Síða 1 af 1

Bilaður aflgjafari?

Sent: Fös 20. Des 2019 12:37
af yngvijohann
ég er í vandamálum með leiki þessa daga
ég þarf alltaf að restarta tölvunni til þess að fá stable fps í öllum leikjum?
og ekki bara það, tölvan algjörlega gefur sig eftir að hafa spilað í 3 klukkutíma+ (bara tölvan verður hræðileg)

ég hef enga hugmynd hvað er að, eitt sem kom í huga var aflgjafarinn
ég keypti tölvuna (og allt í henni) 2016 og þessi leiðindi byrjuðu í enda sumarsinns á þessu ári

Allir íhlutir voru keyptir hjá Att.is
það væri geggjað að vita ef þið vitið hvað er að rigginu

Hér eru specs:
Turn:
- Corsair Carbide SPEC-01
Aflgjafi:
- Corsair RM750x
Móðurborð:
- Asus Z170-Pro Gaming
Örgjörvi:
- Intel Core i5 6600K
Vinnsluminni:
- Corsair Vengeance 2x8gb (16gb) 2400mhz
Skjákort:
- MSI GF980 Gaming
Kæling:
- CoolerMaster Hyper TX3
Diskur: 2TB HD

Re: Bilaður aflgjafari?

Sent: Fös 20. Des 2019 12:56
af addon
myndi byrja að skoða hita á örgjörva og skjákorti á meðan þú ert að spila (getur notað msi afterburner fyrir hita á skjákorti)
myndi svo rykhreinsa tölvuna vel (aflgjafa líka) og skipta um kælikrem á bæði örgjörva og skjákorti
hljómar allavega eins og hitavandamál.

Re: Bilaður aflgjafari?

Sent: Fös 20. Des 2019 13:39
af Mossi__
Hljómar soldið eins og hitaves. Er nóg loftflæði um hana?

Slokknar bara á henni eða kemur blue screen með error kóða?

Kemur eitthvað upp í Event Viewer?

Re: Bilaður aflgjafari?

Sent: Fös 20. Des 2019 15:03
af yngvijohann
það hefur aldrei komið blue screen eða random shutdown. :/ en já ég skal kanna það

Re: Bilaður aflgjafari?

Sent: Lau 21. Des 2019 02:44
af gnarr
hljómar mikið eins og bilaður harðurdiskur/ssd.

Re: Bilaður aflgjafari?

Sent: Fim 26. Des 2019 01:27
af Etinn
Nánast engar líkur að það sé aflgjafinn, en kannski bara miða við að lesa allt hér að ofan þá væri snjallt að byrja á að taka bara tölvuna smá í gegn.

Rykhreynsa, athuga að kælibúnaður virki rétt...
Ath allar tengingar á hörðumdiskum og öðru.
Ath, hvort það sé nóg pláss fyrir page files á tölvunni. (sem leikir nota voða mikið)
Keyra öflugan vírusvörn á tölvuna, kannski jafnvel ganga það langt að endursitja upp windows.

Ef ekkert af því virkar, þá er aldrei vitlaust að leita til aðstoðar í persónu. :)
(Það getur verið oft mjög takmarkað að leita á netinu með svona lausnir sem eru oft augljósar fyrir fagaðila í persónu) <3

Ég hef lent í því að þurfa skipta um viftu, laga kapal í einn harðadiskinn og laga til stýrikerfi. Í sitthvoru lagi. Sem er allt eitthvað sem hefur þessar afleiðingar að tölvan verður leiðinleg eftir 15min - 3kl - 12kl.

Re: Bilaður aflgjafari?

Sent: Fös 27. Des 2019 20:39
af yngvijohann
Fann útur þessu en er ekki búinn að laga þetta
þetta er semsagt kallað "memory leak" (eins og gæjinn sagði) og ég tók eftir því í task manager að random öpp voru að éta cpuið og memoryið á sama tíma
náði að slökkva á þeim öllum en það er hellingur í felum sem er mjög erfitt að díla við
Tölvan segir að það eru engir vírusar og ég er búinn að rykhreinsa allt mjög vel og þetta heldur áfram svona
ég er að nota allt í paging files sem það þolir.

Re: Bilaður aflgjafari?

Sent: Fös 27. Des 2019 20:49
af yngvijohann
Event Viewer sýnir að það eru frekar margar viðvaranir og errors og þá mest af því frá Svchost

Re: Bilaður aflgjafari?

Sent: Lau 28. Des 2019 22:48
af yngvijohann