Síða 1 af 1

Leikjasetup fyrir um 150þús

Sent: Fim 09. Apr 2020 13:33
af beggi90
Var beðinn um að henda saman í tölvu fyrir einn félaga með budget fyrir ca. 150k.
Orðinn smá ryðgaður í að velja bang-for-the-buck svo ætla að henda hérna inn því sem ég er búinn að "velja" ef það skyldi vera eitthvað sem ég er að horfa framhjá.

Ætlun í léttari leiki (football manager), en á að þola eitthverja aðeins þyngri leiki ef í það er farið

Cpu: AMD Ryzen 5 3400G
Motherboard: Gigabyte B450M DS3H
Ram Corsair 16GB kit (2x8GB)
SSD: Samsung 970 EVO
PSU Corsair CX550M (Gæti átt eftir að enda í stærri því ég sé ekki 500-550w til on stock frá framleiðanda sem ég treysti)
Case Chieftec UK-02B-OP
Skjákort Palit GTX 1050 Ti 4GB
Skjár: BenQ GW2480E 24

Samtals er þetta: 152.390

Re: Leikjasetup fyrir um 150þús

Sent: Fim 09. Apr 2020 14:28
af Roggo
Sjálfur myndi ég taka 3600 CPU frekar en 3400G þar sem að þú þarft ekki skjákjarna þegar að þú ert með GPU. Reyndar kominn í 160k þá en algjörlega þess virði.

https://cpu.userbenchmark.com/Compare/AMD-Ryzen-5-3600-vs-AMD-Ryzen-5-3400G/4040vsm825156

Edit: Þetta er solid aflgjafi. Bronze rateaður og 5 ára ábyrgð.

https://m.tolvutek.is/vara/seasonic-s12ii-bronze-550w-aflgjafi-80-plus-bronze-5-ara-abyrgd

Re: Leikjasetup fyrir um 150þús

Sent: Fim 09. Apr 2020 15:26
af pepsico
Í einni setningu er erfitt að mæla með því að kaupa nýja tölvu frekar en notaða á þessu verðbili. Þú neyðist til að kaupa íhluti sem eru hræðilegt bang-for-the-buck eins og GTX 1050 Ti, hluti sem eru ekki jafn gott bang-for-the-buck sbr. 3400G frekar en 3600 eins og Roggo minntist á, og samt að borga fullt verð fyrir "beinagrindina" í kringum tölvuna t.d. aflgjafann, kassann, móðurborðið, og diskinn. Versta af báðum heimum.
Food for thought: Þetta nýja GTX 1050 Ti kostar 25 þúsund krónur og skilar ca. tvem þriðju af afköstum GTX 1060 sem er að fara á ca. helminginn af verðinu hérna á vaktinni.

P.S. Þig vantar ekki einu sinni 500W aflgjafa í svona build, og hvað þá stærri. Íhlutirnir sem þú ert með á listanum eru t.d. að taka eitthvað undir 250W í maximum load.

Re: Leikjasetup fyrir um 150þús

Sent: Fim 09. Apr 2020 16:48
af beggi90
Mjög góðir punktar.

Mun breyta aflgjafa yfir í Corsair vs450
Og 3400G yfir í 3600G :happy (akkúrat svona sem ég var hræddur um að horfa framhjá)