Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Skjámynd

Höfundur
osek27
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Lau 02. Nóv 2019 02:27
Reputation: 44
Staðsetning: 815
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf osek27 » Þri 20. Okt 2020 09:40

Front panel usb tengið hja mer er ónýtt. Er einhvað fyrirtæki á Íslandi sem gerir við svona hluti. Það þyrfti helst að skipta þvi ut. Moðurborðið er Asus strix E x570.
Viðhengi
IMG_20201020_093627.jpg
IMG_20201020_093627.jpg (1.9 MiB) Skoðað 1992 sinnum




steinar993
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mán 21. Apr 2008 21:54
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf steinar993 » Þri 20. Okt 2020 09:45

Stinga því í annað panel? Eða kaupa pci-e usb kort.




Dr_Hálfviti
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Fös 22. Nóv 2019 14:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf Dr_Hálfviti » Þri 20. Okt 2020 10:12

getur prófað að skoða origo.is



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf Njall_L » Þri 20. Okt 2020 10:23

Veit ekki um neitt tölvuverkstæði hérlendis sem myndi taka svona að sér. Mjög sérhæfð aðgerð að skipta um svona surface mount tengi.

Myndi prófa að heyra í Smartfix í Bolholti. Þar er starfsmaður sem hefur verið að vinna ýmsar svona board-level viðgerðir á símum. Hann gæti mögulega tekið að sér svona útskipti.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf Sultukrukka » Þri 20. Okt 2020 11:01

Gætir líka keypt breytistykki og notað USB 3.1 plássið á móðurborð.

https://www.amazon.com/LINKUP-Internal- ... B07WG8ZJ41

Smá mix en örugglega ódýrasta lausnin sem virkar.




Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf Hausinn » Þri 20. Okt 2020 11:46

Sultukrukka skrifaði:Gætir líka keypt breytistykki og notað USB 3.1 plássið á móðurborð.

https://www.amazon.com/LINKUP-Internal- ... B07WG8ZJ41

Smá mix en örugglega ódýrasta lausnin sem virkar.

Líst lang best á þessa lausn. Hef sjálfur unnið við surface mount rásir og get fullyrt að það að reyna skipta um yrði allt of dýr aðgerð.




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf mjolkurdreytill » Þri 20. Okt 2020 12:23

Hvað kostar svona móðurborð?

borgar viðgerð sig?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf jonsig » Þri 20. Okt 2020 12:41

Löggilt Rafeindaverkstæði eru flest að taka 15-18k á tíman án vsk.

1-2klst rukkaðar fyrir svona viðgerð



Skjámynd

Höfundur
osek27
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Lau 02. Nóv 2019 02:27
Reputation: 44
Staðsetning: 815
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf osek27 » Þri 20. Okt 2020 13:07

Þetta moðurborð kostar 66k. En nei það er ekki hægt að nota þessa lausn þvi ef moðurborð er með svona tengi eins og eg þa er það ekki með usb 3.1 tengi, allavegna er mitt ekki með usb 3.1 tengi heldur bara svona eins og eg senti mynd af. Eina sem hægt er að gera er i rauninni að skipta því út. Fekk tolvupost fra nokkrum tolvufyrirtækjum og enginn lagar þetta eins og er.



Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf Sultukrukka » Þri 20. Okt 2020 13:31

osek27 skrifaði:Þetta moðurborð kostar 66k. En nei það er ekki hægt að nota þessa lausn þvi ef moðurborð er með svona tengi eins og eg þa er það ekki með usb 3.1 tengi, allavegna er mitt ekki með usb 3.1 tengi heldur bara svona eins og eg senti mynd af. Eina sem hægt er að gera er i rauninni að skipta því út. Fekk tolvupost fra nokkrum tolvufyrirtækjum og enginn lagar þetta eins og er.


Skjáskot úr bæklingi ROG Strix X570-E Gaming

Mynd

Ætti því að virka fínt...mögulega smá hraðamissir á portinu en ekkert til að missa vatn yfir.

