Síða 1 af 2

Setja nýrra skjákort?

Sent: Mán 13. Jún 2005 15:37
af Viktor
Er hérna með nVIDIA 4200 ti og er kominn með nVIDIA 6600 GT....þarf ég ekki bara að taka gamla úr, stinga hinu í og byrja að spila?

Sent: Mán 13. Jún 2005 15:41
af gnarr
mjög líklega virkar það.

sakar þó ekki að reinstalla driverum.

Sent: Mán 13. Jún 2005 15:43
af Viktor
ok :D

Sent: Mán 13. Jún 2005 16:57
af fallen
Ég myndi uninstalla drivernum, slökkva á vélinni, setja nýja kortið í, kveikja á henni og setja upp nýjustu driverana.

Sent: Mán 13. Jún 2005 17:10
af gnarr
ég myndi bara hotswappa :)

Sent: Mán 13. Jún 2005 17:11
af Pandemic
Ehmm ekki sniðugt
Ég gerði það með netkort og það hefur ekki virkað hingað til eftir þær hamfarir

Sent: Mán 13. Jún 2005 17:46
af Yank
1. uninstal á vga driver
2. slökkva á vélinni, slökkva á PSU. (taka úr sambandi)
3. Afrafmagna sig t.d. stinga fingrum í jarðtengi. (til sérstök armbönd, handskar)
4. Taka kortið úr sambandi. Varasta að koma við hluti eins og minni eða þétta.
5. Setja nýja kortið í.
6. Setja í samband, kveikja, setja inn driver.

Sent: Mán 13. Jún 2005 17:55
af Viktor
Til að unistalla drivers, fer ég ekki bara í C: og deleta NVIDIA möppunni?

Sent: Mán 13. Jún 2005 18:02
af hahallur
Þú þarft ekkert að uninstall-a þeim

Sent: Mán 13. Jún 2005 18:03
af MezzUp
Nei, verður að fara í Add/remove programs og henda út ef hann er þar.
Fara svo í Device Manager og 'uninstalla' kortinu ef það er ennþá þar

Sent: Mán 13. Jún 2005 20:48
af gnarr
Pandemic skrifaði:Ehmm ekki sniðugt
Ég gerði það með netkort og það hefur ekki virkað hingað til eftir þær hamfarir


LOL ;) ég var nú að grínast..

En vinur minn gerði það einmit líka.. tókst að skemma móðurborðið.

Sent: Þri 14. Jún 2005 18:53
af Viktor
Búinn að setja það í og er að installa driverum :D

Sent: Þri 14. Jún 2005 19:33
af Viktor
To protect your hardware from potential damage or causing a potential system lockup, the graphics processor has lowered its performance to a level that allows continued safe operations.


Þetta kemur þegar ég kveiki á tölvunni :?

Sent: Þri 14. Jún 2005 19:37
af MezzUp
Viktor skrifaði:
To protect your hardware from potential damage or causing a potential system lockup, the graphics processor has lowered its performance to a level that allows continued safe operations.


Þetta kemur þegar ég kveiki á tölvunni :?
Hmm, áttu ekki bara eftir að tengja rafmagnskapallinn í skjákortið?

Sent: Þri 14. Jún 2005 20:17
af Viktor
Þarf ég þess?

Setti þetta alveg eins og gamla skjakortið (APG)

Sent: Þri 14. Jún 2005 20:40
af MezzUp
Ef að það er rafmagnstengi á skjákortinu, þá er það varla bara uppá punt?

Sent: Þri 14. Jún 2005 20:41
af Viktor
AHH!

Átti eftir að setja powe plug í það :o

Allt í fína lagi núna að ég held :D

Sent: Þri 14. Jún 2005 22:09
af hahallur
jesus kristur, maría og Jósep :bitterwitty

Sent: Þri 14. Jún 2005 22:39
af urban
þess má kannski geta að (mig minnir að það hafi allavega fylgt með mín 6600 gt korti) leiðbeiningar hvernig skal standa að skiptum á svona (og þar stendur einnig að það skuli tengja rafmagns tengi í kortið ef það er tengi fyrir það)

en þar sem við íslendingar erum ekki þekktir fyrir að lesa manualinn þa´skil ég reyndar vel að þú hafir ekki gert það (ég gerði það ekki fyrr en ég var búin að tengja mitt og kominn með það í gagnið :) )

Sent: Þri 14. Jún 2005 22:42
af hahallur
Mér finnst bara ótrúlegt hvernig er hægt að stofna þráð um hvernig eigi að skella skjákorti í tölvu :?

Sent: Þri 14. Jún 2005 22:47
af Viktor
Hef nú bara 2 opnað tölvu þannig að....

Sent: Mið 15. Jún 2005 00:47
af galileo
hahallur mér líka þegar ég fékk fyrsta skjákortið mitt. reyndar nr.2 fyrsta var onboard. Þá tók égt skjákortið fann einhverja rauf sem það passaði í og setti það þar. kunni eeeekkkert á tölvur þá.

Sent: Mið 15. Jún 2005 01:36
af Viktor
Well....skjákortið virkar en...skoðið myndina!

Sent: Mið 15. Jún 2005 20:14
af SolidFeather
installa driverunum sem fylgdu með demo-inu.

Sent: Fim 16. Jún 2005 00:42
af hahallur
það er vesen á honum :?