Gagna stjórnun fyrir lítið margmiðlunarfyrirtæki, raid0 og nas pælingar


Höfundur
biggi1
spjallið.is
Póstar: 440
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Reputation: 3
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Gagna stjórnun fyrir lítið margmiðlunarfyrirtæki, raid0 og nas pælingar

Pósturaf biggi1 » Mið 04. Apr 2018 14:09

Góðann dag.
Ég er tölvunördið í fjögurra manna myndbandsframleiðslufyrirtæki og hef alla tíð séð um þessi mál, en ég er ekki viss með nokkrar pælingar, svo ég hef ákveðið að leita til fagmannanna.

Eins og staðan er í dag eru 4 klipparar á 4 temmilega high speck tölvum að vinna verkefni. Stundum þurfa þeir að vinna saman, sama verkefnið og þess vegna ákváðum við að fá okkur Synology Nas.

Verkferillinn er semsagt, efnið fer inn á nas, backup tekið á flakkara eða diska í tölvu og svo er verkefnið unnið beint af nas-inum. Þegar verkefnið er klárað er það svo tekið, backað upp á tvo "cold storage" diska og settir upp í hillu..

Þetta er mjög þægilegt því að hver sem er getur opnað hvaða project sem er í hvaða tölvu sem er, og ekkert vesen,
en þetta er drullu hægt. 112MB sek er nóg fyrir flest verkefni sem nota low bitrate codec, en fyrir high bitrate er þetta ekki nóg. (sum codec lesast meira að segja ekki vel beint af disk í vélinni)

Hugmyndin mín til að laga þetta er að setja tvo 3TB 7200rpm diska í raid 0 í hverja vél og láta svo synology gæjuna taka backup af því á hverjum klukkutíma eða svo.

ástæðan fyrir 3tb er að við eigum þá til og að raida þá til að fá hraða aukningu og meira svigrúm fyrir stærri verkefni. 3tb er stundum ekki nóg

Ég hef gúgglað mig til um þetta og finn lítið af upplýsinum um hversu mikla hraða aukningu ég fæ með raid 0 í klippi og myndvinnslu.

Auðvitað væri best að splæsa bara í ssd fyrir vinnsludiska en það er of dýrt.

Hvað finnst ykkur?



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Gagna stjórnun fyrir lítið margmiðlunarfyrirtæki, raid0 og nas pælingar

Pósturaf mind » Mið 04. Apr 2018 14:39

2x 3TB 7200sn í RAID0 er tæplega fara gefa einhvern raunverulegan hraðamun, þeir ná ekki einusinni hraðanum á almennum SSD síðustu 2 ára. Væri að giska á 170-500Mb eftir því hvort er sequential eða ekki.

Í mínum huga er þessi lausn of lítið skref áfram til að borga sig í framkvæmd. SSD diskar eru ekki það dýrir.
Og ef koma stór verkefni þá ættu að koma peningar með því sem réttlætir auðveldlega uppfærsluna.



Skjámynd

Blues-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 396
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Reputation: 18
Staðsetning: /usr/local
Staða: Ótengdur

Re: Gagna stjórnun fyrir lítið margmiðlunarfyrirtæki, raid0 og nas pælingar

Pósturaf Blues- » Mið 04. Apr 2018 14:58

Er ekki málið að uppfæra í 10GB NAS og 10GB netkort á vinnustöðvunum.

Sá þetta video um daginn sem lýsir þannig upgrade á næstum eins vinnustað og þú ert að lýsa: https://www.youtube.com/watch?v=RGVPeB98zWI&t




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Gagna stjórnun fyrir lítið margmiðlunarfyrirtæki, raid0 og nas pælingar

Pósturaf arons4 » Mið 04. Apr 2018 21:35

Miðlægur server að runna 10gbit eða link agg og ZFS software raid. Þarft ECC minni og beint aðgengi að diskunum(ss HBA kort, ekki raidkort).
Með 12 diskum gæti það litið svona út:

eitt vpool með 3 vdevs
raidz1 4 diskar
raidz1 4 diskar
raidz1 4 diskar

ZFS stripear svo öll vdev'in

Getur tapað allt að 3 diskum úr stæðunni án gagnataps en þó aldrei meira en einum úr hverju vdev. Með nógu öflugan örgjörva þá ættiru að ná talsverðum skrifhraða án þess að sætta þig við raid0, færð geymsluplássið úr 9 diskum.




slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Gagna stjórnun fyrir lítið margmiðlunarfyrirtæki, raid0 og nas pælingar

Pósturaf slapi » Fim 05. Apr 2018 21:08

Hvernig Synology eruði með?
Eins og hefur komið fram þurfiði að fara í einhverjar töluverðar fjárfestingar til að fá flott vinnslu flæði á þetta.
Þá er spurning hvort það sé ekki best fyrir ykkur að fjárfesta í SSD RAID á hverri vél sem væri nægjanlega stórt fyrir verkefnin ykkar sem yrði bakkað upp nightly á NAS-inn? Síðan upgrade-a í 10Gbit net á milli ykkar sem þið gætuð share-að með hver öðrum.
Svona server setup þarf að fara á nokkuð stóran skala til að ráða við 4x 4K videó edit á sama tíma en það væri frábær framtíðarlausn fyrir ykkur.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Gagna stjórnun fyrir lítið margmiðlunarfyrirtæki, raid0 og nas pælingar

Pósturaf JReykdal » Mið 24. Okt 2018 13:19

Farið frekar að vinna á proxy fælum í stað þess að eltast við þessi bitrate.

Sérstaklega ef þið eruð að gera eitthvað multicam efni, þá eruð þið bara steindauð.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.