Síða 1 af 1

Mechanical lyklaborð fyrir forritara í opnu skrifstofuumhverfi?

Sent: Mán 17. Ágú 2020 11:04
af gRIMwORLD
Sælir,

er að leita að mechaniskum lyklaborðum sem gætu hentað í opnum skrifstofum.

Einhver sem hefur skoðað öll þessi lyklaborð sem eru á markaðnum og getur mælt með hljóðlátum lyklaborðum?

bestu kveðjur..

Re: Mechanical lyklaborð fyrir forritara í opnu skrifstofuumhverfi?

Sent: Mán 17. Ágú 2020 11:10
af jens11
Ég er með þetta hér:
https://tolvutek.is/Leikjadeild-Tolvute ... 275.action

Allavega ekkert verið kvartað hingað til :)

Er með svona brown switches heima, mikill munur á þessu og brúnu.

Re: Mechanical lyklaborð fyrir forritara í opnu skrifstofuumhverfi?

Sent: Mán 17. Ágú 2020 11:11
af Póstkassi
Ég þekki ekki nógu vel hvaða lyklaborð eru hljóðlát en þessir o-hringir eru fyrir allavegana Cherry MX switcha og eiga að lækka hljóðið í þeim, vildi bara benda þér á þetta ef þú finnur enga aðra lausn.

Re: Mechanical lyklaborð fyrir forritara í opnu skrifstofuumhverfi?

Sent: Mán 17. Ágú 2020 11:17
af Njall_L
Er með borð með Cherry MX Silent Red í opnu umhverfi, aldrei fengið kvörtun

Re: Mechanical lyklaborð fyrir forritara í opnu skrifstofuumhverfi?

Sent: Mán 17. Ágú 2020 13:33
af upg8
Mundu svo að fá þér o-rings líka því mikið að hávaðanum eru skellir sem koma ekki frá rofunum heldur úr plastinu í lyklaborðinu

Re: Mechanical lyklaborð fyrir forritara í opnu skrifstofuumhverfi?

Sent: Mán 17. Ágú 2020 15:39
af Tjara
Tek undir Cherry MX Silent Red.
Er með Silent Red heima og í skrifstofu innan um aðra, heyrist ekkert hærra en í hefðbundnari rubber dome eða membrane lyklaborðum.
Er með fleiri lyklaborð sem ég nota heima með fleiri mismunandi rofum en hef haldið mig við Silent Red á skrifstofunni.

Tölvutek eru með gott úrval af mechanical lyklaborðum með Silent Red. Ég hef sjálfur mikið verslað við mechanicalkeyboards.com og hef bara góða reynslu af þeim.

Re: Mechanical lyklaborð fyrir forritara í opnu skrifstofuumhverfi?

Sent: Mán 17. Ágú 2020 15:54
af gnarr
Ég myndi alltaf taka Cherry MX Brown með O-rings fyrir forritun í opnu rými. Brown eru með tactile feedback en ekkert auka hljóð, svo að það er mjög þægilegt að skrifa á þá.

Á skrifstofunni hérna erum við 2 með mechanical borð, ég með MX Brown og sá sem situr við hliðiná mér með MX Blue. Það er aldrei kvartað yfir borðinu mínu, en frekar oft yfir MX Blue borðinu.

Re: Mechanical lyklaborð fyrir forritara í opnu skrifstofuumhverfi?

Sent: Mán 17. Ágú 2020 16:41
af Richter
Hvernig verða lyklaborðin samt svona andskoti dýr? https://www.tl.is/product/va69-se-silen ... ed-rofum... 45 þúsund!

Re: Mechanical lyklaborð fyrir forritara í opnu skrifstofuumhverfi?

Sent: Fim 20. Ágú 2020 14:47
af gRIMwORLD
Takk fyrir þetta, nóg að skoða.

Vitið þið kannski hvort einhver hér heima sé að selja o-rings?

Re: Mechanical lyklaborð fyrir forritara í opnu skrifstofuumhverfi?

Sent: Fim 20. Ágú 2020 15:31
af gnarr

Re: Mechanical lyklaborð fyrir forritara í opnu skrifstofuumhverfi?

Sent: Fim 20. Ágú 2020 16:55
af Bourne
Mér dettur í hug Logitech G815/G915 með red switches fyrir þetta use case.
Það getur verið með eða án numpad.

Re: Mechanical lyklaborð fyrir forritara í opnu skrifstofuumhverfi?

Sent: Fim 20. Ágú 2020 19:13
af Frost
Ég er með Ducky One með MX Brown og o-hringjum sem ég fékk af AliExpress. Enginn kvartað hingað til.

Re: Mechanical lyklaborð fyrir forritara í opnu skrifstofuumhverfi?

Sent: Fös 21. Ágú 2020 08:32
af bjornvil
Persónulega mundi ég ekki nota O hringi. Ég var með O hringi á mínu borði í þónokkurn tíma (KUL ES-87 með Cherry MX Brown) og gallinn við O hringina er að þeir dempa niðurstrokið svo mikið, fyrir utan það að þeir minnka líka travelið í svissinum. Niðurstrokið verður svo mushy og persónulega finnst mér ansi stór hluti af því að skrifa á mechanical borð að þú færð svo mikið og "crisp" feedback af því að botna takkana, þótt þú þurfir ekki þess ekki. Ég nota Cherry MX browns í borðinu sem ég er með í dag (Input Club Kira, hotswappable) og það er alls ekki hávært. Ég er búinn að lúbba svissana þannig að þeir eru aðeins meira smooth og hljóðið dempast aðeins, en svo er líka gott að venja sig bara á að skrifa ekki of fast þannig þú sért ekki að botna svissana með of miklu afli. Það er í rauninni lítið mál að skrifa hljóðlega á flesta mechanical svissa á meðan þeir eru ekki með einhverskonar click mechanism (Cherry MX blue, Kaihl BOX Jade etc.) á meðan maður venur sig á að hamra ekki á þá.