Vöruleitin á ja.is
Sent: Mán 11. Jan 2021 14:37
Góðan daginn Vaktverjar!
Ég er "nýfluttur" til Íslands eftir dvöl í DK í nokkur ár, þar sem ég komst upp á lagið með að nota vöruleitarsíður til að kaupa af netverslunum, og fannst það vanta sárlega hér heima fyrir áður en ég flutti út.
Hef svo verið að prófa að nota vöruleit ja.is sem er að koma mér mjög skemmtilega á óvart og mjög gott að nota t.d. til að skima fyrir undirtegundum íhluta og vélbúnaðar þegar ég er að slæða markaðinn fyrir framboði og verðum íhluta í næstu draumavél.
Mér finnst hún engan veginn koma í staðinn fyrir Vaktina sem gefur mjög góða yfirsýn á samkeppni og verðþróun "stóru" seljendanna hér heima. Finnst nýji "builderinn" hérna líka brilliant.
Hvað finnst ykkur um vöruleitina á ja.is; kostir/gallar? Eruð þið að nota hana?
Taka allir þátt í henni? Vitið þið hvort þeir séu að fá greitt fyrir birtingar eða forwarding á söluaðila?
Kveðja;
Tobbi
Ég er "nýfluttur" til Íslands eftir dvöl í DK í nokkur ár, þar sem ég komst upp á lagið með að nota vöruleitarsíður til að kaupa af netverslunum, og fannst það vanta sárlega hér heima fyrir áður en ég flutti út.
Hef svo verið að prófa að nota vöruleit ja.is sem er að koma mér mjög skemmtilega á óvart og mjög gott að nota t.d. til að skima fyrir undirtegundum íhluta og vélbúnaðar þegar ég er að slæða markaðinn fyrir framboði og verðum íhluta í næstu draumavél.
Mér finnst hún engan veginn koma í staðinn fyrir Vaktina sem gefur mjög góða yfirsýn á samkeppni og verðþróun "stóru" seljendanna hér heima. Finnst nýji "builderinn" hérna líka brilliant.
Hvað finnst ykkur um vöruleitina á ja.is; kostir/gallar? Eruð þið að nota hana?
Taka allir þátt í henni? Vitið þið hvort þeir séu að fá greitt fyrir birtingar eða forwarding á söluaðila?
Kveðja;
Tobbi