Síða 1 af 1

Tölvan Crashar alltaf þegar ég er nýkominn inn í windows

Sent: Lau 02. Júl 2005 15:24
af gummzi
Sælir veriði ég var að kaupa mér Geforce 6600gt kort og 350W aflgjafa til þess að supporta skjákortið en samt þegar ég er með allt sem þarf til þess að kortið virki virkar tölvan samt enn ekki. ég er með alla þessar Requirements sem skjákortið biður um eins og t.d. 2000xp vél 512 ddr vinnsluminni 8Xagp rauf og fleira en samt virkar tölvan ekki hjálp óskast því að ég finn ekkert um þetta í bæklingum né neinu sem ég er búinn að skoða

Sent: Lau 02. Júl 2005 16:10
af Stutturdreki
Virkar gamla skjákortið?

Nærðu að ræsa Windows í Safe Mode?

Búinn að installa réttum driverum?

Sent: Lau 02. Júl 2005 16:18
af gnarr
hefuru heyrt um punkt kommu og greinarskil?

hvað ertu með marga harðadiska?

Sent: Lau 02. Júl 2005 19:30
af gummzi
Já ég hef heyrt um "." "," og greinaskil en það er ekki vandi minn ég hef prófað gamla skjákortið og já ég hef prufað safe mode og það virkar allt en þetta skjákort virkar nú bara í kannski mínútu og síðan fer allt í Fuck.

Sent: Lau 02. Júl 2005 19:32
af gummzi
Ég hef prófað að taka allt úr nema skjákortið og annan harðadiskinn en á enn í sama vanda mér sýnist ég ekki þurfa að setja aðra drivera inn því að ef það ég held að driverar krassi ekki tölvu

Sent: Lau 02. Júl 2005 19:46
af Pandemic
Driverar krassa tölvum í 30% tilviku örruglega

Sent: Lau 02. Júl 2005 22:26
af gummzi
Málið er að ég get ekki athafnað mig neitt og þegar ég get það þá get ég það einungis í svona 30 sec

Sent: Lau 02. Júl 2005 22:58
af Hognig
hvað þá um að formatta og setja allt uppá nýtt? :)

Sent: Lau 02. Júl 2005 23:29
af Stutturdreki
Ef þetta gerist líka í Safe Mode þá er þetta eitthvað annað en driverarnir. Er amk. 99% viss um að skjákortsdriverarnir eru ekki keyrðir í Safe Mode.

En uninstallaðir þú gömlu driverunum áður en þú settir nýja kortið í? Tengdirðu örugglega auka molex tengið á nýja kortinu? Geturðu prófað nýja kortið í annari tölvu?

Hvað meinarðu nákvæmlega með:
og síðan fer allt í Fuck
? Slekkur tölvan á sér, kemur bluescreen of death, koma einhverjar brenglanir á skjáinn..

Sent: Lau 02. Júl 2005 23:51
af gummzi
Mér datt ekki í huga að uninstalla driverunum en ég mun nú líklegast gera það núna og setja allt upp í safe mode en það virka þannig að ég hef ekki hugmynd hvað er að.
Þannig að ég fór hingað inn og byrjaði að spurja snillingana.
veit ekki hvað molex er en dettur í hug að það sé þetta power tengi fyrir kortið þegar ég segi að allt sé fucked up þá á ég við að tölvan byrjar á þessum endalausa Restart Cycle sem fer sérstaklega í taugarnar á mér

Sent: Sun 03. Júl 2005 00:10
af gummzi
Ég vildi bara þakka Shorty fyrir þessar upplýsingar um að skjákorts driverinn myndi ekki runna í safe mode því þá loksins fattaði ég hvað var að

Many Kisses, hopefully you turn into a Princess

Sent: Sun 03. Júl 2005 01:37
af Stutturdreki
gummzi skrifaði:Ég vildi bara þakka Shorty fyrir þessar upplýsingar um að skjákorts driverinn myndi ekki runna í safe mode því þá loksins fattaði ég hvað var að
.. og hvað var nákvæmlega að?

gummzi skrifaði:Many Kisses, hopefully you turn into a Princess
Það eru væntingar sem ég stefni ekki á að uppfylla, so sorry :)

Sent: Sun 03. Júl 2005 02:18
af gnarr
ég giska á þetta:

Nr.5

Q: Ég var að setja windows upp á nýtt á tölvunni minni. Ég setti inn skjákorts driverana og restartaði tölvunni, en þegar hún var að starta sér kom bara svartur skjár.

