Ég ákvað loksins í mánuðinum að fara úr FHD 60Hz. Hef ekki verið mikill gamer síðustu árin, en forrita mikið og langaði að prófa að fara í QHD, og planið var að kaupa RTX 3080, og ákvað því að fara úr 60Hz yfir í 144Hz
Þegar ég lagði af stað í að skoða skjái, þá ætlaði ég að reyna að halda mér í ca. 70-80þús, en var að sama skapi með ákveðnar kröfur:
- 27" (vildi ekki stærra né minna)
- QHD
- IPS
- G-Sync / G-Sync compatible
Það kom fljótt í ljós að fyrirfram ákveðna budgettið dugði ekki fyrir þessu öllu. LG skjárinn hjá Tölvulistanum var sá fyrsti sem ég rakst á undir 100þús, en kom svo auga á
Lenovo Legion Y27Q-20 hjá Elko, á 100þús.
Eftir mikið Googl, þá rakst ég á einhvern Reddit notanda sem sagðist hafa notað þá báða og sagðist vera ánægðari með Lenovo skjáinn, betri standur, betra build quality, aðeins hærri tíðni (165Hz vs 144Hz).
Svo spilaði 30 daga skilarétturinn hjá Elko smá inn í ákvörðunina, ef ég yrði ekki ánægður með hann, einhverjir dauðir pixlar eða þess háttar, þá gæti ég skilað honum.
En ég allavega gæti ekki verið ánægðari með hann. Ég hef auðvitað engan samanburð við aðra sambærilega leikjaskjái, en það er allavega meiri munur á upplifuninni í leikjum heldur en ég hafði þorað að vona. Var svo að kaupa mér
músarmottu í stíl...
Flottur skjár, ekkert vesen á mínu eintaki, þú yrðir örugglega líka vel settur með LG skjáinn, eða þessa ódýrari VA panel skjái. Ég vinn heima núna í COVID og horfi á skjáinn gott sem allan daginn og megnið af kvöldinu líka, svo að ég ákvað að halda mig við IPS þó það kostaði aðeins meira.
Verst er þó að þetta kostaði mig svo 50þús kall í viðbót, því ég er með 2 skjáa setup, ætlaði að nota bara áfram hinn 24" FHD skjáinn, en eftir að hafa fengið QHD skjá þá gat ég ekki hugsað mér að hafa mismunandi upplausn og stærðir á þeim, svo ég keypti
annan ódýrari skjá til hliðar (var á tilboði síðustu helgi, 20% afsláttur).