Síða 1 af 1
Vantar hjálp við að velja skjákort
Sent: Sun 03. Apr 2005 02:21
af gummzi
Ég vildi helst fá einhverja hjálp við að velja skjákort þar sem ég kann ekkert á þetta í dag. Það eina sem ég veit er að ég er með skjákort fast á móðurborðinu og að það er rauf þar sem venjulega skjákort eru sett í.
Raufin er rauð og lýtur svona út ---------:---- og á endanum er hak eins og er fyrir vinslu minni.
Ég er enginn rosalegur fan af miklum byssuleikjum eins og Doom en ég vildi samt geta keyrt leiki sem notast við Pixel shader 1.1 en eins og flestir vita þá er kortið mitt sem er Geforce 4 MX er algjört rusl.
Þannig að mig vantar kort sem er kostar helst undir 15000.
einnig vildi ég fá að vita í eitt skipti fyrir öll hver munurinn á AGP og PCI er
Sent: Sun 03. Apr 2005 10:40
af Daz
Á þínu verðbili er Geforce 6600GT AGP líklega LANG besti kosturinn, kostar eitthvað rétt rúmlega 15 þúsund hjá tölvuvirkni.
Hvort það gengur í þitt móðurborð veit ég ekki, ef þú gætir sagt okkur hvað það heitir myndi það örugglega hjálpa.
Sent: Sun 03. Apr 2005 12:17
af DoRi-
ef þú myndir taka mynd af móðurborðinu og pósta henni hingað væri fínt
Sent: Sun 03. Apr 2005 12:29
af gummzi
ég náði í kassann sem móðurborðið kom með og á honum stendur
Series 8Xtreme extreme the power of AGP 8X
en móðurborðið heitir að ég held nForce 2 chipset based K7N2G supports Dual Channel DDR memory interface
svo er einhver lítill miði á kassanum sem á stendur K7,nVIDIA IGP,MCP2,TV out cable D-Bracket2, I/O Shield
Sent: Sun 03. Apr 2005 15:36
af wICE_man
Þetta er AGP móðurborð svo það er 9600XT hjá hugveri ef þú villt algjörlega halda þig innan við 15.000 kallinn, annars er það 9800Pro eða 6600GT hjá Tölvuvirkni. Bæði kortin eru á rétt rúmlega 17.000Kr.
Sent: Sun 03. Apr 2005 15:53
af gummzi
Ég vildi bara þakka þér fyrir þetta inlegg þitt. það eina sem ég á eftir að gera núna er að meta hversu gott kort ég þarf.
Sent: Sun 03. Apr 2005 16:27
af Daz
Fyrst þú ert að velta fyrir þér Radeon 9800 pro og Geforce 6600GT þá er
þetta eitthvað sem þú ættir að skoða til að meta hvort kortið þú vilt frekar.
Sent: Mán 04. Apr 2005 11:30
af wICE_man
Þessi samanburður hjá toms er eitthvað dúbíus, ég fann þennan ýtarlega samanburð hjá
Xbitlabs sem mér sýnist nákvæmari og yfirgripsmeiri.
Það er mjög erfitt að gera upp á milli þessara korta, 6600GT er með nýrri tækni en 9800Pro er með 256-bita minnisbraut sem keyrir að vísu talsvert hægar en hefur bandbreidd upp á 10.8GB/s á móti 7.2GB/s hjá 6600GT (m.v. 450MHz mem clock), það er því oft að gera betur á hærri stillingum. Bæði kortin eru með góða yfirklukkunar möguleika og er algengt að sjá allt að 20% yfirklukk á báðum kortunum.
Þetta snýst því aðalega um hvaða leiki þú spilar og hvort þú viljir frekar ATi eða Nvidia.
Sent: Mán 04. Apr 2005 17:26
af galileo
á sjálfur 9800 pro frá Ati og mér líst mjög vel á það. Kortið kom mér mjög á óvart held það hafi kostað einhvað í kringum 15000 kallin.
Veit síðan ekkert hvernig 6600gt kortið er