Dr3dinn skrifaði:Að bíða eftir dóti í ört þróandi IT heimi er eiginlega bara ekki hægt.
Kemur alltaf eitthvað spennandi eftir 4-6mánuði
(hver veit hvernig intel bregðst við eftir 6 mánuði eftir amd lunchið voru allar 5900 og 5950 slæmar fjárfestingar: ónei)
Það tekur töluvert langan tíma að búa til nýjan örgjörva, 5 ár yfirleitt. Myndi búast við að þeir rétti úr kútnum fyrsta lagi eftir 2-3 ár.
Maður velti samt fyrir sér hvenær það fór að vera í lagi að selja flagship skjákort á vel yfir 1000$
Fyrsta flagship kortið sem ég átti var Ati Radeon 9800 XT og kostaði 400-500$ minnir mig. Þú færð eitthvað pepp og svepp mid range fyrir þær upphæðir í dag.
Mögulega er bara orðið svona svakaleg dýrt að búa þetta dót til, board parnters áttu t.d. mjög erfitt með að koma út í plús þegar þeir seldu 700$ 3080. Ekki skrýtið að þeir reyni að setja nokkur auka grömm af áli og kopar ofaná þessi kort og rukki auka 100-200$.