Síða 1 af 1

[ÓE] Uppfærslutillögum

Sent: Mán 11. Jan 2021 13:10
af sterlinginspace
Sæl öll,

Ég er með frekar gamla tölvu en langar að skoða hvort það væru einhverja uppfærslur sem myndu gera þessa gömlu leikjavél aðeins nothæfari.

Mig grunar að þetta móðurborð sé ekki að fara að styðja neitt sem er en verið að selja, en þá myndi ég þiggja ráðleggingar um einhverja örgjava sem ég gæti leitað eftir second-hand, já og GPU og vinnsluminni.

Er einnig að velta fyrir mér hvort ég eigi bara að kaupa nýja - en ef einhverjum dettur eitthvað sniðugt í hug varðandi uppfærslu þá myndi ég þiggja punkta.

CPU
Intel Core i5 4460 @ 3.20GHz 28 °C
Haswell 22nm Technology
RAM
8.00GB Single-Channel DDR3 @ 798MHz (10-10-10-30)
Motherboard
Gigabyte Technology Co. Ltd. H81M-S2H (SOCKET 0) 26 °C
Graphics
2470W (1920x1080@60Hz)
Intel HD Graphics 4600 (Gigabyte)
2047MB NVIDIA GeForce GTX 960 (NVIDIA) 25 °C
SLI Disabled

Re: [ÓE] Uppfærslutillögum

Sent: Mán 11. Jan 2021 13:19
af Njall_L
Ef þú er á budgeti og vilt frekar sleppa því að kaupa nýja vél væri fín uppfærsla að leita að i7-4790k (eða non k), hann myndi virka með þessu móðurborð. Einnig ef þú fengir fínt 1000 eða 2000 series skjákort og/eða 16GB RAM væru það góðar uppfærslur.

Re: [ÓE] Uppfærslutillögum

Sent: Mán 11. Jan 2021 14:00
af gnarr
Hvaða leiki langar þig til að geta spilað?

Ef þú ert að spila CS, þá skiptir örgjörvinn nánast öllu máli og GTX960 er líklegast mjög lítill flöskuháls.

Ef þú ert að spila CP2077, þá skiptir örgjörvinn mun minna máli og uppfærsla í GTX1080ti eða RTX2060 mun skila þér mjög miklum afköstum.

Re: [ÓE] Uppfærslutillögum

Sent: Mán 11. Jan 2021 14:02
af gunni91
Sammála svörunum hér að ofan, 1080p spilun er samt oft frekar CPU intensive svo ef þú ætlar að halda sama skjá væri alltaf solid að fara uppí 16 gb RAM, i7 örgjörva sem supportar móðurborðið þitt og 1070GTX/ 1070GTX ti/1080 GTX/ 1080 GTX ti

Svo er spurning ef þú getur fundið notaðan 1440p skjá, þá geturðu keyrt á hærri upplausn sem reynir meira á GPU frekar en CPU (kemst mögulega þá upp með að sleppa uppfæra um CPU í bili). Fer auðvitað eftir leikjum.

1070 (ekki ti) kortin eru að fara á 25-30 þús, 1080 kortin ca 35-40 þús og 1080 ti kortin 50-60 þús.

Re: [ÓE] Uppfærslutillögum

Sent: Mán 11. Jan 2021 16:26
af sterlinginspace
gnarr skrifaði:Hvaða leiki langar þig til að geta spilað?

Ef þú ert að spila CS, þá skiptir örgjörvinn nánast öllu máli og GTX960 er líklegast mjög lítill flöskuháls.

Ef þú ert að spila CP2077, þá skiptir örgjörvinn mun minna máli og uppfærsla í GTX1080ti eða RTX2060 mun skila þér mjög miklum afköstum.



Ég er aðallega að spila EVE online, sem gengur fínt í þessari vél jafnvel með þrjá clienta í gangi.

Hins vegar hef ég verið að spila COD MW og það er strembið. Ég er að spila með allt í kartöflu grafík og það er samt töluvert FPS drop.
Hvað væri mikilvægast fyrir COD af CPU, GPU og RAM ?

Re: [ÓE] Uppfærslutillögum

Sent: Mán 11. Jan 2021 21:05
af gnarr
Ég hugsa að bæta við öðrum ram kubb til þess að komast í 16GB dual channel myndi líklega gera lang mest fyrir peninginn.

Ég þekki annars COD ekki mikið, en ég myndi giska á að hann sé töluvert þyngri á GPU en CPU.

GTX1080ti er circa fjórum "stigum" betri en GTX960 (960 er álíka hratt og 1050, svo kemur 1060, 1070, 1080 og 1080ti), svo að þú myndir fá mjög stórt stökk þar. Það er bara spurning hversu mörg "stig" upp þú ert tilbúinn að borga fyrir :)