Síða 1 af 1

Hvar kaupir maður tölvuskjái? Vantar ultrawide

Sent: Mið 02. Jan 2019 16:38
af jklol
Hvar er hægt að kaupa tölvuskjái á Íslandi í dag fyrir utan Elko og þær verslanir sem koma fyrir á Vaktinni?

Oft finnst manni eitthvað svo fátt um góða skjái þegar maður skoðar sig um. Er að reyna að finna góðan 34/35", 3440x1440, 100-144Hz, Freesync VA eða IPS skjá. Oft virðast skjáir líta vel út eins og ultrawideinn sem Elko er með á 20% afslætti núna, þangað til það er eitthvað eitt sem skemmir eins og hversu illa þeir virka í Freesync eða annað þess háttar.

Svo sem ekki margir sem koma til greina. Vitiði um einhverjar búðir eða hafiði jafnvel álit á því hvaða skjáir séu góðir í þessari stærð og panel?

Bestu þakkir.

Re: Hvar kaupir maður tölvuskjái? Vantar ultrawide

Sent: Mið 02. Jan 2019 18:48
af hagur
Það fást ultrawide skjáir frá Dell í vefverslun Advania.

34" og svo klikkaður 49" 5K skjár

Re: Hvar kaupir maður tölvuskjái? Vantar ultrawide

Sent: Fim 03. Jan 2019 21:13
af jklol
hagur skrifaði:Það fást ultrawide skjáir frá Dell í vefverslun Advania.

34" og svo klikkaður 49" 5K skjár


Ókei næs, gott að vita af því :) Takk.

Re: Hvar kaupir maður tölvuskjái? Vantar ultrawide

Sent: Fim 03. Jan 2019 22:01
af Maggikr72
Origo / netverslun.is

Re: Hvar kaupir maður tölvuskjái? Vantar ultrawide

Sent: Fös 04. Jan 2019 08:03
af Njall_L
Tölvutek hafa verið með fínt úrval af Ultrawide í gegnum tíðina
https://tolvutek.is/vorur/ultrawide

Sé ekki betur en að þessi hérna tikki í öll boxin hjá þér
https://tolvutek.is/vara/benq-ex3501r-3 ... ar-svartur

Re: Hvar kaupir maður tölvuskjái? Vantar ultrawide

Sent: Fös 04. Jan 2019 08:35
af g0tlife
Hvernig er að spila leiki í svona skjám.

Þá eins og Witcher eða Battlefield þar sem maður er alltaf að horfa í kringum sig. Betra eða verra ?