Síða 1 af 2

Vantar álit á (ofur)tölvu

Sent: Sun 13. Mar 2005 19:18
af nomaad
Félagi minn bað mig um að kíkja á hvað væri hægt að fá fyrir 250.000 í dag. Ég setti upp þessa tölvu. Athugið að hann er ekki mikið að spila tölvuleiki, áherslan á þessari vél er vinnsluhraði og lítill hávaði.

Móðurborð: MSI K8N Neo4 Platinum 16.950 kr. Att.is
Örgjörvi: AMD Athlon 64 3500+ 29.950 kr. Start.is
Minni: 2*OCZ PC3200 512MB EL 21.980 kr. Start.is
Skjár: Dell Ultrasharp 2005FPW 89.900 kr. EJS
Skjákort: GIGABYTE 6600GT PCX128M 21.999 kr. BT
Harður diskur 1: 74GB Western Digital Raptor 19.900 kr. Task.is
Harður diskur 2: 200GB Seagate Barracuda 12.790 kr. Task.is
DVD skrifari: NEC ND-3500A 16x DL DVD±RW svartur 7.450 kr. Start.is
Kassi: Antec Sonata 15.964 kr. Boðeind
Vifta: SilenX 80mm 14dBA 1.500 kr. Start.is
Samtals: 238.383 kr.

Það sem ég er óákveðinn með er skjár, skjákort og kassi, allt hitt er nokkurn veginn ákveðið.

Skjár: Ég er semsagt að reyna að gera uppá milli Dell 2001FP og 2005FPW, hefur einhver reynslu af öðrum hvorum skjánum? Ég hef lesið gott og slæmt um báða.

Kassi: Ég var að leita að Antec Sonata, veit einhver hvort það sé hægt að fá þá hér? Svarað, takk Hilmar!

Skjákort: Jamm þetta er ekkert úberkort, en hann mun ekki mikið hanga í leikjum (kannski bara eitthvað sem ég bendi honum á). Endilega koma með tillögur að betri/ódýrari kortum.

Takk!

Sent: Sun 13. Mar 2005 19:30
af hahallur
Þetta lítur allveg fínnt út, frekar dýrt sammt finnst mér, reyndu að kaupa þetta í USA ef það er hægt.

Sent: Sun 13. Mar 2005 19:31
af nomaad
Ég hugsa að hann nenni ekki að standa í því, en ég ætla að reyna að koma því að hjá honum. Gæti sparað sér einhverja tíuþúsundkalla.

Sent: Sun 13. Mar 2005 19:33
af hahallur
Nei hann gæti allveg komið þessu fyrir neðan 120.000kr

Sent: Sun 13. Mar 2005 20:08
af nomaad
Ég efa stórlega að hann nenni að kaupa alla hlutina staka á eBay, þetta þyrfti þá að koma allt frá einum stað. Ef þú veist um einhverja góða búð sem tekur við íslenskum kreditkortum láttu mig þá endilega vita.

Sent: Sun 13. Mar 2005 20:24
af kristjanm
Ég myndi taka OCZ Powerstream frekar en SilenX aflgjafa.

Sent: Sun 13. Mar 2005 20:29
af nomaad
...

Gleymdi kannski að biðja fólk um að koma með rökstuðning fyrir máli sínu ;)

Af hverju OCZ framyfir SilenX kristjanm? Ég er að leita að eins hljóðlátu PSU og mögulegt er.

Sent: Sun 13. Mar 2005 20:39
af noizer
Jú það er hægt að fá Antec Sonata hér
http://www.bodeind.is/verslun/tolvukassar/pnr/125

Sent: Sun 13. Mar 2005 20:44
af nomaad
Töff, þakka þér. Uppfærði upprunalega póstinn.

Sent: Sun 13. Mar 2005 20:52
af vldimir
Raptor diskarnir eru ekkert voðalega hljóðlátir, en mjög hraðvirkir og í sambandi við viftustýringu þá veit ég ekki hvort hún sé þörf þegar þú ert með SilentX viftur. Myndi þá frekar spara mér þann pening og kaupa mér kæliplötu á skjákortið til að hafa tölvuna enn hljóðlátari.

Væri hugsanlegra skynsamlegra að taka 2x120GB Seagate eða eitthvað í þá áttina og raida þá saman, þá ertu kominn með mjög mikinn hraða og minni hávaða en raptorinn framleiðir.

Sent: Sun 13. Mar 2005 20:56
af nomaad
Ok, góðar pælingar. Ég fattaði einmitt eftirá að viftustýring væri óþarfi með þessar viftur :p

Ég hef ekki heyrt í Raptor en ég tékka á þessu. Ætti ekki að vera mikið mál að RAIDa saman diska á þessu borði.

