Síða 1 af 1

Kaup á skjá frá Computeruniverse

Sent: Þri 19. Jan 2021 22:52
af kornelius
Sælir Vaktarar.

Einhver hér pantað sér skjá frá https://www.computeruniverse.net/

Er að sjá hátt í helmings mun á verði miðað við íslensku búðirnar.

K.

Re: Kaup á skjá frá Computeruniverse

Sent: Þri 19. Jan 2021 22:57
af Njall_L
Já, ég hef pantað skjá þaðan. Kom vel innpakkaður og fínn, myndi panta aftur ef verðið væri hagstætt.

Re: Kaup á skjá frá Computeruniverse

Sent: Þri 19. Jan 2021 23:12
af Oldman
Þurftiru ekki að borga ágætan toll með skjánum?

Re: Kaup á skjá frá Computeruniverse

Sent: Mið 20. Jan 2021 07:14
af roadwarrior
Oldman skrifaði:Þurftiru ekki að borga ágætan toll með skjánum?


Tölvur og tölvuvörur bera einungis VSK

Re: Kaup á skjá frá Computeruniverse

Sent: Mið 20. Jan 2021 07:43
af brain
Er ekki tollur farin af flestum vörum ?

Re: Kaup á skjá frá Computeruniverse

Sent: Mið 20. Jan 2021 08:15
af hagur
brain skrifaði:Er ekki tollur farin af flestum vörum ?


Jú, búið að afnema almennan toll af flest öllu, nema ákveðnum matvörum skilst mér. Svo eru ákveðnir hlutir sem enn bera vörugjöld.

Re: Kaup á skjá frá Computeruniverse

Sent: Mið 20. Jan 2021 08:19
af Njall_L
Oldman skrifaði:Þurftiru ekki að borga ágætan toll með skjánum?

Nei, eins og áður hefur komið fram er ekki lengur tollur eða vörugjöld af tölvuvörum. Skjárinn hjá mér kom með Póstinum svo ég greiddi 595kr í "Umsýslugjald E3", 400kr í "Sendingargjald - Evrópa" og síðan 24% vsk af pöntuninni.

Í rauninni var ferlið ekkert öðruvísi en að panta frá Ali, nema ég var viss um að sendingin myndi skila sér á endanum...

Re: Kaup á skjá frá Computeruniverse

Sent: Mið 20. Jan 2021 21:07
af L0ftur
Ég keypti mér skjá frá þeim í september, ég valdi bara premium packaging. Þá setja þeir kassa ofaní kassa. Mjög flott pakkað hjá þeim en skárinn sem ég var að kaupa var uppseldur á landinu, verðið var nokkuð svipað bara mögulega 5k ódýrari. Ég keypti Oddyssey G7 32"