Síða 1 af 1

Ráðleggingar f. leikjaskjá.

Sent: Lau 19. Des 2020 13:18
af Skizzo
Góðan dag kæru Vaktar.

Ég er nýbúinn að versla mér glænýjan turn og þá vantar góðan skjá til þess að hámarka afköstin af 3070 kortinu. Ég stefni á að vera leika mér í leikjum einsog Doom Eternal, Cyberpunk 2077, Warzone og Baldur's Gate 3 t.d. Ég er ekki hardcore competitive gamer en finnst gaman að spreyta mig í þeim.

Ég er með nokkrar kröfur sem vill að skjárinn uppfylli:
24-27" stærð
144hz eða betra
1440p upplausn - Æskilegt en skoða einnig 1080p
Curved væri nice to have en ekki nauðsyn.
Verðbil 40-90.þús max

Læt fylgja með nokkra skjái sem mér líst ágætlega á og væri til í ykkar álit og mögulega reynslu.

https://kisildalur.is/category/18?lcd_size=27%20tommu&lcd_refresh=165Hz
https://elko.is/tolvur/tolvuskjair/samsung-27-odyssey-g5-boginn-leikjaskjar-c27g55
https://www.att.is/aoc-q27g2u-g2-27--fhd-144hz-va-hadarstillanlegur-tolvuskjar.html

Takk fyrir.

Re: Ráðleggingar f. leikjaskjá.

Sent: Lau 19. Des 2020 14:16
af Einar Ásvaldur
Sæll ég persónulega myndi taka AOC skjáinn

Re: Ráðleggingar f. leikjaskjá.

Sent: Lau 19. Des 2020 14:45
af Brimklo
AOC skjárinn, en ef þú villt fá hann curved þá Odyssey

Re: Ráðleggingar f. leikjaskjá.

Sent: Lau 19. Des 2020 14:47
af raggzn
Myndi persónulega færa mig upp í 32" og finnst curved geggjað, þá t.d eins og þessi skjár https://kisildalur.is/category/18/products/1909
eða þennann
https://elko.is/gaming/leikjaskjair/sam ... jar-c32g55