Síða 1 af 1

Geforce RTX 3000 serian eða nuverandi?

Sent: Fim 07. Nóv 2019 10:58
af Labtec
Langar eyða um 100-140 þus í skjákort, 2080 Ti er orðinn árs gamall og heldur en vel verði, 2080 Super er vonbrigði midað við 2080, á maður ihuga þessi kort eða biða eftir 3000 seriuni?

Eða a maður skoða 5700 XT?

Re: Geforce RTX 3000 serian eða nuverandi?

Sent: Fim 07. Nóv 2019 15:30
af Emarki
Skjákort er ágætis kaup, þau halda verði þokkalega jafnvel þegar þú selur þau notuð til að uppfæra.

5700XT virðist vera ágætis kaup í dag og gæti vel dugað þér í vissan tíma.

Það eru eitthverjar framfarir væntanlegar í heimi skjákortana, en það er ekkert alveg á næsta leyti, mitt næsta ár. Nvidia fer ekkert að þruma neinu út fyrr enn það verður pressa frá AMD.

Ég er í þeirri trú að maður á aldrei að bíða og bíða eftir nýrri seríu, heldur bara kaupa þegar manni vantar, maður getur alltaf uppfært seinna og það er ekkert mál að losna við notað skjákort á vaktinni.

Kv. Einar

Re: Geforce RTX 3000 serian eða nuverandi?

Sent: Fim 07. Nóv 2019 17:17
af Mossi__
2080ti er ekkert að fara að verða úrelt eða léleg kaup næstu svona 3-4 ár held ég. Þetta RTX er ofc svo nýtilkomið og markaðurinn á enn eftir að bregðast almennilega við því. Þangað til mun það seint vera dethronað.

3080ti sem mætti ætla að komi á þarnæsta ári fekar en á næsta (bara gisk hjá mér) mun bara vera smá optimisation.. með svona 5-10% meiri afköstum..

Þannig að ég held að þú sérst aaaaaaaaalveg save með því að kaupa 2080ti í dag og góður í fleiri ár með það.

750ti er ennþá notað í dag.. það er að verða 6 ára gamalt.. (jújú ekkert 4k rúnk en þú fattar). 2080ti er svo mun mun betri vélbúnaður og hægjast er á þróuninni held ég..

Það og plús.. ég er alltaf smeykur við Radeon kortin. Sorry. Þeim fylgja alltaf horror sögur um driveraves og svona og þau eru alltaf svona one step behind.

Re: Geforce RTX 3000 serian eða nuverandi?

Sent: Fim 07. Nóv 2019 19:08
af GuðjónR
Sammála ofangreindum, alveg safe bet að kaupa núverandi skjákortalínu frá nVidia, en hafiði einhverja skoðun á því hvaða framleiðandi er með bestu (hljóðlátustu) 2080 ti kortin?

Re: Geforce RTX 3000 serian eða nuverandi?

Sent: Fim 07. Nóv 2019 19:53
af Alfur
Held að næstu RTX kort (Ampere architecture) verði loksins almennileg ray-tracing kort. Allskonar sögusagnir um 7nm process, 2080ti-super snemma næsta ár (Til að berjast við nýju AMD kortin sem koma út Q2-Q3 2020) osfl.

Nýtt architecture og 7nm process frá Nvidia eru alltaf frekar helluð stökk, sérstaklega á breyttum og samkeppnishæfari markaði vegna AMD.

Ég ætla svo sannarlega að keyra mitt 1070 kort til helvítis þar til næsta lína af RTX eða AMD kortin koma. Held ég myndi ekki vera ánægður með sjálfan mig að eyða 180þús+ bara fyrir "besta GPU í heiminum" sem er alveg mjöööög nálgæt því að vera afkóngað.

Nokkrar greinar:
https://wccftech.com/nvidia-ampere-rumo ... vs-turing/
https://wccftech.com/amd-preparing-2nd- ... er-update/

Re: Geforce RTX 3000 serian eða nuverandi?

Sent: Fös 08. Nóv 2019 03:41
af Runar
Svo má ekki gleyma að Intel er að koma sér út í GPU markaðinn.. verið að tala um næsta sumar.. spennandi tímar framundan. AMD að ýta í nVidia og svo auka samkeppni frá Intel.. vonandi mun það og 7nm process ýta undir ennþá stærri stökk í performance.. maður má vona!

Re: Geforce RTX 3000 serian eða nuverandi?

Sent: Mið 27. Nóv 2019 15:17
af TotoAfrica
Labtec skrifaði:Langar eyða um 100-140 þus í skjákort, 2080 Ti er orðinn árs gamall og heldur en vel verði, 2080 Super er vonbrigði midað við 2080, á maður ihuga þessi kort eða biða eftir 3000 seriuni?

Eða a maður skoða 5700 XT?


ef þú ert tilbúinn til að eyða amk 179 þús kalli í 2080ti kort og vilt spila í 4K, þá gætiru íhugað að fara í þann pakka. Persónulega myndi ég telja 2070super eða jafnvel 2080 nógu gott fyrir 1440p spilun (2080 er 18 þúsund kall meira heldur en gott 2070 super kort og 28 þúsund kalli yfir baseline 2070s kort).
Annars er almenna reglan að fyrstu ítrun af einhverri ákveðnari tækni er ekki endilega alltaf sú besta og það gæti verið sniðugt að bíða eftir Ampere.

Þetta ''RTX'' marketing hjá Nvidia hefði ekki átt að vera selling point á þessum kortum þar sem maður nær varla 50 fps ef þú setur ákveðna leiki í High settings. En ójæja.

Re: Geforce RTX 3000 serian eða nuverandi?

Sent: Mið 27. Nóv 2019 16:27
af Sizzet
Er sjálfur að kaupa mér kort sem dugar mér. AMD er að fara að gefa út kort á næst ári sem á að vera "Nvidia killer" en veit ekki hvað er til í því.
eins og kemur fram í greinunum sem Alfur póstaði þá sást Navi 21, Navi 22 og Navi 23 í Linux driverum.

https://imgur.com/kxm51Xl

https://imgur.com/Ui5FA5l

er ekki með á hreinu hvernig maður setur inn myndir, þannig hér fyrir ofan eru linkar.

Re: Geforce RTX 3000 serian eða nuverandi?

Sent: Mið 27. Nóv 2019 18:04
af GuðjónR
3000 kortin koma kannski ekki fyrr en um mitt næsta ár...
...þannig að :baby

Re: Geforce RTX 3000 serian eða nuverandi?

Sent: Fim 28. Nóv 2019 07:56
af Benzmann
ég er að býða eftir 3000 línunni, hef ekki séð ástæðu til að uppfæra í 2080 ti, er með 1080 ti sem er að performa rosalega vel enþá