Síða 1 af 1

AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Mán 08. Júl 2019 12:30
af vatr9
Jæja nú fara þeir að koma:

https://www.computer.is/is/product/orgj ... -2ghz-32mb

Þarf ekki vaktin að bæta við línum fyrir nýju örgjörvana?

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Mán 08. Júl 2019 15:49
af Dropi
Var það ekki eitthvað sem gerist sjálfkrafa? Móðurborðin eru líka að tínast inn, hlakkar til að sjá samanburð á þeim

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Mán 08. Júl 2019 18:12
af steini_magg
Finnst pínu slappt að þetta sé 10.000 kr hærra enn 2600, er og var þegar það kom út á 25.000kr.

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Mán 08. Júl 2019 18:25
af vatr9
Dollarinn hækkað um 20% á einu ári. Er það ekki hluti skýringarinnar?

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Mán 08. Júl 2019 19:23
af chaplin
steini_magg skrifaði:Finnst pínu slappt að þetta sé 10.000 kr hærra enn 2600, er og var þegar það kom út á 25.000kr.


Hann kostar úti $200, mv. kortagengið í dag þá gera það 25.200 kr, þá er eftir að reikna sendingakostnað og virðisauka, og síðan álagningu sem á að cover-a ábyrgð og allan kostnað við að reka verslunina (leiga, starfsmenn etc.).

Mér finnst 35.000 kr vera mjög sanngjarnt. :happy

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Mán 08. Júl 2019 20:37
af jonsig
Ég ætla að kaupa mér svona þó ég hafi ekkert við þetta að gera :hjarta Frábært að örgjörvatæknin í "x86" sé ekki bara einskorðuð við intel.

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Þri 09. Júl 2019 00:13
af Hnykill
beið og beið.. held mig við i7 9700K eins og er. nú er greinilega að koma tími þar sem ekkert er að verða betra eins og er. CPU og GPU markaðurinn er ekki að fara koma með neitt betra en til er á næstunni. svo mikið er víst.

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Þri 09. Júl 2019 07:55
af Dropi
Hnykill skrifaði:beið og beið.. held mig við i7 9700K eins og er. nú er greinilega að koma tími þar sem ekkert er að verða betra eins og er. CPU og GPU markaðurinn er ekki að fara koma með neitt betra en til er á næstunni. svo mikið er víst.


Beiðst þú já? ;) ég er að færa vinnuvélina úr Sandy bridge í 3900X

Það er hreyfing, hún er bara ekki í single core performance.
https://www.cpubenchmark.net/compare/In ... 3335vs3493

https://www.cpubenchmark.net/high_end_cpus.html
Þetta segir allt fyrir mig, sjá alla þessa rándýru örgjörva gjörsamlega mölvaða af 500 USD AMD :twisted:

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Þri 09. Júl 2019 08:41
af worghal
Dropi skrifaði:
Hnykill skrifaði:beið og beið.. held mig við i7 9700K eins og er. nú er greinilega að koma tími þar sem ekkert er að verða betra eins og er. CPU og GPU markaðurinn er ekki að fara koma með neitt betra en til er á næstunni. svo mikið er víst.


Beiðst þú já? ;) ég er að færa vinnuvélina úr Sandy bridge í 3900X

Það er hreyfing, hún er bara ekki í single core performance.
https://www.cpubenchmark.net/compare/In ... 3335vs3493

https://www.cpubenchmark.net/high_end_cpus.html
Þetta segir allt fyrir mig, sjá alla þessa rándýru örgjörva gjörsamlega mölvaða af 500 USD AMD :twisted:

ætla ekki að ljúga, eftir öll þessi ár, þá gæti amd snúið aftur á þetta heimili :D

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Þri 09. Júl 2019 09:41
af Mossi__
/kíki á benchmark úr mínum "vinnuhesti" (i7-980x.. 10 ára gamall.. 10 ááára gamall).

/Kíki á benchmark fra 3900x.

Uuuuuu.. jæja strákar. Ég held að það sé kominn tími til að updata vélbúnaðinn.

Hvaða verslun ætlar að gera mér tilboð?
3900x
16 gíg ram (þarf ekki meira í bili, er ekki að vinna með 4k)
2080ti

Og powersupply sem er ekki drasl.

Pm plz.

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Þri 09. Júl 2019 11:39
af Dropi
worghal skrifaði:ætla ekki að ljúga, eftir öll þessi ár, þá gæti amd snúið aftur á þetta heimili :D


Ég hef einungis gert þau mistök frá árunum 2008-2011 að eiga ekki AMD skjákort eða örgjörva, þar áður var AMD Athlon 64 3200 og ATI X800XT, skipti því miður út fyrir Core2Duo og 9600GT 2008 og hef verið með AMD skjákort eingöngu síðan 2011 þegar ég keypti HD 6950, svo RX 280, RX 580, Vega56.

AMD er mjög nær mínu hjarta.

