Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá
Sent: Mið 28. Ágú 2019 11:04
Daginn kæru vaktarar!
Síðustu vikur hef ég verið að reyna að finna draumaskjáinn fyrir tölvuna mína, en það gengur frekar illa þar sem ég held að ég sé með alltof háar kröfur. Til að auka flækjustigið er ég einnig nýfluttur til Danmerkur og þekki ekki tölvubúðirnar jafn vel hér. Ég get þó pantað af netinu með tiltölulega lágum sendingarkostnaði og stuttum sendingartíma (t.d. af þýska Amazon), sem er plús.
Skjárinn verður líklega mestmegnis venjuleg tölvunotkun (netið, kvikmyndir, etc.), en þar sem ég vinn sem grafískur hönnuður og mun koma til með að vinna heima endrum og sinnum, þá skipta nákvæmir litir miklu máli. Einnig útilokar það líklega alla curved skjái, eða hvað? Leynast einhverjir hönnuðir hérna með reynslu af því að hanna á curved skjá?
Þess á milli spila ég stundum tölvuleiki, yfirleitt fast paced leiki eins og Rocket League og Overwatch, og eftir að ég átti 144hz skjá þá hugsa ég að það sé erfitt að fara aftur í 60hz.
Þegar kemur að stærðum, þá hef ég helst verið að skoða skjái stærri en 27", en gæti mögulega sætt mig við 27" til að halda verðinu í skefjum.
TL;DR kröfulisti:
• Helst stærri en 27"
• Helst 4K / 3440x1440 / sambærilegt
• IPS eða sambærilegur panel, helst 10bita
• 100hz eða meira
Budget er sveigjanlegt, en það væri ekki verra ef skjárinn kostaði ekki mikið meira en u.þ.b. 150 þúsund kr (ca 8.000 DKK eða 1.100 €).
Væri endilega til í ábendingar um skjái, og/eða jafnvel gagnrýni á kröfulistann
Fyrirfram þakkir,
Síðustu vikur hef ég verið að reyna að finna draumaskjáinn fyrir tölvuna mína, en það gengur frekar illa þar sem ég held að ég sé með alltof háar kröfur. Til að auka flækjustigið er ég einnig nýfluttur til Danmerkur og þekki ekki tölvubúðirnar jafn vel hér. Ég get þó pantað af netinu með tiltölulega lágum sendingarkostnaði og stuttum sendingartíma (t.d. af þýska Amazon), sem er plús.
Skjárinn verður líklega mestmegnis venjuleg tölvunotkun (netið, kvikmyndir, etc.), en þar sem ég vinn sem grafískur hönnuður og mun koma til með að vinna heima endrum og sinnum, þá skipta nákvæmir litir miklu máli. Einnig útilokar það líklega alla curved skjái, eða hvað? Leynast einhverjir hönnuðir hérna með reynslu af því að hanna á curved skjá?
Þess á milli spila ég stundum tölvuleiki, yfirleitt fast paced leiki eins og Rocket League og Overwatch, og eftir að ég átti 144hz skjá þá hugsa ég að það sé erfitt að fara aftur í 60hz.
Þegar kemur að stærðum, þá hef ég helst verið að skoða skjái stærri en 27", en gæti mögulega sætt mig við 27" til að halda verðinu í skefjum.
TL;DR kröfulisti:
• Helst stærri en 27"
• Helst 4K / 3440x1440 / sambærilegt
• IPS eða sambærilegur panel, helst 10bita
• 100hz eða meira
Budget er sveigjanlegt, en það væri ekki verra ef skjárinn kostaði ekki mikið meira en u.þ.b. 150 þúsund kr (ca 8.000 DKK eða 1.100 €).
Væri endilega til í ábendingar um skjái, og/eða jafnvel gagnrýni á kröfulistann
Fyrirfram þakkir,