Síða 1 af 1

[YouTube / Review] Anne Pro, þráðlaust, mekanískt, RGB lyklaborð

Sent: Mið 24. Jan 2018 01:06
af chaplin
Ég nenni ekki lengur að skrifa um tækin sem ég er að kaupa og ákvað því að gera frekar myndband til að fjalla um lyklaborð sem ég gjörsamlega dýrka.

Þetta er búið að taka nokkra mánuði þar sem ég ætlaði að gera þetta svo rosalega vel, í gær gerði ég mér þó grein fyrir því að ef ég myndi ekki bara henda þessu sem komið er inn, að þá væri ég aldrei að fara gera það.

Vonandi hefur einhver gaman af þessu. :happy



Ég er síðan að vinna í því að gera næsta myndband þannig allar ábendingar um hvað mætti gera betur eru vel þegnar. :)

Re: [YT] Anne Pro, þráðlaust, mekanískt, RGB lyklaborð

Sent: Mið 24. Jan 2018 01:19
af Squinchy
Vel gert! Ég er til í meira svona

Re: [YT] Anne Pro, þráðlaust, mekanískt, RGB lyklaborð

Sent: Mið 24. Jan 2018 01:28
af Nitruz
Þetta er mjög flott, er að feela þetta :)

Re: [YT] Anne Pro, þráðlaust, mekanískt, RGB lyklaborð

Sent: Mið 24. Jan 2018 01:29
af rickyhien
:( en þú lítur alls ekki eins og Chaplin #disappointed

Re: [YT] Anne Pro, þráðlaust, mekanískt, RGB lyklaborð

Sent: Mið 24. Jan 2018 07:02
af Zpand3x
+1 sub og like :D

Re: [YT] Anne Pro, þráðlaust, mekanískt, RGB lyklaborð

Sent: Mið 24. Jan 2018 10:30
af KristinnK
Holy production value Batman!

En af hverju gerir þú þetta á íslensku en ekki ensku? Mér finnst það auðvitað alltaf gott þegar íslensk tunga er í hávegum höfð, en myndir þú ekki ná til miklu stærri markhóps með því að gera þetta á ensku?

Re: [YT] Anne Pro, þráðlaust, mekanískt, RGB lyklaborð

Sent: Mið 24. Jan 2018 12:39
af chaplin
rickyhien skrifaði::( en þú lítur alls ekki eins og Chaplin #disappointed


Ég prufaði það útlit um daginn og leit eins og blonde Hitler.

KristinnK skrifaði:Holy production value Batman!

En af hverju gerir þú þetta á íslensku en ekki ensku? Mér finnst það auðvitað alltaf gott þegar íslensk tunga er í hávegum höfð, en myndir þú ekki ná til miklu stærri markhóps með því að gera þetta á ensku?


Ég ekkert að leitast eftir 1M subscribers, þetta er miklu meira bara áhugamál, en ég er samt alveg 50/50 á því hvort þau verði á ensku eða íslensku.

Íslensk tækni nýyrði eru oft alveg fráleidd og enskan hjá mér er eiginlega sterkari en íslenskan. En þetta kemur allt í ljós, vonandi næg ég að henda inn næsta myndbandi um helgina, reyna að hafa það mest 3-4 mínútur, minna af effectum og tala meira um efnið. :happy

Re: [YT] Anne Pro, þráðlaust, mekanískt, RGB lyklaborð

Sent: Mið 24. Jan 2018 12:41
af ZiRiuS
Er vara frá Banggood virkilega the shit? Bilar þetta ekki eftir 2 mánuði?

Re: [YT] Anne Pro, þráðlaust, mekanískt, RGB lyklaborð

Sent: Mið 24. Jan 2018 13:55
af chaplin
ZiRiuS skrifaði:Er vara frá Banggood virkilega the shit? Bilar þetta ekki eftir 2 mánuði?


Ég sá þau fyrst á /r/MechanicalKeyboards/ og voru menn að tala um hversu frábær þau væru fyrir penginn. Mig vantaði einmitt mekanískt lyklaborð sem væri þráðlaust svo ég sló til þrátt fyrir efasemdir. Búin að nota bæði lyklaborðin mín frekar grimmt í rúmlega hálft ár, virka ennþá fullkomlega og ég er alsæll. :happy

Það sem ég hefði átti að fara betur í myndbandinu:

1. Gateron switch-arnir sem er kíversk eftirlíking af Cherry MX eru oft taldir vera betri en Cherry.

2. Ég veit ekki hvort þetta var næginlega skýrt hjá mér varðandi takkana, en double injected þýðir að bókstaflega að það séu 2 layer-ar af plastinu. Bæði verður baklýsingin miklu flottari og betri ending á tökkunum.

Mynd

3. Það að það fylgir með bluetooth dongle sem kostar oftast 2.-3.000 kr, Micro USB og Key puller er veisla.

Mynd

4. Bæði lyklaborðin mín komu á innan við 2 vikum (results may vary).

5. Til að skipta um rafhlöðuna að þá þarf að rífa takkana úr borðinu og losa 4 skrúfur. Tekur líklegast um 10-15 mínútur og rafhlaða sem heldur tvöfalt meiri hleðslu kostar $10 á Ebay.

Re: [YT] Anne Pro, þráðlaust, mekanískt, RGB lyklaborð

Sent: Mið 24. Jan 2018 17:16
af ZiRiuS
Hvernig keyptir þú þessa auka takka og eitthvað? Sé bara switch og color sem þú getur valið (hvaða switch er hvað?)

Fylgir USB snúran líka semsagt? Þetta batterý sem þú talaðir um í myndbandinu er original batterýið en ekki þetta ebay batterý? Þegar lyklaborðið fer á standby slökknar þá ekki á öllu? Ljósunum og því líka? Drainar það miklu á standby?

Hvað færðu út úr þessum affiliate link?

Þakka góð svör :)

Re: [YT] Anne Pro, þráðlaust, mekanískt, RGB lyklaborð

Sent: Mið 24. Jan 2018 17:25
af EbbiTheGamer
Meira svona! Sub og like frá mér :D

Re: [YT] Anne Pro, þráðlaust, mekanískt, RGB lyklaborð

Sent: Mið 24. Jan 2018 19:02
af Viktor
Shi hvað þetta regnbogalyklaborð er svalt...

flott myndband!

Re: [YT] Anne Pro, þráðlaust, mekanískt, RGB lyklaborð

Sent: Mið 24. Jan 2018 19:42
af chaplin
ZiRiuS skrifaði:Hvernig keyptir þú þessa auka takka og eitthvað? Sé bara switch og color sem þú getur valið (hvaða switch er hvað?)


Ah! Ég sé að þetta er búið að breytast!

Svart: Þegar ég pantaði þetta keypti ég ANSI 87 + Set 1. En þetta lyklaborð er 61 ANSI lyklaborð þannig það ætti að vera í lagi að panta ANSI 61, +4 ISO keys ef þú vilt 4 auka ómerkta takka.

Hvítt: Valmöguleikinn (af þeim 3 sem eru í boði), sá lengst til hægri er ANSI 61, aftur á móti að þá skiptir ekki máli hvað þú velur, færð fleiri takka sem gæti verið fínt ef þú skiptir um lyklaborð sem er ekki 60%. :)

ZiRiuS skrifaði:Fylgir USB snúran líka semsagt? Þetta batterý sem þú talaðir um í myndbandinu er original batterýið en ekki þetta ebay batterý? Þegar lyklaborðið fer á standby slökknar þá ekki á öllu? Ljósunum og því líka? Drainar það miklu á standby?


- Það fylgir USB snúra, minnir að hún sé um 1.5m og hún er flöt.

- Ég er með stock rafhlöðuna, hugsa að ég kaupi rafhlöðu á Ebay til að bera saman við stock rafhlöðuna.

- Þegar lyklaborðið fer á standby að þá slökknar á ljósunum, og drainar nánast ekki neitt þar sem það er í raun slökkt á lyklaborðinu. :)

ZiRiuS skrifaði:Hvað færðu út úr þessum affiliate link?


Ehm, 0 kr eins og er. En þegar (og ef) ég fæ úr affiliate linkum að þá ætlaði ég bara að nota þann pening til að kaupa meira dót af Ali/Bang/etc. til að review-a, þannig kaup í gegnum affiliated = fleiri myndbönd. :happy

ZiRiuS skrifaði:Þakka góð svör :)


Minnsta málið, bara gaman að sjá að það er áhuga fyrir þess. :)