570K @ 3.4GHz örgjörva. Ég er reyndar hissa á hvað hún hefur dugað mér lengi og vel fram að þessu.
Tölvan er notuð mest í mynd- og hljóðvinnslu.
Hvað segið þið, er eitthvað vit í því að auka við geymslumagnið gömlu í staðinn fyrir að uppfæra í nýja tölvu fljótlega?
Ég hef ekkert pælt í þessu lengi þannig að ég er alveg dottinn út úr tengslum við hvað er gott/best í dag í tölvukaupum.