Síða 1 af 1

HJÁLP: "The memory could not be read"

Sent: Mið 06. Apr 2005 13:41
af zedro
Sælt verir fólkið, nýverið hef ég lent í því að fá eftirfarandi villumeldingur við að spila leiki. Gallinn er ég hef ekki hugmynd hvað er í gangi, held að þetta tengis minninu því það stendur "Memory could not be read".

Ef einhver getur hjálpað þá yrði það mjög vel þegið ;)

Sent: Mið 06. Apr 2005 13:52
af gnarr
athugaðu hvort það er alltaf sama talan sem að kemur upp. ef það er alltaf sama talan, þá er þetta corrupted fæll (og þú þarft að reinstalla eða setja nýjann fæl yfir). ef það er ekki sama talan, þá er líklegt að það sé minnið.

Sent: Mið 06. Apr 2005 13:56
af zedro
Þakkir gnarr, ég fer þá bara að spila og checkáessu ;)

Sent: Mið 06. Apr 2005 15:12
af Snorrmund
hmm.. þetta er að gerast fyrir MARGA.. og þetta var svona hjá mér.. reinstall virkaði því miður ekki :( og þetta var heldur ekki minnið..(alltaf sama talan..) ég setti winxp upp aftur og sleppti því að sestja inn sp2

Sent: Mið 06. Apr 2005 15:22
af ponzer
Gerist líka fyrir mig :(

Sent: Mið 06. Apr 2005 23:05
af zedro
Jæja ég er buinn að vera nauðga tölvunni í CS, NFSU2 og TheSims2 (kærustunni að þakka :roll: ) En hvað um það fyrir nokkrum mínútum lenti ég enn eina ferðina að fá þenna helv. error. Ég hók hinsvegar eftir því að það komu öðruvísi númer núna. Ég tók screener og ætlaði að spila smá CS en þá fór tölvan í hönk og gaf mér fínan bláan skjá og restart eftir það. Prufaði að keira windowsdiagnostictool'thingy og það kom með enga errora. Veit einhver hvað þetta er?

Sent: Mið 06. Apr 2005 23:16
af Snorrmund
keyrðu memtest86 eða álíka forrit.. Yaaagoohoogle IT!

Sent: Fim 07. Apr 2005 00:33
af zedro
Ætla að keyra memtest86 á morgunn.
En það er ein spurning, þetta getur ekki verið sjákortið er það nokkuð?
Á eftir að skjóta mig ef kortið er í hönki :shock:
Reyndar eitt sem ég tók eftir: ég hef geta spila í mestallann dag án
vandræða en það var ekki fyrren uppur kveldi að villurnar byrjuðu að koma.
Vesenvesenvesen :oops: Þakkir til þeirra sem nenna að svara :roll:

Sent: Fim 07. Apr 2005 08:54
af gnarr
keyptiru skjákortið að utan?

Sent: Fim 07. Apr 2005 10:06
af zedro
Neibb, kortið er keypt í Task.

Sent: Fim 07. Apr 2005 10:44
af gnarr
afhverju ætlaru þá að skjóta þig ef kortið er í hönki? skiptiru því ekki bara?

Sent: Fim 07. Apr 2005 10:59
af zedro
Æi ég segi svona, það væri bara minna mál ef þetta væri minnið.
Malið er að ég hef þurft að vinna mikið í tölvunni (ss. íhlutunum) tengjandi hitt og þetta (vegna þess að task gerði það ekki). Ég er bara hræddur um að þeir hjá task eiga eftir að segja að hún sé bara dottin úr ábyrgð.

