Síða 1 af 1

Leikjatölva, home server o.fl

Sent: Lau 24. Okt 2020 18:27
af gvp
Góðan og blessaðan daginn,

Ég er lítill og vitlaus "tölvukall" sem hefur aldrei átt "almennilega" leikjatölvu og langar svolítið að láta þann draum verða að veruleika. Á sama tíma langar mig að setja upp server á tölvu þar sem ég gæti a) verið með Plex/Kodi með þáttum og myndum, b) geymt gögn og myndir, basically vil skipta út Google Drive og OneDrive fyrir eitthvað local, og loks c) ég vil hafa virtual server environment sem ég get leikið mér í til þess að læra meira á ýmsa hluti.

Ég vil náttúrulega hafa töluvert geymslupláss en RAM, GPU og CPU þyrftu bara að vera nóg til þess að geta keyrt nútíma leiki í góðum gæðum 60 fps.

Ég er nú, eins og margir, fátækur námsmaður og því ekki að fara að kaupa bara hvað sem er fyrir hálfa milljón þ.a. allar ódýrar hugmyndir (pre-built eða ekki) væru vel þegnar.

Takk :))

Re: Leikjatölva, home server o.fl

Sent: Sun 25. Okt 2020 09:08
af russi
Sýnist þú vera biðja um Unraid, uppfyllir þetta allt og rúmlega það, Proxmox gæti líka verið eitthvað

Re: Leikjatölva, home server o.fl

Sent: Sun 25. Okt 2020 09:28
af Hjaltiatla
Held að þú sért aldrei að fara setja upp leikjatölvu upp á sömu vél þar sem þú vistar gögn þannig að "Leikjatölva" væri sett upp á sér turn og "Heima server" væri settur upp á sér vél.

Ég hefði valið Proxmox + Freenas sem heima server, sirka svona ef ég ætlaði að framkvæma það sem þú ætlar að gera:


Hins vegar er Unraid einnig vinsæll kostur og eflaust einfaldari í uppsetningu (færð samt ekki jafn marga fídusa og minni stjórn á umhverfi)

Ætla ekki að fara að predika yfir gagnaöryggi, en þú talar um að vista gögn "locally" í stað þess að nota Onedrive/Google Drive þá tel ég að þú þurfir að kynna þér hættuna við að vista gögn eingöngu á heimavellinum.

Edit: Getur t.d vistað gögn localt og notað Google drive eða Onedrive , þarft bara stilla clientana til að vista öll gögn á þeirri vél sem þú ert að vinna á. T.d er ég með 1TB auka drif á fartölvunni þar sem ég vista öll gögn úr Onedrive til að þurfa ekki að sækja gögn í hvert skipti sem ég er að vinna í skjölum (einfaldar líka þegar ég er að afrita gögn frá Onedrive yfir í Backblaze).

Re: Leikjatölva, home server o.fl

Sent: Sun 25. Okt 2020 09:34
af Viktor
gvp skrifaði:Ég er nú, eins og margir, fátækur námsmaður og því ekki að fara að kaupa bara hvað sem er fyrir hálfa milljón þ.a. allar ódýrar hugmyndir (pre-built eða ekki) væru vel þegnar.

Takk :))


viewtopic.php?t=84242

Ég er með ýmislegt sem þig vantar til sölu, í ábyrgð. Get mælt með þessum aflgjafa, móðurborði, SSD og vinnsluminni í budget leikjavél.

Gætir byrjað á að kaupa nýjan AMD 3600 örgjörva og notað skjákort, til dæmis 2070S.

Re: Leikjatölva, home server o.fl

Sent: Sun 25. Okt 2020 17:53
af DaRKSTaR
er ekki bara málið að fara all out og gera þetta almennilega :)

Re: Leikjatölva, home server o.fl

Sent: Sun 25. Okt 2020 20:15
af gvp
Hjaltiatla skrifaði:Ætla ekki að fara að predika yfir gagnaöryggi, en þú talar um að vista gögn "locally" í stað þess að nota Onedrive/Google Drive þá tel ég að þú þurfir að kynna þér hættuna við að vista gögn eingöngu á heimavellinum.


Ég myndi mögulega skoða eitthvað eins og Backblaze, en í grunninn vil ég vera eins óháður öðrum og hægt er.