Síða 1 af 1
lcd skjáir
Sent: Fim 02. Jún 2005 09:22
af Zeke
Nú er ætlar kallinn að fá sér lcd skjá, ég er búinn að skoða nokkra og eins og er þá líst mér best á 17" xerox, 16ms, 500:1 contrast(sá hann í tölvulistanum). En allavega þá er ég að leita mér að skjá sem er á svona 30 til 40 þús. Ég er ekki mikill leikjafíkill, þannig að ég geri ekki "miklar" kröfur í sambandi við leikjaperformance en það væri auðvitað fínt ef skjárinn virkaði vel fyrir leikina, maður dettur af og til inn í þá. En þá var ég spá hvað öðrum finnst, hvaða skjá mæliði með?, það væri fínt að fá líka álit á þessum xerox skjáum ef hægt er.
Sent: Fim 02. Jún 2005 10:58
af einarsig
Ég féll mér 19" neovo f-19 frá task ... kostaði 40k og hann er 12ms
Sent: Fim 02. Jún 2005 12:02
af Yank
Hef fiktað í þessu Xerox bæði 17" 16ms og 19" 8ms
Það sem þeir hafa fram yfir marga svipaða er að þetta eru helvíti cool græjur í útliti. Ef eitthvað má gagnrýna er glerið. Það glampar full mikið á það en það hefur líka kost sem er að gefa litum meiri fyllingu og maður fær frekar á tilfinninguna að maður sé að horfa á CRT en ekki LCD skjá.
19" Xerox er grófari í desktop vinnslu en mun betri í leiki en 17".
Sent: Fim 02. Jún 2005 12:42
af MezzUp
Jamm, þetta gler á Xeroxnum gefur honum meiri „dýpt“ og svo verndar glerið náttúrulega skjáinn undir, en það er rétt hjá Yank að það glampar alveg svakalega á það.
Myndi ekki þora að taka hann ef að það væri gluggi fyrir aftan mann eða ljós sem gæti glampað á.
Sent: Fim 02. Jún 2005 16:42
af Gestir
Samsung SyncMAster 172x er málið ... færð ekkert betri skjá
hehe gleymdu því
Xerox
Sent: Fös 03. Jún 2005 14:36
af Zeke
Ég fór og skellti mér á skjáinn í í gær og so far þá hefur hann virkað vel í öllu, mjög skýr og góð litabrigði, virkar einnig vel í leikjunum mínu(þar á meðal Doom 3) en ég skil alveg að það glampi á hann þar sem mikil birta er, en það er yfirleitt ekki mikil birta í kringum tölvuaðstæðuna mína þannig að ég hef ekkert orðið var við neinn glampa.
Sent: Fös 03. Jún 2005 16:26
af Pandemic
Ég er með AgNeovo X-19AV og það glampar mjög lítið á glerið