Síða 1 af 1

Pæling með Geforce Mx 440 Viftu

Sent: Fim 03. Mar 2005 21:57
af Takai
Er með Geforce MX 440 Skjákort og á því er original vifta sem að er að pirra mig með hávaða og ég er að pæla í að rífa viftuna bara af. En ef að ég geri það verður kortið þá ekki þyngra í vinnslu?
Meina þetta er nú ekkert tækni undur (allavega núorðið) og má nú varla missa neina vinnslu.

Sent: Fim 03. Mar 2005 22:49
af gnarr
það ætti að virka 100% án viftunar. leifðu bar heatsinkinu að vera.

Sent: Fim 03. Mar 2005 23:12
af Takai
Heatsink? ... er ekki viss um að það sé heatsink á þessu en ég á eftir að skoða það betur.

Allavega þá prófa ég þá fljótlega að rífa þetta of og fá kannski loksins smá ró og næði.

Sent: Fös 04. Mar 2005 07:52
af gnarr
Þú getur náttúrulega kippt viftunni bara úr sambandi. þá geturu plöggað henni aftur í samband ef það er eitthvað vesen.

Sent: Fös 04. Mar 2005 11:14
af biggi1
eða hækkað í heirnatólunum

Sent: Fös 04. Mar 2005 14:54
af Takai
amm reyndar ... ef að það er ekkert mál að unplugga þessu þá geri é gþað líklega bara til að byrja með ... en hækka í heyrnartólum ... þarf víst að byrja að nota ein fyrst til að það virki.

Sent: Mán 07. Mar 2005 00:56
af Takai
Aftengdi viftuna og allt gekk vel. Finn fyrir miklum sálarfrið :)

Þá er bara að skipta um örgjörva viftu og þá er nánast ekkert eftir til að heyra.

Sent: Mán 07. Mar 2005 11:26
af RadoN
hörðu diskarnir eru nú með oftast smá suð

Sent: Þri 08. Mar 2005 23:04
af DoRi-
er með fx5600, viftan fór í eitthvað rugl, ég reif hana bara af, og keyptimér iceberq4 pro

btw virkaði ágætlega án viftu