Sent: Sun 13. Mar 2005 21:00
af DoRi-
ehh, newegg er með gott úrval á tölvuhlutum, veit samt ekki með þjónustu,, en þeir hafa allt :D

Sent: Sun 13. Mar 2005 21:01
af Ice master
hvað er svo spes við antec sonata kassan ,,?mér finnst hann bara ljótur

Sent: Sun 13. Mar 2005 21:06
af nomaad
Newegg taka ekki við íslenskum kreditkortum. Ég veit ekki hvort þeir taka við Paypal frá Íslandi, þarf að kynna mér það.

Antec Sonata er hljóðeinangraður + mér finnst hann töff.

Sent: Sun 13. Mar 2005 21:49
af kristjanm
nomaad skrifaði:...

Gleymdi kannski að biðja fólk um að koma með rökstuðning fyrir máli sínu ;)

Af hverju OCZ framyfir SilenX kristjanm? Ég er að leita að eins hljóðlátu PSU og mögulegt er.


OCZ Powerstream eru bestu aflgjafarnir og þeir eru líka hljóðlátir.

Sent: Sun 13. Mar 2005 21:53
af Ice master
Ég er Með Ocz 520 w Modstream og það heyrist varla neitt i hann. :8)

Sent: Sun 13. Mar 2005 22:14
af hahallur
vldimir skrifaði:Raptor diskarnir eru ekkert voðalega hljóðlátir, en mjög hraðvirkir og í sambandi við viftustýringu þá veit ég ekki hvort hún sé þörf þegar þú ert með SilentX viftur. Myndi þá frekar spara mér þann pening og kaupa mér kæliplötu á skjákortið til að hafa tölvuna enn hljóðlátari.

Væri hugsanlegra skynsamlegra að taka 2x120GB Seagate eða eitthvað í þá áttina og raida þá saman, þá ertu kominn með mjög mikinn hraða og minni hávaða en raptorinn framleiðir.


Ég er með tvo Seagate 200gb IDE X 2 @ Raid 0 og get ekki sagt að það sé að gera sig.

ÉG var að pannta raptor og ætla bara að nota hina tvö til geymslu

Sent: Sun 13. Mar 2005 23:12
af goldfinger
Er ekki Intel betri i vinnslu ? :)

Sent: Sun 13. Mar 2005 23:25
af Mencius
Pufff intel. en jæja já, vinur minn er með modstream OCZ og það er það sem heyrist læst í af öllum viftunum hjá honum. Diskarnir eru með lætinn reyndar (WD :?)

Sent: Sun 13. Mar 2005 23:28
af Pandemic
74Gb útgáfan á að vera töluvert hljóðlátari heldur en 36GB útgáfan af Raptor.
Annars myndi ég bara skelli honum í samloku ef hljóðið er vandamál.

Sent: Sun 13. Mar 2005 23:37
af vldimir
Jám, 74gb útgáfan er hljóðlátari, og hahallur, það er greinilega eitthvað mismunandi með þessa raiduðu diska, sumir eru að raida saman 2x80gb diska og er að fá frábæran hraða.

Og í sambandi við Antec Sonata kassan að finnast hann ljótur er rugl að mínu mati, stílhreinn og með hljóðlátustu kössum sem þú finnur.

Sent: Mán 14. Mar 2005 00:13
af Pandemic
Antec sonata er mjög flottur og stílhreinn og það er rosalega þæginlegt að vinna í honum. :megasmile

Sent: Mán 14. Mar 2005 00:19
af MuGGz
ég er með 2x80gb SATA diska á raid0, SICK vinnsla! :twisted:

Sent: Mán 14. Mar 2005 08:28
af gnarr
74GB raptorarnir eru hreinlega ekkert háværari en flestir diskar. allaveganna ekkert sem maður tekur eftir. hinsvegar voru gömlu 36GB mjög í háværari kanntinum.


goldfinger skrifaði:Er ekki Intel betri i vinnslu ? :)


Jú.. AMD er einmit bara gott idle.. :lol:

Sent: Mán 14. Mar 2005 08:35
af nomaad
Kúl, þá er ég nokkuð ákveðinn að þetta verði Raptor f. OS + Seagate f. geymslu.

En í sambandi við PSU, þá sýnist mér að 380W TruePower PSU'ið sem fylgir Sonata sé bara nokkuð gott og hljóðlátt. Óþarfi að henda pening í OCZ eða SilenX hugsa ég.

En hvernig er með skjá? Hefur enginn notað Dell skjáina? Getur einhver mælt með öðrum skjám (ekki minni en 19")?