Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.
Sent: Mið 25. Nóv 2020 19:32
Frá Intel yfir til AMD.
Sælir, smá texti til þeirra sem hafa átt Intel í mörg ár en eru að hugsa um að uppfæra og eru að skoða Ryzen.
Átti seinast Athlon FX-51 frá 2003, eftir það Intel alltaf. Fékk mér Ryzen 5950X núna og fór frá annars fínum Intel 10900K, ekkert að þeim örgjörva en það sem kom mér mest á óvart er eftirfarandi:
1: Ryzen 5950X hitnar alveg en maður mælir strax að kerfið keyrir kaldara á heildina, allt græðir á þessu, GPU klokkar hærra, móðurborðið er ekki að sjóða eins og ég lennti einu sinni í að VRM yfirhitnaði (9900K), kerfið er hljóðlátara ef þú vilt að það sé það. Meiri hraði og lægra RPM osf.
2: Ryzen platforminn er mjög þroskaður, það er ekkert byrjunar kjaftæði sem þú ert að glíma við, ein EXE frá AMD með nýjustu reklunum, BIOS í móðurborðum mjög þroskuð, súper hraði á öllu hreinlega, ekkert svona "hic-up" á einu né neinu eins og maður var búinn að klína á AMD vs. Intel. Hreinlega virkar betra og meiri gæði ef eitthvað í öllu, hlutverkum hefur verið snúið, AMD er smurðara og fágaðra núna í mörgu.
3: OC, fikt, leikir og almenn vinnsla. AMD virðist vera einfaldlega betra í nákvæmlega öllu með nýja 5000 series í vinnustöðvum/leikjatölvum. AMD Master forritið er skemmtilegt fikt forrit ef þú nennir ekki að fikta í OC í BIOS, ef þú nennir geturðu hækka lowest FPS um slatta með smá Memory Tune sem er eins einfalt og það verður ef þú hefur á annað borð ratað inn í BIOSið, stórt samfélag sem er þó ennþá minna en Intel og fyrir vikið eru menn hressari og alltaf einhver sem nennir að spara þér tíma með smá hints og tricks.
Hvað bíður Intel? Rocket Lake kemur á næsta ári, takmarkast við 8 core, þetta er 10nm hönnun sköluð upp í 14nm og því toppar þetta í 8 core CPU, ekki meira pláss einfaldlega þarna í z490 sökkul. Gott IPC upgrade klárlega en þetta verður ekki nóg, AMD setur út á sama tíma Ryzen 5000 XT eða eitthvað álíka og tryggir sér forskotið aftur eða bang for the buck krúnuna. Ég held þó með veskinu mínu og vona að Intel geri góða hluti og ekki taki við 10 ára AMD rúst sem gengur frá Intel endanlega því þurfum við samkeppni, sjá skjákortin t.d. hvað er að gerast þar (ef menn gætu nú framleitt nóg).
Ég hreinlega get staðfest fyrir menn sem eiga Intel og eru að skoða með skipti í AMD að hægt er að leggja frá sér allan ótta við einhver leiðindi og vesen tengd AMD, það er ekkert þarna að og gamla AMD mýtan er dauð. Ryzen 5000 platforminn er einfaldlega það besta sem hægt er að kaupa í dag vil ég meina og maður finnur það strax og maður byrjar að nota þetta og leika sér.
Ekki hika við að kaupa AMD ef þið sem eruð á Intel eruð að horfa í þá átt, AMD er staðfest hvað mig varðar hér með.
Góða skemmtun yfir jólin til ykkar sem eruð núna að fara að uppfæra í desember, þetta verða leikjajól svo sannarlega!
Sælir, smá texti til þeirra sem hafa átt Intel í mörg ár en eru að hugsa um að uppfæra og eru að skoða Ryzen.
Átti seinast Athlon FX-51 frá 2003, eftir það Intel alltaf. Fékk mér Ryzen 5950X núna og fór frá annars fínum Intel 10900K, ekkert að þeim örgjörva en það sem kom mér mest á óvart er eftirfarandi:
1: Ryzen 5950X hitnar alveg en maður mælir strax að kerfið keyrir kaldara á heildina, allt græðir á þessu, GPU klokkar hærra, móðurborðið er ekki að sjóða eins og ég lennti einu sinni í að VRM yfirhitnaði (9900K), kerfið er hljóðlátara ef þú vilt að það sé það. Meiri hraði og lægra RPM osf.
2: Ryzen platforminn er mjög þroskaður, það er ekkert byrjunar kjaftæði sem þú ert að glíma við, ein EXE frá AMD með nýjustu reklunum, BIOS í móðurborðum mjög þroskuð, súper hraði á öllu hreinlega, ekkert svona "hic-up" á einu né neinu eins og maður var búinn að klína á AMD vs. Intel. Hreinlega virkar betra og meiri gæði ef eitthvað í öllu, hlutverkum hefur verið snúið, AMD er smurðara og fágaðra núna í mörgu.
3: OC, fikt, leikir og almenn vinnsla. AMD virðist vera einfaldlega betra í nákvæmlega öllu með nýja 5000 series í vinnustöðvum/leikjatölvum. AMD Master forritið er skemmtilegt fikt forrit ef þú nennir ekki að fikta í OC í BIOS, ef þú nennir geturðu hækka lowest FPS um slatta með smá Memory Tune sem er eins einfalt og það verður ef þú hefur á annað borð ratað inn í BIOSið, stórt samfélag sem er þó ennþá minna en Intel og fyrir vikið eru menn hressari og alltaf einhver sem nennir að spara þér tíma með smá hints og tricks.
Hvað bíður Intel? Rocket Lake kemur á næsta ári, takmarkast við 8 core, þetta er 10nm hönnun sköluð upp í 14nm og því toppar þetta í 8 core CPU, ekki meira pláss einfaldlega þarna í z490 sökkul. Gott IPC upgrade klárlega en þetta verður ekki nóg, AMD setur út á sama tíma Ryzen 5000 XT eða eitthvað álíka og tryggir sér forskotið aftur eða bang for the buck krúnuna. Ég held þó með veskinu mínu og vona að Intel geri góða hluti og ekki taki við 10 ára AMD rúst sem gengur frá Intel endanlega því þurfum við samkeppni, sjá skjákortin t.d. hvað er að gerast þar (ef menn gætu nú framleitt nóg).
Ég hreinlega get staðfest fyrir menn sem eiga Intel og eru að skoða með skipti í AMD að hægt er að leggja frá sér allan ótta við einhver leiðindi og vesen tengd AMD, það er ekkert þarna að og gamla AMD mýtan er dauð. Ryzen 5000 platforminn er einfaldlega það besta sem hægt er að kaupa í dag vil ég meina og maður finnur það strax og maður byrjar að nota þetta og leika sér.
Ekki hika við að kaupa AMD ef þið sem eruð á Intel eruð að horfa í þá átt, AMD er staðfest hvað mig varðar hér með.
Góða skemmtun yfir jólin til ykkar sem eruð núna að fara að uppfæra í desember, þetta verða leikjajól svo sannarlega!