Eða fara bara í svona pcie kort með þessu tengi

https://www.amazon.de/-/en/Front-Socket-Express-Adapter-Motherboard/dp/B07ZRTQXNC
Síðast breytt af Sultukrukka á Þri 20. Okt 2020 14:22, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

olihar
FanBoy
Póstar: 790
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 165
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf olihar » Þri 20. Okt 2020 13:36

Hvað kom eiginlega fyrir portið, galli eða shortaðir þú það? Ef þetta er galli þá er spurning um að leita til framleiðanda.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2225
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf kizi86 » Þri 20. Okt 2020 14:01

osek27 skrifaði:Þetta moðurborð kostar 66k. En nei það er ekki hægt að nota þessa lausn þvi ef moðurborð er með svona tengi eins og eg þa er það ekki með usb 3.1 tengi, allavegna er mitt ekki með usb 3.1 tengi heldur bara svona eins og eg senti mynd af. Eina sem hægt er að gera er i rauninni að skipta því út. Fekk tolvupost fra nokkrum tolvufyrirtækjum og enginn lagar þetta eins og er.

mitt móðurborð er með 2x usb 3.1 tengjum og einu svona usb 3.2 ... en reyndar er mitt móðurborð fyrir threadripper, spurning um hvort það sé málið ?
Síðast breytt af kizi86 á Þri 20. Okt 2020 14:02, breytt samtals 1 sinni.


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

Höfundur
osek27
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Lau 02. Nóv 2019 02:27
Reputation: 44
Staðsetning: 815
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf osek27 » Þri 20. Okt 2020 15:42

eg var bara klaufi þegar eg setti borðið í. Snúran var í tenginu en síðan kiptist hún eitthvað þegar eg var að gera cable managment á bakvið og þar fór tengið.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf pepsico » Þri 20. Okt 2020 16:42

Gætirðu hent inn betri myndum af tenginu, helst horft beint ofan í það, og mynd af headernum á snúrunni?
Plastið í norðvestri lítur vissulega út fyrir að vera tjónað en það er spurning hvort það er hægt að rétta pinnana og plastið við og bjarga þessu þannig. Það eru engin geimvísindi á bakvið svona tengi og það sem skiptir aðalmáli er bara að viðeigandi pinnar nái ágætis snertingu við viðeigandi fleti. Þessir tveir sem líta út fyrir að vera vankaðir eru báðir sideband use (1&2) og bera því ekki mikinn straum svo það er ekki ástæða til að búast við vandamáli með arcing og/eða hitamyndun þó snertingin sé ófullkomin eins og mætti kannski búast við ef annar eða báðir þeirra væru bus power.



Skjámynd

Höfundur
osek27
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Lau 02. Nóv 2019 02:27
Reputation: 44
Staðsetning: 815
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf osek27 » Þri 20. Okt 2020 16:49

Eg tengdi það i 3.1 tengið sem er niðri a borðinu en usb C virkar ekki a þvi:/ en þetta er i lagi svona eins og er. Vill kannski einhver kaupa þetta borð af mer?
Viðhengi
IMG_20201020_164640.jpg
IMG_20201020_164640.jpg (1.48 MiB) Skoðað 1605 sinnum
IMG_20201020_164627.jpg
IMG_20201020_164627.jpg (1.55 MiB) Skoðað 1605 sinnum



Skjámynd

olihar
FanBoy
Póstar: 790
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 165
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf olihar » Þri 20. Okt 2020 16:55

Skil ekki alveg hvernig tengið náði að bráðna þarna meginn. Það er eins og þér hafi tekist að troða því öfugt í tengið.
Síðast breytt af olihar á Þri 20. Okt 2020 16:57, breytt samtals 1 sinni.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Pósturaf pepsico » Þri 20. Okt 2020 17:19

Ef ert handlaginn og þú treystir þér í það og vilt taka sénsinn--sem mér finnst vera mjög girnilegur--þá mæli ég með því að taka móðurborðið úr tölvunni, batteríið úr móðurborðinu, bíða í fimm mínútur, og reyna svo að rétta þessa pinna og þetta plast í norðvestri við með saumnál og reyna að láta svæðið líta út eins og svæðið að sunnan. Það á að vera sama bil milli pinnana alls staðar og þeir þurfa allir að komast jafn langt til miðju til að ná snertingu við flötinn á snúruheadernum. Það kæmi mér ekki á óvart ef það eina sem þú þyrftir að gera væri að draga neðsta og næstefsta aðeins út, en þú sérð það miklu betur en ég hvað þarf að gera til að koma þeim öllum aftur í beina línu (miðaðu þá línu út frá ósködduðu pinnunum í miðjunni).

Ég held að tengið sé ekki bráðnað--eða allavega ekki bara bráðnað--olihar, ég held hann hafi "mekanískt" laskað þetta þunna (og lélega) plast með því að toga í snúruna til norðausturs þegar hún var í.
Þá vogast snúruheaderinn um norðaustur hornið á móðurborðstenginu og þá grefur headerinn upp og suðvestur út frá sér neðanfrá. Þú sérð að langmestu skemmdirnar eru nákvæmlega þar sem maður myndi búast við þeim ef maður myndi toga þetta úr á ská til norðausturs.
Skýringarmynd: https://i.imgur.com/fGAzjZj.png