Það er reyndar eitt. Þegar ég var að setja inn nyja viftur um daginn þá var ég það flottur að ég náði að trassa einu mólex tengi s.s. náði að rífa eitt af snúrunum úr pinnanum (ss. ekki pinnan úr hvíta mólex forminu) tok ekki eftir því og þegar ég bootaði upp heirðist hávært væl, slökkti einsog skot, fann vandamálið, tók tölvuna i task til að laga en nei þeir áttu ekki molex removal tool :P það sem er meira böggandi að þetta tengi er eitt að 2x stórum úr PSUinumm sérstaklega fyrir HD eða GPU, og það eru þéttar á tenginu (PSU = OCZ 420). Svo ég er hræddur um að það hafi verið eikkað sem ég gerði. Svo ég er að vonast eftir því að þetta sé ekki mér að kenna. :roll:

Sent: Fim 07. Apr 2005 21:23
af zedro
Jæja eftir þokkalegt kveld þá lenti ég í því að fá hin skemmtilega Blue Screen og á efti fylgdi náttúrulega reboot. En í þetta skipti kom um eikkað dæmi í sambandi við uGuru. kannast einhver við etta (sjá mynd).

Sent: Fim 07. Apr 2005 22:59
af gnarr
ég held að uGuru sé að setja "wtf?!?" :lol:

Sent: Fim 07. Apr 2005 23:01
af zedro
hmmm. ég fattaði það af sjálfdáðum. :oops:

En maðurinn sem ég er buinn að bíða eftir svari frá í allan dag (gnarr)
hvað fannst þér um fyrra postið mitt, sambandi við litla vandamálið mitt :shock:

Sent: Fim 07. Apr 2005 23:08
af gnarr
póstaðu screenshoti af speedfan. mér þykir frekar ólíklegt að eitthvað hafi skemmst þegar þú "shortaðir" psuinn, nema hugsnalega psuinn sjálfur. nema þá að opni molexinn hafi rekist í einhvern hlut á móðurborðinu, en ég hefði þá haldið að það hefði verið "instant fatality" ;)

Sent: Fim 07. Apr 2005 23:15
af Snorrmund
hjá frænda mínum rakst svona molex í kassann sjálfan.. og þetta var.. já... "instant fatality"

Sent: Fim 07. Apr 2005 23:49
af zedro
Eg vona að þú sert að biðja um mynd af þessu (sjá mynd) annar skipti ég hið snarasta. (er ekki allveg viss hvað þú meinar með speedfan)

Sent: Fös 08. Apr 2005 00:08
af gnarr
þetta var akkúrat það sem ég vildi. það er forrit sem að heitir speedfan sem að sýnir nákvæmlega sama ;)

annars er ég algjörlega hugmyndsnauður núna. ég ætla að sofa á þessu og athuga hvort mér dettur ekki eitthvað í hug. hefuru eitthvað googlað hvort það eru fleiri með þetta vandamál. skoðaðu líka abit forumið.

Sent: Sun 10. Apr 2005 16:54
af Sup3rfly
Ég er með alveg sama vandamál, gerist alltaf þegar ég spila hl2. Kemur líka alltaf sama talan.

Sent: Sun 10. Apr 2005 17:07
af Pandemic
Þetta með uguru og ??????? er alltaf að gerast hjá mér skiptir engu kemur bara ef tölvan slekkur á sér óeðlilega.

Sent: Sun 10. Apr 2005 18:55
af zedro
Pandemic skrifaði:Þetta með uguru og ??????? er alltaf að gerast hjá mér skiptir engu kemur bara ef tölvan slekkur á sér óeðlilega.


Nú flott er það, þakka svarið ;)

Sent: Sun 10. Apr 2005 20:06
af Snorrmund
Pandemic skrifaði:Þetta með uguru og ??????? er alltaf að gerast hjá mér skiptir engu kemur bara ef tölvan slekkur á sér óeðlilega.
sama hér.. þetta kemur alltaf hjá mér ef að rafmagnið fer af t.d. (er með abit ai7)

Sent: Lau 14. Maí 2005 12:17
af Gestir
u guru er móðurborðið er það ekki ........

ég sá þetta á móbóinu hjá Bigga félaga ....

Sent: Lau 14. Maí 2005 12:22
af Birkir
uguru er „fídus“ á sumum Abit móðurborðum.