Síða 1 af 1

Hvernig fartölbu á ég að fá mér

Sent: Fim 25. Okt 2018 22:24
af gudni88
Góðan Dag

Er að spá í að selja borðtölvuna og fá mér aðeins minna sett, er s.s að spá í að fá mér fartölvu. Mig vantar s.s fartölvu sem ég get spilað basic leiki t.d overwatch wow og allt það dæmi, enn ég er ekki viss hvaða merki ég ætti að horfa á predator lenova eða hvað, búinn að sjá þessar á 230 þús það er aðeins of mikið er að miða við svona max 180 k eru þið með eitthverja reynslur og tilögur hvað ég ætti að fá mér. Fyrirfram þakkir :)

Re: Hvernig fartölbu á ég að fá mér

Sent: Fim 25. Okt 2018 23:13
af jonsig
Fartöblu? Ertu að tala um galaxy tab eða ?

Re: Hvernig fartölbu á ég að fá mér

Sent: Fim 25. Okt 2018 23:35
af ZiRiuS
Mæli með að skoða www.laptop.is. Þar getur þú valið speccana og séð verð frá öllum helstu íslensku tölvuverslunum.

Annars mæli ég ekki með að skipta yfir í lappa ef þú ert að spila mikið af tölvuleikjum, allavega ekki ef þú ert vanur hinu.

Re: Hvernig fartölbu á ég að fá mér

Sent: Fim 25. Okt 2018 23:44
af HalistaX
jonsig skrifaði:Fartöblu? Ertu að tala um galaxy tab eða ?

Held að Galaxy Tab flokkist sem FartBölva....

....því hún skítur svo uppá bak á meðan þú bölvar yfir henni....

Re: Hvernig fartölbu á ég að fá mér

Sent: Fös 26. Okt 2018 01:38
af ChopTheDoggie
Fartölbu? Hmm.. Ég ætti að fá mér eina þannig :guy

Re: Hvernig fartölbu á ég að fá mér

Sent: Fös 26. Okt 2018 09:06
af Sultukrukka
Sá ágætlega spekkaða vél í Costco fyrir svona 3 dögum. Minnir að þetta hafi verið Asus ROG eða Acer Predator vél, 15-17 tommu með nýlegum I7 örgjörva, GTX 1060, 250 SSD og mögulega 1TB hdd á 180k. Myndi segja að það væri hörkuvel sloppið á þennan prís.


Edit:

https://www.costco.co.uk/Electronics-Se ... k/p/231073

Held að þetta hafi verið vélin