A: Það vantar inn drivera fyrir AGP kubbasettið í tölvunni hjá þér.

Lausn:

Startaðu tölvunni í "Safe Mode" (sjá grein Nr.6) og hentu út skjákorts driverunum og restartaðu svo tölvunni. Startaðu tölvunni svo "venjulega" og fynndu kubbasetts driverana fyrir móðurborðið þitt og settu þá inn. Restartaðu svo tölvunni og settu skjákorts driverana inn og þá ætti þetta að vera komið.

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=8433

Annars ertu einhver illskyljanlegasta manneskja sem hefur skrifað hérna lengi. Það er svakalega erfit að fatta hvað þú ert að reyna að segja stundum.

Re: Tölvan Crashar alltaf þegar ég er nýkominn inn í windows

Sent: Sun 03. Júl 2005 15:52
af Skiti
gummzi skrifaði:Sælir veriði ég var að kaupa mér Geforce 6600gt kort og 350W aflgjafa til þess að supporta skjákortið en samt þegar ég er með allt sem þarf til þess að kortið virki virkar tölvan samt enn ekki. ég er með alla þessar Requirements sem skjákortið biður um eins og t.d. 2000xp vél 512 ddr vinnsluminni 8Xagp rauf og fleira en samt virkar tölvan ekki hjálp óskast því að ég finn ekkert um þetta í bæklingum né neinu sem ég er búinn að skoða


Sæll.

Keyrðu tölvuna upp í "Safe Mode" og hentu út skjádriverum. Náðu þér í nýja drivera og nýtt DirectX og prófaðu það. Ef það virkar ekki heldur geturðu prófað að draga niður "Hardvare Acceleration" slider-inn í skjádriver valmyndinni (ef þú nærð því á essum 30 sek. áður en tölvan frýs). Það virkar venjulega þegar um er að ræða vandamál með skjádrivera.

Allra best fyrir þig er að skila kortinu og fá þér ATI kort :o)

Re: Tölvan Crashar alltaf þegar ég er nýkominn inn í windows

Sent: Sun 03. Júl 2005 17:54
af Hognig
Skiti skrifaði:
gummzi skrifaði:Sælir veriði ég var að kaupa mér Geforce 6600gt kort og 350W aflgjafa til þess að supporta skjákortið en samt þegar ég er með allt sem þarf til þess að kortið virki virkar tölvan samt enn ekki. ég er með alla þessar Requirements sem skjákortið biður um eins og t.d. 2000xp vél 512 ddr vinnsluminni 8Xagp rauf og fleira en samt virkar tölvan ekki hjálp óskast því að ég finn ekkert um þetta í bæklingum né neinu sem ég er búinn að skoða


Sæll.

Keyrðu tölvuna upp í "Safe Mode" og hentu út skjádriverum. Náðu þér í nýja drivera og nýtt DirectX og prófaðu það. Ef það virkar ekki heldur geturðu prófað að draga niður "Hardvare Acceleration" slider-inn í skjádriver valmyndinni (ef þú nærð því á essum 30 sek. áður en tölvan frýs). Það virkar venjulega þegar um er að ræða vandamál með skjádrivera.

Allra best fyrir þig er að skila kortinu og fá þér ATI kort :o)


Afhverju fá sér ATI? Nvidia er mikið betri ;) þetta er nú ekki algengur galli eða hvað þetta er hjá þeim svo ég viti - mannleg mistök hjá honum held ég bara