Var að henda inn nýjast myndbandinu sem er búið að taka allt of langan tíma að setja saman!
Þau eru hluti af seríunni þar sem ég tek fyrir bestu kaupin mín árið 2017 (raftækjum). Í fyrsta myndbandinu tók ég fyrir Anne Pro lyklaborðið, núna voru það Apple AirPods. Ég veit ekki alveg hvað ég tek fyrir næst en það verður bara að koma í ljós. (hint)
Allavega, hérna er myndbandið.
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Þri 13. Mar 2018 14:04
af Tonikallinn
Verð að segja að þetta er helvíti flott myndband . Subbaði, hlakka til næsta myndbands
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Þri 13. Mar 2018 17:22
af chaplin
Tonikallinn skrifaði:Verð að segja að þetta er helvíti flott myndband . Subbaði, hlakka til næsta myndbands
Takk fyrir það, hugsa að næsta myndband verði aðeins skipulagðari enda af 90 mín upptöku af AirPods að þá rétt náði ég að setja saman 5 mínútu myndband, mikið af skrítnum "klippum" og málfari.
En, ég lærði rosalega mikið á þessu, það eru amk. 2 hlutir sem ég get ekki beðið eftir að tala um og núna er bara spurning hversu mikinn tíma ég hef en ég ætla að reyna að koma því út fyrir lok mars.
(Einnig í næstu 2 myndböndum verður lítið giveaway.)
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Þri 13. Mar 2018 17:31
af ColdIce
Virkilega vel gert og eiginlega seldir mér þetta haha. Endilega haltu áfram!
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Þri 13. Mar 2018 18:02
af chaplin
ColdIce skrifaði:Virkilega vel gert og eiginlega seldir mér þetta haha. Endilega haltu áfram!
Fyndið, ég hafði 0 áhuga á þeim þegar ég keypti þau, en ég átti "aur" hjá Aur (Síminn) og fékk þau á 15.000 kr. Ég hafði það lítinn áhuga á þeim að ég opnaði þau ekki fyrr en viku eftir að ég fékk þau. Í dag er ég á þeirri skoðun að þetta sé besta vara sem Apple hefur gefið síðan þeir gáfu út iPhone-inn.
Bara sá fídus að þau stöðvi spilun þegar ég tek þau úr eyrunum og byrja aftur þegar ég set þau í eyrun er algjör bylting, og í skólanum þar sem maður er stanslaust að taka af sér heyrnatólin er þetta orðinn fídus sem ég gæti ekki verið án. Það að rafhlaðan dugar léttilega út vikuna og að þau eru svona rosalega lítil og meðferðanleg skemmir ekki fyrir.
Nova eru reglulega með þau á afslætti svo ef þú ert virkilega að pæla í þeim þá myndi ég fylgjast með Nova, keypti 2 stykki í desember á 30% afslætti.
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Þri 13. Mar 2018 18:26
af jojoharalds
Vel gert !! um að gera halda áfram með þetta ert á réttri leið!!
SUBBED!
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Þri 13. Mar 2018 19:20
af ColdIce
chaplin skrifaði:
ColdIce skrifaði:Virkilega vel gert og eiginlega seldir mér þetta haha. Endilega haltu áfram!
Fyndið, ég hafði 0 áhuga á þeim þegar ég keypti þau, en ég átti "aur" hjá Aur (Síminn) og fékk þau á 15.000 kr. Ég hafði það lítinn áhuga á þeim að ég opnaði þau ekki fyrr en viku eftir að ég fékk þau. Í dag er ég á þeirri skoðun að þetta sé besta vara sem Apple hefur gefið síðan þeir gáfu út iPhone-inn.
Bara sá fídus að þau stöðvi spilun þegar ég tek þau úr eyrunum og byrja aftur þegar ég set þau í eyrun er algjör bylting, og í skólanum þar sem maður er stanslaust að taka af sér heyrnatólin er þetta orðinn fídus sem ég gæti ekki verið án. Það að rafhlaðan dugar léttilega út vikuna og að þau eru svona rosalega lítil og meðferðanleg skemmir ekki fyrir.
Nova eru reglulega með þau á afslætti svo ef þú ert virkilega að pæla í þeim þá myndi ég fylgjast með Nova, keypti 2 stykki í desember á 30% afslætti.
Hef oooooft verið við það að kaupa þau en á erfitt með að réttlæta verðið :p held áfram að safna á GOMobile!
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Þri 13. Mar 2018 20:44
af Klemmi
Glæsilegt hjá þér Danni
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Þri 13. Mar 2018 23:32
af peturthorra
Flott review, skemmtilegt að horfa og vel gert hjá þér
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Mið 14. Mar 2018 08:41
af Notndi ekki til
Well produced and high quality review. Keep it up.
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Mið 14. Mar 2018 09:54
af chaplin
jojoharalds skrifaði:Vel gert !! um að gera halda áfram með þetta ert á réttri leið!!
SUBBED!
Takk fyrir!
