Daginn.
Koma að tölvunni í gær í gangi, en þá náði ég ekki sambandi við skjáinn.
Gat heldur ekki haldi power takkanum niðri til að slökkva. Þ.a. ég tók rafmagnið úr sambandi.
Gat síðan ekki kveikt aftur.
Þegar ég reyndi að kveikja í þriðja sinn þá sló út rafmagninu í stofunni.
Veit einhver hvað ég get gert? Hvert er best að fara með tölvuna í viðgerð?
Takk
Tölva fer ekki í gang
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 300
- Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
- Reputation: 20
- Staða: Tengdur
Re: Tölva fer ekki í gang
Hljómar eins og spennugjafinn í fljótu.. auðvelt að athuga ef þú átt auka spennugjafa..
Re: Tölva fer ekki í gang
Eins og rúnar sagði þá hljómar þetta eins og spennugjafinn en það þarf ekki að þýða að það sé eitthvað að spennugjafanum ef greinin fer út í húsinu, það gæti bara verið léleg grein eða mikið álag á henni. Myndi mæla með því að prufa að skipta um BIOS ef tölvan þín er með tvo BIOS'a eða endursetja CMOS með því að taka allt rafmagn frá móðurborðinu í svona 5 - 15 min, ef ekkert af því virkar þá prufa að skipta um spennugjafa.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölva fer ekki í gang
Þetta er spennugjafinn hjá þér. Það hefur farið þéttir í honum þannig að þú þarft að kaupa þér nýjan spennugjafa og vona að gamli spennugjafinn hafi ekki skemmt móðurborðið hjá þér. Það gerist í einstaka tilfellum ef þeir eyðileggjast á slæman máta.
-
- Vaktari
- Póstar: 2409
- Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
- Reputation: 156
- Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
- Staða: Ótengdur
Re: Tölva fer ekki í gang
Myndi giska á aflgjafann, Kaupir bara notaðan á vaktinni og prufar
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |