Síða 1 af 1

Músin fer alltaf neðst á skjá allt í einu...

Sent: Lau 04. Jún 2005 00:48
af TheHL2Fan
Ég var að kaupa mér Logitech MX1000 og hún er fullkomin að öllu leyti nema einu. Stundum þegar ég er að nota hana fer hún bara allt í einu neðst á skjáinn :?
Er þetta einhver bilun eða stillingaratriði? Hjálp yrði vel þegin. :)

Sent: Lau 04. Jún 2005 01:05
af hahallur
Þetta getur verið vegna þess að batteríið er að klárast, að surface-ið er lélegt (prófaðu að skipta), biluð, eða virus.
Þetta er sammt yfirleytt surface-ið þ.e. músamottann eða draslið sem er undir músinni.

Sent: Lau 04. Jún 2005 01:06
af DoRi-
eikkað rugl með músarmottuna?

annars ábyggilega bara bilun

Sent: Lau 04. Jún 2005 01:10
af Veit Ekki
Gerist þetta þegar þú þarft að velja eitthvað t.d þegar þú ert beðinn að velja ok eða cancel, ef það gerist þá þarftu bara að breyta þessu. Ef svo er ekki þá veit ég ekki hvað þetta er.

Sent: Lau 04. Jún 2005 01:28
af MezzUp
Held að hahallur hafi hitt naglann á höfuðið, skalt byrja á því að breyta um músarmottu.

Sent: Lau 04. Jún 2005 01:36
af Viktor
AHH! Er líka með svona MX1000 nema hjá mér þá fer hún stundum bara svona 2-3CM upp. Getur verið mjög pirrandi í tölvuleikjum, en sem betur ger gerist þetta ekki oft. Held að málið sé bara að hún se OF næm.

Muhahaha! Ég á einu laser'músina í heiminum!

Sent: Lau 04. Jún 2005 11:57
af TheHL2Fan
hahallur skrifaði:Þetta getur verið vegna þess að batteríið er að klárast, að surface-ið er lélegt (prófaðu að skipta), biluð, eða virus.
Þetta er sammt yfirleytt surface-ið þ.e. músamottann eða draslið sem er undir músinni.


Ég er ekki með bestu músamottu í heimi en mér datt í hug hvort að þetta væri henni að kenna og ég prófaði að nota músina í smástund á borðinu án músarmottu, þetta var ennþá svona :x

Batterí-ið er í lagi, það eru 2 strik eftir af 3 á mælinum.

Þetta er mjög líklega vírus, því að tölvan mín er með nokkra pirrandi vírusa núna sem ég losna ekki við :evil: Ég er sem betur fer bráðum að fara að format-a.


EF þetta er bilun þá tók ég nótu og get skipt, sem betur fer :)

Sent: Lau 04. Jún 2005 12:25
af gnarr
náðu í avast vírusvörnina. startaðu svo í safe mode og skannaðu.

Sent: Lau 04. Jún 2005 13:10
af Mr.Jinx
Afhverju þarf hann að starta í Safe mode fyrir að scanna? :?

Sent: Lau 04. Jún 2005 13:40
af MezzUp
Mr.Jinx skrifaði:Afhverju þarf hann að starta í Safe mode fyrir að scanna? :?
Betra svo að vírusarnir séu ekki í gangi í bakgrunni að trufla.

Sent: Lau 04. Jún 2005 14:31
af Mr.Jinx
Ahhh ok. :wink:

Sent: Lau 04. Jún 2005 18:34
af SolidFeather
Kom fyrir mig, skipti um mottu og það lagaðist.

Sent: Lau 04. Jún 2005 19:31
af Arkidas
Keypti þessa mús fyrir þí nokkru og hún virkaði fínt...Kannski er hún bara stillt á of hratt en ég er annars með Func mottu svo að ég hef kannski aldrei fundið fyrir þessu hehe..

Sent: Lau 04. Jún 2005 22:36
af Viktor
hvernig startar maður í safe mode?

Sent: Lau 04. Jún 2005 23:10
af gnarr

Sent: Sun 05. Jún 2005 13:04
af TheHL2Fan
Nú er ég búinn að format-a vélina mína og ég tek eftir strax að þetta er þónokkuð skárra. Áður en ég format-aði þá réðu vírusar ríkjum í vélinni minni og ég tel að þeir áttu stóran þátt í þessu vandamáli. Þetta er ekki hætt en nú er þetta miklu minna og það held ég að það sé músamottunni að kenna. Hún er grútskítug, það hefur oft helst Pepsi á hana og hún er öll út í ryki og krumpuð :oops: Ég held að ég reddi mér nýrri... :)

Sent: Mán 06. Jún 2005 14:38
af Yank
Ég keypti svona mús fyrir helgi.

Lenti í svipuðu nema músinn hoppar út á enda á skjánum upp eða niður.
Algjörlega ónothæf í leiki. Prufaði skipta um músamottu og jafnvel nota enga en fann lítin mun. Tók hana í burtu og setti MX510 aftur í samband. MX1000 er núna skraut við hliðina á sjónvarpsvélinni.

Ég var eiginlega búinn að ákveða að þessa laser dót væri drasl.
Hvað segið þið MX 1000 notendur. Mín gölluð ?

Sent: Mán 06. Jún 2005 15:17
af gnarr
alveg bókað mál að hún er gölluð. farðu bara og siptu henni.

Sent: Mán 06. Jún 2005 22:59
af DoRi-
Viktor skrifaði:Muhahaha! Ég á einu laser'músina í heiminum!


nei
það er fullt af fólki í heiminum sem á mx1000