Búinn að vera spila CS:GO, GTA V og Warzone á svona skjá í mánuð núna. Virkilega flottur skjár en ég var reyndar búinn að vera í pásu frá leikjum í nokkur ár áður en ég fékk mér hann svo að ég hef kannski ekki samanburðinn við aðra leikjaskjái (fyrir utan gamla góða 24" Benq 60hz
)
Athugaðu bara að þú þarft öflugt skjákort við hann, tekur djús að keyra 1440p 240hz
og þú verður að nota DisplayPort kapal þar sem hdmi ræður ekki við 1440p 240hz (fylgir með skjánum).
Einhverjir vilja halda fram að hann sé of curved (1000R) en að mínu mati þá finnst mér hann fullkominn í þá staði - sérstaklega því að hann er 32" tommur. Myndi aldrei fara í 27" allavega.
Það eina sem hefur pirrað mig við hann (og vona að verði lagað með fw update) er að wake-up tíminn á skjánum er óvenju langur. Ég notast við tvo skjái heima fyrir útaf vinnunni og hinn skjárinn er alltaf löngu á undan G7 að koma upp - enda yfirleitt á því að ýta á power hnappinn á skjánum til að fá hann fyrr inn.
Fyrir utan þetta smotterí, klikkaður skjár í leikina