Ég spila einnig cs og haldiði að það sé bara tilviljun að allir bestu cs spilararnir hvar sem er í heiminum séu allir á geðveikum tölvum, með rándýr headphones, nýjustu músina og "bestu" músamottuna?
Það er margsannað að tölvan og allt hitt skiptir líka máli. Og þeir sem hafa efni á því að fá sér dýr heyrnatól og þeim langar í þau, afhverju ekki að fá sér þau?
Eins og HD-590 eru sennilega algengustu leikjaheyrnartólin á landinu, þau kostuðu um 18.000 krónur nema í fríhöfninni. Það er bara trend að eiga alltaf það besta.
Afhverju kaupir fólk sér nýrri og betri bíla ef það á ennþá bíl sem virkar alveg og kemur þeim frá A til B?
Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar fólk segir að það sé sorglegt að eiga eitthvað sem er nýtt & best. Ef fólki langar í þetta, og eins og með margt þá er ákveðið "trend" að eiga ákveðna hluti og þ.a.l. kaupir þessi ákveðna manneskja bestu vöruna. Hvað er þá verið að segja að það sé sorglegt?
Þetta af jafn andskoti fáránlegt og segja ;djöfull er sorglegt þegar fólk eyðir pening í það sem það hefur áhuga á;
Ég hef líka prófað allar músamotturnar sem hafa komið á leikjamarkaðinn. Ég er eins og sumir, elti bara trendið. Fyrst komu fuNc motturnar og þá keyptu ALLIR þær, maður átti pening afhverju ekki að prófa? Þetta var nú einu sinni fyrir áhugamálið mans. Svo komu næstu mottur og þarnæstu og þannig heldur þetta bara áfram.
Þú segir "enginn munur á kúk og skít" fyrir þá sem hafa áhuga á tölvum t.d. þá finna þeir greinilega þennan mun á "kúk og skít" eins og þú orðar það þegar það kemur að músum / músamottum. Finnst mér ekkert sorglegt við það að fólk sé að eyða helling af pening í eitthvað sem það vil eyða í, áhugamálið þeirra.