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Þri 09. Júl 2019 12:39
af Sydney
Var að panta mér 3900X og X570 borð af Overclockers.co.uk rétt í þessu, spenntur að komast loksins úr þessum 4 kjarna plebbaskap sem ég er búinn að vera í síðan Core 2 Quad :D

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Þri 09. Júl 2019 13:21
af vatr9
Kísildalur kominn með verð á 3 örgjörva.
https://kisildalur.is/?p=1&id=1&sub=AM4

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Þri 09. Júl 2019 14:26
af chaplin
Eitt sem ég var að taka eftir, ekki bara er Ryzen að ná betra single thread performance umfram 9900K í sumum tilvikum, en hann er einnig með lægra klukkaður. Holy shise.

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Þri 09. Júl 2019 15:21
af agnarkb
Var eiginlega búinn að ákveða að bíða og fara í 3950x sem er flaggskipið sem kemur í haust. En miðað við þær tölur sem ég er að sjá frá 3900x og jafnvel bara 3700x þá held ég að það sé bara ekkert vit í því. Spara nokkur hundruð dollara í betra GPU í staðinn.

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Mið 10. Júl 2019 00:13
af Mossi__
3700x að fá nánast það sama CPUscore og 2950x ... og 3900x að fæa 28% hærra..

Sælinú. Ég bíð spenntur eftir fleiri benchmarks.

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Mið 10. Júl 2019 09:39
af Fletch
agnarkb skrifaði:Var eiginlega búinn að ákveða að bíða og fara í 3950x sem er flaggskipið sem kemur í haust. En miðað við þær tölur sem ég er að sjá frá 3900x og jafnvel bara 3700x þá held ég að það sé bara ekkert vit í því. Spara nokkur hundruð dollara í betra GPU í staðinn.


2 chiplet örgjörvarnir (3900x/3950x td) geta verið hægvirkari/meira latency við ákveðnar aðstæður, sérstaklega ef OS schedulerinn er ekki að dreifa threads rétt. Chipset drivers/win OS patchar gætu lagað þetta
Síðan eru sumir leikir sem fara í kleinu við að sjá svona marga þræði

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Mið 10. Júl 2019 09:49
af audiophile
Sumir leikir sjá töluverða aukningu við að óvirkja SMT.

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Mið 10. Júl 2019 10:06
af Dropi
Ég ætla að nota 3900X í vinnuvél, fyrir sjálfan mig myndi ég sennilega kaupa 3600/3700 ef ég væri ekki nýlega búinn að fá mér 2600 í leikjavélina :)

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Mið 10. Júl 2019 10:16
af gotit23
Er sjálfur með 1700x og þrusu gott borð
miðað við support lístanum á heimasiðunni hjá Asrock þá get ég uppfært í 3900x veit samt ekki hvort það borgar sig....
ég hef ekkert að gera með 3900X fyrir leikjaspílun,og mér finnst 3700x of lítill uppfærsla ..

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Mið 10. Júl 2019 10:29
af Mossi__
Vantar einmitt nýja vél fyrir Renderingar og svona fyrir 3D grafík. 3900x lúkkar mjög vel.

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Mið 10. Júl 2019 17:37
af agnarkb
Fletch skrifaði:
agnarkb skrifaði:Var eiginlega búinn að ákveða að bíða og fara í 3950x sem er flaggskipið sem kemur í haust. En miðað við þær tölur sem ég er að sjá frá 3900x og jafnvel bara 3700x þá held ég að það sé bara ekkert vit í því. Spara nokkur hundruð dollara í betra GPU í staðinn.


2 chiplet örgjörvarnir (3900x/3950x td) geta verið hægvirkari/meira latency við ákveðnar aðstæður, sérstaklega ef OS schedulerinn er ekki að dreifa threads rétt. Chipset drivers/win OS patchar gætu lagað þetta
Síðan eru sumir leikir sem fara í kleinu við að sjá svona marga þræði


Það má vel vera en bara miðað við það sem maður hefur séð hingað til þá er 3900x að rústa öllu. Á pari við margfalt dýrari 9900k. Spurning þá hvort eitthvað latency issue sé að hafa einhver áhrif.

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Mið 10. Júl 2019 18:23
af nidur
Skemmtilegir tímar.


Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Fim 11. Júl 2019 21:16
af nidur
Ég veit ekki um ykkur en tölvan mín er orðin rosalega hæg allt í einu, þarf að fara að gera eitthvað í þessu.

Re: AMD Zen 2 að koma til landsins

Sent: Fim 11. Júl 2019 21:31
af Skaz
Hmmm, R5 3600 með B450 móðurborði og 16 gb RAM er decent vél sem að skilur eftir budget fyrir ágætum GPU. Er búinn að vera að leika mér á pcpartpicker með allskonar kombó.

Intel 10 er bara of langt í burtu Q2 2020? AMD er að ná hellings liði sem þarf að endurnýja núna og er með easy upgrade path fyrir Ryzen Gen.1 fólkið ábyrgðust AM4 sökkulinn í 5 ár.

Bang for buck virðist Intel líka ekki vera að ná þeim á næstunni.

Kannski að maður fari að kaupa AMD í fyrsta skipti síðan Athlon 64 X2?