Display port power 20pin DP_PWR. RANT!
Sent: Lau 28. Nóv 2020 15:39
Sælir vaktarar
Mest allt árið hef ég verið að lenda í því að tölvan hjá mér bootloopar 2x-3x áður hún startar sér og virkar eðlilega eftir það. Þetta hefur ekki alltaf gerst(samt nánast) og hefur verið frekar random. Það versta er að ég kveiki oft á tölvunni labba í burtu og kem svo aftur, þannig að ég gat ekki neglt niður hvenær þetta byrjaði, en á árinu skipti ég um skjákort og skjá(fór yfir í DisplayPort)
Eftir að hafa tekið alla tölvuna í sundur og sett hana saman aftur(í frumeindir) og farið að skoða aflgjafa til sölu þá tók ég eftir því að litlar led-díóður á skjákortinu loguðu lítillega þegar slökkt var á tölvunni. Þar sem þær segja til um hvernig aflgjafinn virkar fór ég aftur að skoða aflgjafa.
Svo eftir gott google session sá ég að það er víst þekktur vandi að lélegar displayport snúrur geti valdið því að tölvan sé að fá straum frá skjánum Þegar það er slökkt á henni. Að þetta geti valdið því að tölvan hagi sér skringilega.
Viti menn um leið og ég skipti yfir í HDMI tengi þá hættir þetta. Þegar ég skoða DP leiðsluna þá er lítill miði á henni sem stendur ,,20 pin is connected“
Þetta er tekið af wikpedia síðunni um DP:
Standard DisplayPort cable connections do not use the DP_PWR pin. Connecting the DP_PWR pins of two devices directly together through a cable can create a short circuit which can potentially damage devices, since the DP_PWR pins on two devices are unlikely to have exactly the same voltage (especially with a ±10% tolerance).[43] For this reason, the DisplayPort 1.1 and later standards specify that passive DisplayPort-to-DisplayPort cables must leave pin 20 unconnected.
Er eðlilegt að tölvuverslanir á Íslandi séu að selja DP með þessari tenginu með nýjum skjá?
Horfi á þig Tölvutek!
Mest allt árið hef ég verið að lenda í því að tölvan hjá mér bootloopar 2x-3x áður hún startar sér og virkar eðlilega eftir það. Þetta hefur ekki alltaf gerst(samt nánast) og hefur verið frekar random. Það versta er að ég kveiki oft á tölvunni labba í burtu og kem svo aftur, þannig að ég gat ekki neglt niður hvenær þetta byrjaði, en á árinu skipti ég um skjákort og skjá(fór yfir í DisplayPort)
Eftir að hafa tekið alla tölvuna í sundur og sett hana saman aftur(í frumeindir) og farið að skoða aflgjafa til sölu þá tók ég eftir því að litlar led-díóður á skjákortinu loguðu lítillega þegar slökkt var á tölvunni. Þar sem þær segja til um hvernig aflgjafinn virkar fór ég aftur að skoða aflgjafa.
Svo eftir gott google session sá ég að það er víst þekktur vandi að lélegar displayport snúrur geti valdið því að tölvan sé að fá straum frá skjánum Þegar það er slökkt á henni. Að þetta geti valdið því að tölvan hagi sér skringilega.
Viti menn um leið og ég skipti yfir í HDMI tengi þá hættir þetta. Þegar ég skoða DP leiðsluna þá er lítill miði á henni sem stendur ,,20 pin is connected“
Þetta er tekið af wikpedia síðunni um DP:
Standard DisplayPort cable connections do not use the DP_PWR pin. Connecting the DP_PWR pins of two devices directly together through a cable can create a short circuit which can potentially damage devices, since the DP_PWR pins on two devices are unlikely to have exactly the same voltage (especially with a ±10% tolerance).[43] For this reason, the DisplayPort 1.1 and later standards specify that passive DisplayPort-to-DisplayPort cables must leave pin 20 unconnected.
Er eðlilegt að tölvuverslanir á Íslandi séu að selja DP með þessari tenginu með nýjum skjá?
Horfi á þig Tölvutek!