Síða 1 af 1

Vantar Nýtt Skjákort

Sent: Mið 30. Mar 2005 15:50
af Grenadilla
Þannig er mál með vexti að mig vantar nýtt skjákort og ætlaði ég að ráðleggjast við ykkur kæru vaktar menn um hvað væri best í þeim efnum.
Mig vantar sumsé kort sem kostar undir 15 þúsund krónum og er frá góðum framleiðanda.(ég vil frekar hægvirkt kort frá góðum framleiðanda en hraðvirkt frá einhverjum drasl framleiðanda)

Gaman væri að vita hvað ykkur dettur í hug í þessum efnum.

Sent: Mið 30. Mar 2005 16:43
af kristjanm
Fáðu þér 6600GT, það kostar aðeins meira en 15 þús en það er kortið sem þú færð mest fyrir peningana fyrir.

http://www.extremetech.com/article2/0,1 ... 533,00.asp

Það virðist ljóst að helst sé mælt með 6600 kortinu.

Sent: Fös 01. Apr 2005 18:55
af Suri
Hins vegar fyrir vél sem keyrir integrated intel kort. (dell vél) sem keyrir varla helstu leiki þá vantar að uppfæra í kort sem kostar < 10.000.

budgetið er hreinlega ekki meira.

Hvað er skásta kortið fyrir það. þe. keyrir allt skammlaust og þar á meðal helstu leiki.

Það var einhver sem laug því að mér að 9550 kortið væri það sem menn vildu nema hreinlega fara í 9800 eða 6600, x800 kortin sem kosta mun meira.

Sent: Fös 01. Apr 2005 19:30
af gnarr
sá sem laug því að þér var hreinlega ekki að ljúga neinu.

ég er með 9550se kort í shuttle vélinni minni. Abit kort. það heyrðist reyndar frekar mikið í viftunni á því, svo ég kipti henni bara úr sambandi, svo overclockaði ég kortið alveg helling(úr 250/200 í 445/245), langt uppí 9600xt hraða :) virkar fínt og heyrist ekki bofs í því.

Sent: Lau 02. Apr 2005 21:34
af wICE_man
Passaðu þig samt á því að fá þér ekki SE útgáfuna þar sem hún er með 64-bita minnisviðmóti en ekki 128 eins og venjulega týpan. Það hefur mjög skaðleg áhrif að minnka bandbreiddina um helming.

Það sagt þá er Radeon 9550 besta kortið undir 10.000 kallinum, engin spurning.

Sent: Mán 04. Apr 2005 09:01
af gnarr
úbs.. ég er víst með 9550.. ekki se.