Hvernig skjá ætti ég að kaupa ?


Höfundur
ivar844
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Sun 09. Feb 2020 10:40
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Hvernig skjá ætti ég að kaupa ?

Pósturaf ivar844 » Sun 09. Feb 2020 10:49

Hæ er svona velta fyrir mér hvernig skjá ég ætti að kaupa

Ég er með Geforce 2060 skjákort, Ryzen 3600 örgjörva

Spila aðalega Cs go núna, en mun líklega spila nýja Diablo þegar hann kemur út og svo líklega einhverja fleiri leiki

Ég Vill ekki fá stærri skjá en 24 +- 1 tomma

ég hef dáldið verið að horfa á þessa 2 en opið fyrir öllu
ZOWIE by BenQ XL2411P 24 144hz
AOC 24,5" G2590PX 144Hz

Hvernig skjá myndið þið mæla með ? budget er alveg opið þannig séð en vill frekar fá gott value en eitthvað sem er dýrast.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skjá ætti ég að kaupa ?

Pósturaf kiddi » Sun 09. Feb 2020 11:20

Ef ég væri í þínum sporum þá myndi ég reyna að finna IPS skjá sem er 144hz, það eru ekki margir til í 24" stærðinni en þó einhverjir. Ég hef frábæra reynslu af AOC merkinu hjá Tölvulistanum þó ég sé meiriháttar skjásnobbari (hef atvinnu af myndvinnslu). Ég get ekki fyrir mitt litla líf þolað TN skjái lengur en í tvær sekúndur, að þurfa að færa höfuðið niður til að geta lesið það sem er neðst á skjánum út af ömurlegu viewing angle á TN skjám gengur alveg fram af mér á mínum háa aldri.

Tölvulistinn eiga 24" IPS 144mhz gamer skjá, mögulega eru til sambærilegir skjáir hjá öðrum:
https://www.tl.is/product/24-led-tolvus ... -1920x1080



Skjámynd

Ingisnickers86
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Þri 06. Des 2016 07:38
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skjá ætti ég að kaupa ?

Pósturaf Ingisnickers86 » Sun 09. Feb 2020 11:22

Ég á Zowie skjáinn og bara frekar sáttur við hann. Eftir að hafa átt við lita stillingarnar sem og breytt Black Equalizer eftir því hvort ég er í FPS eða t.d. RE2: Remake, hef þá Equalizer í botni til að sjá "campara" en svo minnst til að fá raunverulegri svartan lit fyrir upplifunina í RE. En hann hefur ekki AMD Freesynce né neinn stuðning við VRR (Variable Refresh Rate) fyrir utan V-sync tækni til að minnka Screen tearing.

Eina sem böggar mig við skjáinn er TN panel viewing angles, ef ég sit ekki akkúrat beint fyrir framan skjáinn þá skolast litirnir svolítið út sem og mér finnst 1080p ekki nógu há upplausn. Þess vegna langar mig að uppfæra í 27" 1440p IPS skjá líkt og þennan
https://m.computeruniverse.net/en/lg-ultragear-27gl850-b

En fyrir CS Go hentar Zowie mjög vel.


Kveðja,

Ingisnickers


Ryzen 5800X | Vengeance LPX 16 GB @ 3.6 | Red Devil 6950 XT | 250 GB Evo 960 | 1 TB Evo 850 | 2 TB WD Red | B450 Mortar Max | RM750x | Silencio S400 | 32" Odyssey G7 |


Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skjá ætti ég að kaupa ?

Pósturaf Bourne » Sun 09. Feb 2020 18:57

Þú gætir reynt að skoða einhverja VA panel skjái. Þeir eru ágætis millistig í verði og eiginleikum milli TN og IPS.
Það hljómar samt smá eins og þú værir sáttur við góðan esports skjá eins og Zowie gaurarnir eru flestir.

Góður high refresh rate IPS skjár er alltaf að fara að kosta vel yfir 50k.
Er sjálfur að nota Asus PG279Q, (27" 144hz IPS 2560x1440) síðast þegar ég gáði var það pakki á vel yfir 120k.

24" stærðin er líka ekki vinsæl í IPS leikjaskjám, langflestir virðast vera 27" eða stærri og ultrawide.

Ef þú þarft að velja (TN + High refresh) vs (IPS 60hz) ... þá fyrir mína parta tæki ég ... TN + High refresh.

Ég er hinsvegar sammála kidda að TN sé frekar mikið augnakrabbamein á meðan þú ert að gera allt annað en að spila CS eða leiki yfir höfuð.




Höfundur
ivar844
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Sun 09. Feb 2020 10:40
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skjá ætti ég að kaupa ?

