Síða 1 af 1
Keyra skjákort?
Sent: Þri 24. Sep 2019 10:40
af pejun
Ég er að reyna keyra skjákortið mitt (gigabyte gtx aorus 1070) og það þarf 8pin og 6pin pcie til að keyra það (ég er með tengt í 8pin núna). Ég finn hvergi hvar ég get keypt 6pin pcie í 6pin pcie snúru. Það eru nokkur sata tengi sem eru ekki í notkun og gæti þá verið með sata í pcie en hef heyrt að það gæti farið illa.
Veit eitthver lausn á vandanum? Er með corsair hx620w afgjafa og þetta eru tengin aftan á.
https://ibb.co/cgTrK2F
Re: Keyra skjákort?
Sent: Þri 24. Sep 2019 11:05
af Viktor
Re: Keyra skjákort?
Sent: Þri 24. Sep 2019 12:21
af pejun
Já og hann er tengdur, en það þarf bæði 8pin tengi og 6pin tengi til að keyra skjákortið
Re: Keyra skjákort?
Sent: Þri 24. Sep 2019 12:39
af motard2
Það eiga að vera tveir pcie kaplar með aflgjafanum sem geta verið 6 eða 8 pina.
Re: Keyra skjákort?
Sent: Þri 24. Sep 2019 13:45
af pejun
Keypti hann notaðann og sá sem seldi mér hann veit ekki um hina snúruna.
Re: Keyra skjákort?
Sent: Þri 24. Sep 2019 14:07
af Benzmann
þú getur fengið þér breytikapla frá Molex yfir í PCIE.
En í þínu tilfelli, þá myndi ég bara fá mér nýjann Aflgjafa, þessi sem þú ert með er í eldri kantinum.
Mæli með Corsair RM750x
Þar ertu með 2stk 6+2pin tengi.