ColdIce skrifaði:Hef oooooft verið við það að kaupa þau en á erfitt með að réttlæta verðið :p held áfram að safna á GOMobile!
Klemmi skrifaði:Glæsilegt hjá þér Danni
Takk hjartað mitt. <3
peturthorra skrifaði:Flott review, skemmtilegt að horfa og vel gert hjá þér
Takk takk. Er ennþá að læra og að finna "nitch"-ið mitt en gaman að heyra að þetta sé að koma ágætlega út.
manne skrifaði:Well produced and high quality review. Keep it up.
Thank you.
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Fim 15. Mar 2018 09:01
af Halli25
Gott youtube myndaband er ekkert alltaf hálftíma+ langt... finnst 5-10 mínútna vera alveg nóg. Btw. flott hjá þér. Fengir örugglega miklu meira áhorf ef þú myndir hafa þetta á ensku ef þú ert að spá í að fá eitthvað fyrir þau
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Fim 15. Mar 2018 11:21
af chaplin
Halli25 skrifaði:Gott youtube myndaband er ekkert alltaf hálftíma+ langt... finnst 5-10 mínútna vera alveg nóg. Btw. flott hjá þér. Fengir örugglega miklu meira áhorf ef þú myndir hafa þetta á ensku ef þú ert að spá í að fá eitthvað fyrir þau
Ég er sammála því og vill halda þeim undir 7-8 mínútum.
En varðandi það að gera þau á ensku, það væri miklu léttara og miklu meira um áhorf, það kemur kannski eftir nokkur myndbönd þegar ég hef náð tökum á tólunum sem ég er að nota.
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Fim 15. Mar 2018 16:46
af vesley
Geggjað! Lést loksins verða af því! Ég segi áfram með enskuna og koma þessu vel af stað
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Fim 15. Mar 2018 18:06
af chaplin
vesley skrifaði:Geggjað! Lést loksins verða af því! Ég segi áfram með enskuna og koma þessu vel af stað
Takk vinur! Þetta hefur tekið ótrúlega mikinn tíma og búið að vera miklu erfiðara en ég gerði ráð fyrir. Fyrstu tökur hófust í nóvember, tók rúmlega 2 mánuði að klára fyrsta myndbandið, og annað eins fyrir það seinna (AirPods). Hugsa þó að ég geti gert þokkalega myndbönd núna á innan við viku ef ég fæ smá tíma fyrir sjálfan mig.
Ég ætla að halda aðeins áfram með íslenskuna, en mun klárlega skoða það nánar að færa mig svo yfir í enskuna.
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Fim 15. Mar 2018 20:18
af sigxx
Flott video, og er svo fullkomlega sammála þér, get ekki verið án Airpod-anna minna, Ekki besta sound í headphone-um sem ég hef átt, en ef ég myndi týna þeim. Myndi ég labba beint niður í Macland og kaupa mér ný. Þetta eru án efa bestu overall headphone sem ég hef átt og ég hef átt þau mörg
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Fim 15. Mar 2018 21:32
af chaplin
sigxx skrifaði:Flott video, og er svo fullkomlega sammála þér, get ekki verið án Airpod-anna minna, Ekki besta sound í headphone-um sem ég hef átt, en ef ég myndi týna þeim. Myndi ég labba beint niður í Macland og kaupa mér ný. Þetta eru án efa bestu overall headphone sem ég hef átt og ég hef átt þau mörg
Nákvæmlega! Hljóðið er fínt, þau sitja vel í eyrunum, rafhlaðan dugar vel út vikuna, en þægindin, að þau sé pínulítil, engin snúra og auto play/pause er eitthvað ég gæti ekki verið án í dag. Verður gaman að sjá hvort næstu PixelBuds verði 100% þráðlaus því það er fátt sem toppar Google Assistant.
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Fös 16. Mar 2018 20:08
af Viktor
Flott myndband að vanda. Plís ekki hafa tónlistina svona miklu hærri en röddina þína
En varðandi QC35 þá slekkur(pásar) miðjutakkinn það sem þú ert að spila, hefurðu ekki notað það?
Re: [YouTube / Review] Apple AirPods
Sent: Fös 16. Mar 2018 21:31
af chaplin
Sallarólegur skrifaði:Flott myndband að vanda. Plís ekki hafa tónlistina svona miklu hærri en röddina þína
En varðandi QC35 þá slekkur(pásar) miðjutakkinn það sem þú ert að spila, hefurðu ekki notað það?
mynd
Þakka kærlega fyrir feedback-ið! Hljóð hefur verið algjör hausverkur, ég á Zoom H5 sem ég nota ekki, því ég kann ekki að taka upp hljóð, og get ekki notað hann af sömu ástæðu.
En, Bose QC35 týndust líklegast um mánuði eftir að ég fékk AirPods, þannig ég get ekki prufað þennan fídus og vissi ekki af honum, en ef miðjutakkinn pause-ar allt, að þá breytir það miklu! Þetta er fídus sem er núna fyrir mér 100% must-have.