chaplin skrifaði:
Pínu svekktur að það sé ekki Dolby Atmos í Beam, en til að segja þér satt að þá hugsa ég að ég endi samt með að kaupa Beam bara til að Sonos væði heimilið.
Þeir fara ekki að dæla Atmos í þetta strax, það þarf helling til. T.D. bera Optical tengin sem eru fyrir á Playbar og Playbase ekki það gagnamagn sem til þarf, HDMI-Arc gerir það.
Þar sem þetta snýst að miklu leiti um gagnamagn og á meðan Sonos er að nota 2.4GHz(voru lengi í 802.11b/g en bættu við n þegar SonosNet 2 varð til) tel ég það ólíklegt að SonosNet ráði bara við þetta. Spurning ef maður vírar alla hátalara þá sé þetta séns, en þá er auðvitað hluti af Sonos galdrinum farið.
Sonos hefur auðvitað voða lítið sagt um þetta og halda því fram að það sem þeir bjóða uppá sé alveg nóg fyrir flesta notendur, sem er í sjálfu sér alveg satt.
Ein afsökunin sem þeir voru með var að flestar streymis veitur voru ekki að senda frá sér efni einu sinni í DTS. Núna er aftur á móti kominn smá þrystngur frá Apple þar sem nýja software uppfærslan á ATV4K mun styðja Dolby Atmos og allt content í iTunes verður uppfært.
Þá er afturá móti komið smá dilema, Playbar og Playbase eru ekki með nógu öflugan CPU fyrir þetta, sem sést til dæmis á því það er engin Alexa á Playbase sem er bara örfáum mánuðum eldri en Sonos:One.
Tel það líklegt að ef þeir fara í Atmos(þó það væri bara að fara DTS) þá mun það ekki gerast fyrr en við uppfærða útgáfu á núverandi Playbar.
ps. Mest af þessu sem ég er að segja hér eru mínar kenningar um þetta vistkerfi og hefur í raun hvergi komið fram.
pss. Ef þið eruð með fleiri en Sonos hátalara getið þið farið inná
http://IPTalaHátalara:1400/support/review og skoðað hversu vel þeir tala saman o.sfrv. Það er líka gaman að skoða þetta þó þið eru bara með einn, sjáið t.d. styrk á WiFi ef hann er þannig tengdur.
Notaði þetta mikið til að fylgjast með tempature á einum hátalara hjá mér sem var útí glugga, svo til að sjá hvort að sólin væri að grilla hann, er reyndar ekki að sjá það option núna.