Síða 1 af 1

Aðstoð

Sent: Sun 10. Maí 2020 14:28
af salisali778
Sæli Vaktarar

Ég var að uppfæra tölvuna mína og eftir það þá drepur hún á sér við mikið load.

Ryzen 9 3900x. stock cooler
32g ram 4x8
2080ti
m.2 512gb
corair hx850i

Ég gat runnað stress test á hvoran hlut fyrir sig en ef ég voga mér að setja báða á sama tíma þá drepur hún á sér
GPU í stress eftir 5 min í 74 gráður og fan í 75%
CPU í stress test stable í 62 Gráður eftir 5 min.

Samhvæmt PSU calculators þá ætti 550 PSU að vera nóg
Allt með latest drivers

Einhverjar hugmyndir um hvað þetta gæti verið?

Re: Aðstoð

Sent: Sun 10. Maí 2020 14:46
af beggi702
Hvað varstu að uppfæra ?

Re: Aðstoð

Sent: Sun 10. Maí 2020 14:48
af salisali778
motherboard aorus x570 elite
ryzen 9 3900x var með intel
skjákort
bætti við 16gb ram

Re: Aðstoð

Sent: Sun 10. Maí 2020 14:56
af beggi702
búinn að uppfæra BIOS ?

Re: Aðstoð

Sent: Sun 10. Maí 2020 18:50
af salisali778
já gerist samt...

Re: Aðstoð

Sent: Sun 10. Maí 2020 19:09
af pepsico
Prófaðu að setja rafmagnssnúruna beint í vegg án fjöltengja, og ef það var þegar þannig þá prófa annan veggtengil og næst veggtengil á öðrum stað í húsinu. Hef lent í svona útaf fjöltengjauppsetningu. Getur líka alveg verið bilaður aflgjafi (eða eitthvað annað) en þetta er það auðveldasta til að prófa fyrst.

Re: Aðstoð

Sent: Sun 10. Maí 2020 19:30
af salisali778
Sæll
Ég fór að skoða psu settupið hjá mér. var þannig að einn 8 pin fór í 2x 8 pin og þannig í GPU
virðist stable ef ég hef sitthvorn kapalin í GPU. PSU að pusha 500w
Fyrir utan nátturlega að stock cooler heldur ekki í við að kæla 12 cores. rauk upp í 85 gráður á 5 min með hitan frá gpu líka í kassanum. GPU samt stable í 74 gráðum og fan í 75%

takk fyrir uppástungurnar

Re: Aðstoð

Sent: Sun 10. Maí 2020 19:40
af jonsig
Það má nota þetta pigtail pci-e kapla rusl í GPU <200W annars gerast funky hlutir.

Re: Aðstoð

Sent: Sun 10. Maí 2020 19:46
af pepsico
Hárrétt hjá jonsig, stakur 6+2 er bara ekki rated fyrir 2080 Ti.