Pósturaf ivar844 » Sun 09. Feb 2020 21:24

Takk fyrir þetta ætli ég hendi mér ekki í ZOWIE by BenQ XL2411P 24 144hz

það sem ég er hræddur við hann er að það er ekkert freesync g sync var að spá hvort það gæti valdið manni vandamálum seinna í þyngri leikjum þess vegna var ég að spá í AOC 24,5" G2590PX 144Hz þessum skjá



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skjá ætti ég að kaupa ?

Pósturaf jonsig » Sun 09. Feb 2020 22:40

Gerði ég mistök með að kaupa 28" samsung qled 60Hz 1ms? Þarf hann að vera á annað hundruð riðin?



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skjá ætti ég að kaupa ?

Pósturaf kiddi » Sun 09. Feb 2020 23:02

jonsig skrifaði:Gerði ég mistök með að kaupa 28" samsung qled 60Hz 1ms? Þarf hann að vera á annað hundruð riðin?


Alls ekki. Flestir, ef ekki allir fara í 144hz+ út af skotleikjum og engu öðru. Það verður samt að viðurkennast, að þegar maður hefur vanist músarbendli á 144hz skjá þá finnst manni tölva á 60hz skjá vera „hæg tölva“. Ég er með tvær vinnuvélar vegna þess að ég vinn 50/50 annarsvegar á skrifstofu og hinsvegar heima. Vinnuvélin er i9 9900K með 60hz skjá og heimavélin er i7 8700K vél með 144hz skjá og ég get svo svarið það að vinnutölvan (9900K) virkar hægvirkari út af þessum hraðamun á skjá, þeas. mín upplifun af tölvunum er þannig þó benchmarks og render tímar segi annað.




Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skjá ætti ég að kaupa ?

Pósturaf Bourne » Sun 09. Feb 2020 23:23

jonsig skrifaði:Gerði ég mistök með að kaupa 28" samsung qled 60Hz 1ms? Þarf hann að vera á annað hundruð riðin?


Persónulega tel ég er þú hafir gert stór mistök og ekki verði snúið aftur... jk!

Það er ógeðslega þægilegt að vinna á 144hz skjám.
Allt yfir 60hz er stór bónus... jafnvel 75hz, 100hz og 120hz.

Þegar þú ferð hinsvegar yfir 144hz ertu farinn að glíma við smá diminishing returns.

60hz skjár sýnir þér nýja mynd á ~16.7 ms fresti
144 hz skjár sýnir þér nýja mynd á ~6.9 ms fresti.

Munurinn er því ~10ms sem er svakalegt (imo) fyrir tilfininguna að hreyfa músina.

240 hz skjár sýnir hinsvegar nýja mynd á ~4.2 ms fresti.
Þar af leiðandi er munurinn á 144hz og 240hz bara rétt um 2.5 ms.

Þú getur hugsað þetta þannig að það er 4x meiri munur á 60 vs 144hz heldur en 144hz vs 240hz.

Sweetspottið í dag er í krigum 144hz að mínu mati.

Þegar maður neyðist til að nota fartölvuna (60hz) eða einhvern normie :guy skjá þá líður mann eins og það sé disconnect milli handanna á manni og músbendilsins, eins og maður sé hálf fullur eða eitthvað.




Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 268
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skjá ætti ég að kaupa ?

Pósturaf Emarki » Sun 09. Feb 2020 23:31

Ég keypti Asus VG259Q í gegnum amazon.de

Fékk hann eftir 5-6 daga og greiddi 63.000kr.

Hann er nýútkominn, IPS 144hz, flottar stillingar og sagðir betri enn AOC skjárinn sem er hægt að fá í TL.

Mér finnst lita aðgreiningin í honum betri eins og CS:GO að maður er fljótari að greina og miðar skarpar. Þá miða ég við benq xl2540 240hz.

Kv. Einar




Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skjá ætti ég að kaupa ?

Pósturaf Bourne » Mán 10. Feb 2020 00:41

Emarki skrifaði:Ég keypti Asus VG259Q í gegnum amazon.de

Fékk hann eftir 5-6 daga og greiddi 63.000kr.

Hann er nýútkominn, IPS 144hz, flottar stillingar og sagðir betri enn AOC skjárinn sem er hægt að fá í TL.

Mér finnst lita aðgreiningin í honum betri eins og CS:GO að maður er fljótari að greina og miðar skarpar. Þá miða ég við benq xl2540 240hz.

Kv. Einar


+1 á þennan gaur!
Á víst að vera bang for the buck í þessum flokki.




Funday
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2015 06:39
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig skjá ætti ég að kaupa ?

Pósturaf Funday » Mán 10. Feb 2020 01:36

ég og félagi minn lentum í gölluðum AOC G2790PX skjá hérna er gallinn fyrir neðann ég skipti honum uppí Asus XG27VQ og gæti ekki verið ánægðari ég veit að hann er 27'' en ekki 24'' en Asus failar ekki sama hvaða stærð