Vandræði með nýlegan SSD (Samsung 850 EVO 500gb)


Höfundur
Mondieu
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mán 24. Apr 2017 00:19
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Vandræði með nýlegan SSD (Samsung 850 EVO 500gb)

Pósturaf Mondieu » Mið 28. Mar 2018 16:45

Sæl(ir).

Ég er að lenda í furðulegu veseni með nýlegan SSD.
Af og til, nokkrum sinnum í viku, á tölvan það til að hætta að finna diskinn.
Það virðist ekki vera nein sérstök regla á þessu en mér sýnist þetta gerast þegar tölvan sleepar sig
eða þegar búið er að vera kveikt á henni lengi. Ég er ekki alveg viss hvað veldur. Mögulega byrjaði þetta þegar ég installaði Samsung Magician.

Ég get lagað þetta í hvert einasta skipti með því að slökkva á tölvunni, slökkva á aflgjafanum og kveikja aftur á henni.
Þá poppar diskurinn aftur inn. Ég hef ekki verið í neinu veseni með þennan disk að öðru leyti en þetta er frekar hvimleitt þó
ég reddi þessu nokkuð auðveldlega í hvert skipti.

Ég er ekki búinn að formatta diskinn því ég er með fleiri gb af fjölskyldumyndum sem ég hef ekki nennt að færa á milli diska (það er lítið pláss á hinum) en ég sé alveg fyrir mér að ég geri það ef þetta heldur áfram.

Kannast einhver við þetta vandamál eða veit hvað það er sem veldur? Ég er búinn að prófa að googla nokkrum sinnum og leita að lausn en ég fann ekkert.




Runar
Ofur-Nörd
Póstar: 298
Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með nýlegan SSD (Samsung 850 EVO 500gb)

Pósturaf Runar » Mið 28. Mar 2018 16:59

Myndi tjékka á kaplinum frá aflgjafanum yfir í diskinn, hljómar eins og þetta gæti verið rafmagns vandamál. Hvort það sé kapallinn sjálfur eða aflgjafinn er erfitt að segja, prófaðu að tengja annan kapal í hann frá aflgjafanum, oftast 2-3 kaplar með 2-3 SATA rafmagnstengjum á hverjum kapli. Ef það breytir engu, þá myndi ég mæla með að prófa annan aflgjafa, ef þú kemst í auka það er.




Höfundur
Mondieu
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mán 24. Apr 2017 00:19
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með nýlegan SSD (Samsung 850 EVO 500gb)

Pósturaf Mondieu » Mið 28. Mar 2018 17:23

Mér finnst eins og ég hafi verið búinn að tékka á því en ég skoða það aftur. Takk.




Runar
Ofur-Nörd
Póstar: 298
Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með nýlegan SSD (Samsung 850 EVO 500gb)

Pósturaf Runar » Mið 28. Mar 2018 18:32

Prófaðu til öryggis að tengja annan SATA kapal líka við hann og setja í annað tengi á móðurborðinu, alltaf best að fara útilokunar leiðina með svona hluti ef það er ekki 100% hvað er að.



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með nýlegan SSD (Samsung 850 EVO 500gb)

Pósturaf BjarniTS » Mið 28. Mar 2018 22:30

Ég myndi byrja á að taka öryggisafrit af fjölskyldumyndum og fara svo og athuga með fw uppfærslu fyrir diskinn og svo bios uppfærslu fyrir tölvuna.


Nörd