Síða 1 af 1

setja upp WIN á SATA

Sent: Þri 15. Mar 2005 17:23
af PO
Oki, í dag keipti ég mér SATA disk, svo ættlaði ég að splitta honum og setja svo windowsið upp þar sem ég hélt að þetta væri bara svona plug & play diskur. en þegar ég ættla að splitta honum og setja upp þá kemur bara að enginn diskur sé tengdur. Samt kemur hann upp ef ég fer í BIOSinn og vel röðina sem tölvar bootar. ég er búinn að reyna að skoða fyrri þræði en ég skil þetta ekki alveg. getur einhver hjálpað mér sem fyrst???

Sent: Þri 15. Mar 2005 17:44
af ParaNoiD
Þegar Win setup byrjar þá þarftu að ýta á F6 þegar boðið er uppá að setja inn SCSI disk controller eða eitthvað svolleis og setja driverinn inn með diskettu til að windowsið þekki diskinn.

Sent: Þri 15. Mar 2005 17:46
af gnarr
það fylgdi disklingur með móðurborðinu þín sem að heitir sata/raid controller. settu hann í og startaðu installinu. síðan ítiru á F6 meðan installið er að opnast og velur driverinn af disklingnum.

Sent: Þri 15. Mar 2005 17:50
af PO
ARG!!!!!!!!!!!!
þá er diskettan heima og ég mun ekki fara heim fyrr en um helgina :evil:
ekki á nokkur svona á Selfossi :?

Sent: Þri 15. Mar 2005 17:53
af gnarr
þú getur fundið þetta á heimasíðunni hja´framleiðandanum.
finndu út hvaða framleiðandi gerir borðið og hvað það heitir.

heimasíðan hjá fyrirtækinu er mjög líklega "www.nafniðáfyrirtækinu.com.tw"

ef þú ert í vandræðum að finna þetta, paste-aðu þá nafninu á borðinu hingað.

Sent: Mið 16. Mar 2005 10:32
af Daz
gnarr skrifaði:"www.nafniðáfyrirtækinu.com.tw"

Svo lengi sem móðurborðsframleiðandinn hefur höfuðstöðvar í Taívan.

Sent: Mið 16. Mar 2005 11:12
af gnarr
nei.

prófaðu

http://www.abit.com.tw
http://www.msi.com.tw
http://www.gigabyte.com.tw
http://www.dfi.com.tw
http://www.asus.com.tw
http://www.jetway.com.tw
http://www.via.com.tw
http://www.chaintech.com.tw

nvidia eiga líka http://www.nvidia.com.tw/, en eru ekki búnir að tengja það inná síðuna sína enþá

þótt com.tw sé fyrir taiwan, þá eru tölvufyrirtæki farin að nota það sem "COMercial.TechnologyWebsite"