Síða 1 af 1

Kaup á tölvu?

Sent: Þri 09. Apr 2019 14:28
af runarthor
Mig vantar smá ráð varðandi tölvukaup (Kassa) og þessi tölva yrði aðalega fyrir gaming...

Ef þið mynduð kaupa ykkur tölvu í dag sem er undir 200.000 kr. Hvert mynduð þið leita og yrði það samsett vél úr verslun eða púsla saman í eina sjálfur?

Gaman væri að fá að vita hvaða saman setta kassa væri sniðugt að kaupa í verslun eða hvaða íhluti væri sniðugt að versla til að setja saman í eina góða.

Öll ráð eru vel þegin, því ég treysti ykkur betur en sölumönnum ;)

Ps. þetta er fyrir einn 14 ára fermingardreng sem er amature en þarf góða tölvu sem verður ekki úreld um leið og það er kveikt er á henni ;)

Takk fyrir,
Rúnar

Re: Kaup á tölvu?

Sent: Þri 09. Apr 2019 15:51
af Klemmi
Sælir,

líklega fengirðu mest fyrir peninginn ef þú myndir púsla þessu saman frá nokkrum verslunum, en á móti kemur að það er gott að hafa ábyrgðina á tölvunni á einum stað ef eitthvað bilar.

Að því sögðu, þá út frá íhlutum og að þetta er fermingarstrákur myndi ég skoða eftirfarandi:
Kassi: Xigmatek Scorpio með 3x LED viftum og fjarstýringu
12.000kr.

Aflgjafi: Fortron Hexa+ 500W
9.950kr.

Móðurborð: Gigabyte B360M-DS3H
15.900kr.

Örgjörvi: Intel Core i5-9400F
27.900kr.

Vinnsluminni: Corsair 16GB (2x8GB) 2400MHz
17.900kr.

Harður diskur: Crucial MX500 500GB m.2
14.500kr.

Samtals: 98.150kr.

Þetta er grunnur sem í vantar skjákort, samsetningu og stýrikerfi. Myndi velja nVidia skjákort einfaldlega eftir verði, eftir því hvað þú átt mikinn pening eftir, ef ske kynni að það vantaði eitthvað meira, s.s. 144Hz leikjaskjá.

Upp á leikjaspilun að gera, þá er þetta einn ódýrasti pakkinn sem þú færð þar sem hvergi er sparað í gæðum íhlutanna. Auðvitað má þó setja meiri pening í hitt og þetta. Hægt að fara t.d. í Corsair RM550x og vandaða örgjörvakælingu ef þið viljið að tölvan sé sem allra hljóðlátust.
Líka hægt að fara í dýrari SSD, eða i7 örgjörva, en frekar myndi ég eyða pening í skjákortið.

Re: Kaup á tölvu?

Sent: Þri 09. Apr 2019 16:05
af ArnarF
Sæll Rúnar

Ég prófaði að setja saman leikjatölvu fyrir 200 þúsund kr.- budget og tókst það rúmlega.
Þetta er rétt svo yfir hámarkinu en hugsanlegt að þeir hjá Tölvutækni veiti þér einhvern afslátt ef þú kíkir við hjá þeim og bendir á að þetta sé hugsað sem fermingargjöf.

Það eru nokkrir þættir sem ég tók til umhugsunar þegar ég valdi íhlutina en þeirra á meðal er t.d. :

-Litaþema (Svart/Rautt/Hvítt í þessu tilviki)
-"Semí-Framtíðarproof" en þarna spilar mikið í því að spara nokkra þúsund kalla við kaup eða þurfa eyða tugum þúsunda eftir nokkur ár í uppfærslur
Svona til að nefna 2 helstu hlutina

Þetta er allavega listinn :

Mynd



Þeir vaktarar sem fara yfir þennan lista og sjá eitthvað sem má færa til eða breyta endilega komið með ábendingar :)

Re: Kaup á tölvu?

Sent: Þri 09. Apr 2019 20:55
af Doddss