Síða 1 af 1

eGPU fyrir Macbook

Sent: Fim 21. Feb 2019 22:43
af peer2peer
eGPU fyrir Macbook (via tb3), hefur einhver reynslu af því? Hvernig er þetta að koma út hjá ykkur og vitið þið til þess að það sé hægt að nálgast þannig box á Íslandi, hvort sem er með eða án GPU?

Re: eGPU fyrir Macbook

Sent: Fös 22. Feb 2019 15:20
af kjarnorkudori
Ég er að selja Gigabyte Aorous Gaming Box með 1080gtx korti. Veit ekki til þess að það sé verið að selja svona hér á landi. Ég flutti mitt inn.

Virkar mjög vel svo lengi sem þú sért með 4x pcie lanes.

Re: eGPU fyrir Macbook

Sent: Fös 22. Feb 2019 15:27
af Njall_L
Tölvutek hefur verið að selja Gigabyte Gaming Box með mismunandi kortum, sé að þeir bjóða upp á RX570 núna.
https://tolvutek.is/vara/gigabyte-rx-58 ... nderbolt-3

Ég er sjálfur að nota Gigabyte Gaming Box með GTX1070 ásamt Dell tölvu sem er með 4x PCI-E lanes fyrir Thunderbolt tengið. Það svínvirkar, er ekki að nota utanáliggjandi skjá heldur bara skjáinn í tölvunni.

Re: eGPU fyrir Macbook

Sent: Fös 22. Feb 2019 15:30
af olihar
kjarnorkudori skrifaði:Ég er að selja Gigabyte Aorous Gaming Box með 1080gtx korti. Veit ekki til þess að það sé verið að selja svona hér á landi. Ég flutti mitt inn.

Virkar mjög vel svo lengi sem þú sért með 4x pcie lanes.


Virkar Nvidia almennt á nýjasta MacOs?

Re: eGPU fyrir Macbook

Sent: Fös 22. Feb 2019 15:34
af wicket
Eldri Nvidia kort virka, ekki 10x0 og nýrri. Auðvelt að gúggla hvaða kort það eru.

Til að fá nýjasta og best verður maður að vera með AMD kort.

Re: eGPU fyrir Macbook

Sent: Fös 22. Feb 2019 16:17
af kjarnorkudori
Njall_L skrifaði:Tölvutek hefur verið að selja Gigabyte Gaming Box með mismunandi kortum, sé að þeir bjóða upp á RX570 núna.
https://tolvutek.is/vara/gigabyte-rx-58 ... nderbolt-3

Ég er sjálfur að nota Gigabyte Gaming Box með GTX1070 ásamt Dell tölvu sem er með 4x PCI-E lanes fyrir Thunderbolt tengið. Það svínvirkar, er ekki að nota utanáliggjandi skjá heldur bara skjáinn í tölvunni.



Er einmitt með nákvæmlega sama box nema 1080GTX kort í því. Virkar mjög vel og endurvakti gaming áhugann hjá mér.

Re: eGPU fyrir Macbook

Sent: Mán 25. Feb 2019 17:43
af hakon
peturthorra skrifaði:eGPU fyrir Macbook (via tb3), hefur einhver reynslu af því? Hvernig er þetta að koma út hjá ykkur og vitið þið til þess að það sé hægt að nálgast þannig box á Íslandi, hvort sem er með eða án GPU?


ég er í svipuðum pælingum. Ertu búinn að fá þér box eða búinn að mynda þér skoðun á góðu setup-i?

Re: eGPU fyrir Macbook

Sent: Þri 26. Feb 2019 13:05
af peer2peer
hakon skrifaði:
peturthorra skrifaði:eGPU fyrir Macbook (via tb3), hefur einhver reynslu af því? Hvernig er þetta að koma út hjá ykkur og vitið þið til þess að það sé hægt að nálgast þannig box á Íslandi, hvort sem er með eða án GPU?


ég er í svipuðum pælingum. Ertu búinn að fá þér box eða búinn að mynda þér skoðun á góðu setup-i?


Hafði hugsað mér að fá mér gigabyte RX 580 Gaming Box eða fá mér Sonnet box og setja í það RX580.