Síða 1 af 1

Er gáfulegt að kaupa 5.1 hátalarakerfi frá Bandaríkjunum?

Sent: Sun 13. Mar 2005 20:17
af orgulas
Ég var bara að spá í þessu vegna þess að mig langar rosalega að kaupa Logitech® Z-5500 Digital hátalarakerfi, eins og task.is eru að selja, en þeir eru að selja þetta á allt of háu verði. Þess vegna var ég að pæla hvort það myndi ekki borga sig að panta þetta frá t.d. amazon.com eða eitthvað? Og er hægt að tengja svona græjur hérna sem maður kaupir frá USA? Þarf maður ekki spennubreyti eða eitthvað svoleiðis til að það sé hægt að stinga því í samband?

takk fyrir..

Sent: Sun 13. Mar 2005 20:30
af vldimir
Gætir þurft spennubreyti þar sem þeir nota 110v en við 220v minnir mig. Pabbi var að koma heim með prentara frá BNA og hann rústaði móðurborðinu í prentaranum útaf prentarinn var gerður fyrir 110v, þannig það er ekki bara nóg að fá sér millistykki sem breytir BNA klónni í okkar kló. Þarft líka að fá þér svona straumbreyti sem eru svoldil flykki, allavega þau sem ég hef séð.

Og það er jú ódýrara að panta þetta að utan og láta senda þetta, en þá þarftu jú að bíða eftir að fá þetta og það er hættan að varan skemmist á leiðinni, alltaf mikil áhætta sem fylgir því að panta að utan.

Sent: Sun 13. Mar 2005 22:20
af hahallur
Er gáfulegt að kaupa 5.1 hátalarakerfi frá Bandaríkjunum?


Það er gáfulegt að kaupa allt í Bandaríkjunum ef maður þarf ekki að borga neyn íslensk leiðinleg aukagjöld :twisted:

Ég geri það alltaf :)

Sent: Sun 13. Mar 2005 23:32
af vldimir
Þarf maður ekki alltaf að borga eitthver íslensk aukagjöld => VSK og allan þennan viðbjóð.

Sent: Mán 14. Mar 2005 09:12
af einarsig
vldimir skrifaði: Pabbi var að koma heim með prentara frá BNA og hann rústaði móðurborðinu í prentaranum útaf prentarinn var gerður fyrir 110v, þannig það er ekki bara nóg að fá sér millistykki sem breytir BNA klónni í okkar kló.



LoL! :D


ég get alveg ímyndað mér þetta atvik hehehehe :)

Sent: Mán 14. Mar 2005 11:38
af hahallur
vldimir skrifaði:Þarf maður ekki alltaf að borga eitthver íslensk aukagjöld => VSK og allan þennan viðbjóð.


Jú....en ekki ef maður fer sjálfur út, ég er svo heppinn að pabbi minn vinnur mjög mikið í USA og kaupir allt drasl þar.

Betra sammt að taka dót eins og kassa hérna.

Sent: Mán 14. Mar 2005 15:51
af vldimir
Mjög fínt að eiga pabba sem fer oft til BNA og láta hann kaupa geðveikar tölvuvörur fyrir mann :)

Sent: Mán 14. Mar 2005 16:20
af urban
vldimir skrifaði:Mjög fínt að eiga pabba sem fer oft til BNA og láta hann kaupa geðveikar tölvuvörur fyrir mann :)


ég vil nú helst að mínar tölvuvörur séu bara heilar á geði (ef þær hafa þá geð á annað borð)

:D

Sent: Þri 15. Mar 2005 12:10
af emmi
Þú þarft að borga tolla og vsk af þessu, ekki bara vsk eins og af tölvuvörum.

Sent: Þri 15. Mar 2005 13:42
af ParaNoiD
Hátalarasett eru líka fyrirferðamikil og sendingakostnaðurinn getur farið nokkuð hátt.

Sent: Sun 20. Mar 2005 17:51
af Gestir
5.1 kerfi

farðu á http://www.tolvuvirkni.is

Logitec x-530 mjöög vandað og gott sett á 9000 kall

gerir ekkert betri díl í BNA ( miðað við VSK og tolla )

ég var að panta drasl af ebay... það var pínulítið og var 0.4kg og ég greiddi 1750 kall í vsk og tolla

Sent: Lau 26. Mar 2005 17:31
af PO
Ef ykkur vantar spennubreyti mæli ég eindregið með þessum!!!
http://www.ecweb.is/spennubreytar/

Sent: Lau 26. Mar 2005 19:51
af Gestir
keypti mér X-530 í TV um daginn og MAAAN

This sh** Rocks ....

alveg fáránlega gott sound í þessu !!!

Sent: Lau 26. Mar 2005 21:13
af Mr.Jinx
Næs má ég koma i heimsókn :wink:

Sent: Mán 28. Mar 2005 12:00
af Daz
ÓmarSmith skrifaði:ég var að panta drasl af ebay... það var pínulítið og var 0.4kg og ég greiddi 1750 kall í vsk og tolla

Tollur og vsk kemur þyngd voða lítið við (nema þá að hærri sendingarkostnaður leiðir augljóslega af sér hærri toll og vsk af sendingarkostnaði).

Sent: Mán 28. Mar 2005 12:54
af Snorrmund
En hvernig er þetta með reiknivélina á shopusa.. er hún algjört rugl eða? systir mín var að kaupa eitthvað sem að stóð í reiknivélinni að mundu vera 7500kr síðan kemur þetta á pósthúsið í póstkröfu uppá 11þúsund.. og þetta voru tveir bolir úr einhverju tískufatamerki eða eitthvað.. þannig að þetta var ekki fyrirferðamikið né þungt.. ER alltaf bætt við svona miklu?[/list]

Sent: Mán 28. Mar 2005 13:38
af Daz
Snorrmund skrifaði:En hvernig er þetta með reiknivélina á shopusa.. er hún algjört rugl eða? systir mín var að kaupa eitthvað sem að stóð í reiknivélinni að mundu vera 7500kr síðan kemur þetta á pósthúsið í póstkröfu uppá 11þúsund.. og þetta voru tveir bolir úr einhverju tískufatamerki eða eitthvað.. þannig að þetta var ekki fyrirferðamikið né þungt.. ER alltaf bætt við svona miklu?[/list]

Var þetta sent til landsins með ShopUSA? Gæti hafa vantað inn í ykkar upplýsingar í reiknivélina hvað sendingarkostnaðurinn innan USA er? Síðan er náttúrulega einhvern kostnaður á bak við póstkröfuna sjálfa, 500 kr eða eitthvað í þeim dúr held ég.

Hvað kostaði varan upphaflega (frá seljanda) og hvað var sendingarkostnaður innan USA mikill?

Sent: Þri 29. Mar 2005 18:12
af Dust
Vá hvað ég efast um að það kosti 3000 kr. sendingarkostnaður innan bandaríkjana

Sent: Þri 29. Mar 2005 21:03
af Daz
Dust skrifaði:Vá hvað ég efast um að það kosti 3000 kr. sendingarkostnaður innan bandaríkjana

En ofan á þennan sendingarkostnað leggst 10% tollur (eða er hann hærri á fötum?), þóknun shopusa.is og 24,5% vsk. Ef Shopusa.is eru að taka 10% þóknun fyrir þá væri sendingarkostnaðurinn nær 2000 kr. En það er náttúrulega bara tala út í loftið, ekkert hægt að segja til um þetta dæmi fyrr en við höfum allar tölurnar. :)