Síða 1 af 1

Skjákort - þarf hjálp í að ákveða mig

Sent: Sun 14. Apr 2019 15:02
af Ruslakall


Mig vantar skjákort í nýju vélina mína og mig langar í rtx 2080 kort en get ekki ákveðið mig hvaða týpu. Hvernig eru þessi Ventus kort að standa sig sem att.is er að selja? Finn bara reviews á netinu fyrir OC gerðina. Hvað með Windforce kortin? Þau eru með 3 viftur, hvernig eru þau, hef reyndar heyrt að þau séu hávær.
Þau eru svo dýr þessi kort að ég tími ekki að kaupa kort á 120þ ef ég hefði getað keypt miklu eigulegra kort á 10þ meira.

Hvað segja sérfræðingarnir, hvað mæliði með?

Re: Skjákort - þarf hjálp í að ákveða mig

Sent: Sun 14. Apr 2019 20:06
af addon
sjálfur myndi ég taka 10 þús krónu dýrara kort ef það er ágætis gæðamunur á þeim. það sem þú ert að fá er hljóðlátari kort sem keyra yfirleitt kaldari og það ætti að vera minna coil whine með betri íhlutum á borðinu sjálfu, þótt það sé ekkert endilega tryggt. þessi kort eru síðan yfirleitt líka stærri og þyngri ef það er eitthvað sem þú þarft að huga að (passa að lengdin passi t.d. í kassan hjá þér).
ég er einmitt búinn að vera að stefna á að fá ættingja til að koma með 2080 kort frá USA og þá er ég að hugsa Strix því það kostar í raun það sama og lélegt 2070 kort hérna heima og frá ódýrasta í dýrasta er um 150 dollarar (en meira ves með ábyrgð náttúrlega).
ætlaði nýlega að kaupa mér frekar low quality notað 1080 ti en ég skilaði því, því coil whine'ið í því gerði mig geðveikann á 2 tímum í annars hljóðlátri tölvu sem ég er með uppá borði hjá mér. held að það sé því alveg þess virði að kaupa aðeins dýrara kort en mér finnst munurinn hérna heima vera óþarflega mikill á ódýru korti vs dýru.

Re: Skjákort - þarf hjálp í að ákveða mig

Sent: Fös 19. Apr 2019 20:16
af Alfa
Er með MSI 2080 Duke og það er alls ekki hágvært en það er ekki lágværara en 1080 MSI Gaming X sem ég var með. Þorði ekki að kaupa Ventus þó það eigi ansi mikið skylt með MSI Gaming X. Sé ekki eftir því, því miðað við hvernig 2080 Duke hitnar í kassanum mínum (þó ekki nema milli 70-75 gr) þá sé ég ekki Ventus kælinguna standa sig betur.

Eftir því sem ég hef lesið en hef ekki reynslu á er að Gigabyte Gaming 2080 sé töluvert betra en 2080 Windforce hávaðalega séð, enda með þykkri heatsink. Sennilega besta kortið sem þú getur þó fengið er Gaming X Trio frá MSI, eða ASUS Stix. Þau eru þó bæði mjög stór svo skoðaðu hvort þau komist fyrir hjá þér.