Ég þarf að henda í uppfærslu fyrir pabba gamla. Hann er í dag með i3 vél sem er sirka frá 2011.
Er að spá í að nýta kassa, aflgjafa og skjá áfram. Vélin þarf bara að höndla tölvupóst og windows mjög vel. Annað er hún ekki notuð í.
Áhugasamir mega endilega aðstoða mig í að púsla saman hugmyndum. Budget er c.a 90-110k, en auðvitað alltaf skemmtilegt að komast upp með sem mest fyrir minnst
En langar helst ekki að versla lykil sér á ebay. Og redda svo stýrikerfinu sér á disk eða usb. Svo ef einhver á handa mér Win 10 Home, helst bara á USB væri ég til í að kaupa það.
Re: Uppfærsla Basic Vél
Sent: Fim 18. Jan 2018 18:54
af Klemmi
ÓmarSmith skrifaði:;)
snillingur Klemmi
En langar helst ekki að versla lykil sér á ebay. Og redda svo stýrikerfinu sér á disk eða usb. Svo ef einhver á handa mér Win 10 Home, helst bara á USB væri ég til í að kaupa það.
Langt síðan að þú gerðir þetta? Þetta er nefnilega orðið svo svakalega einfalt
Það býr til bootable USB úr kubbinum, þú ferð létt með þetta!
windows.png (119.6 KiB) Skoðað 2648 sinnum
Re: Uppfærsla Basic Vél
Sent: Fim 18. Jan 2018 21:16
af russi
8GB lykill er nóg, nærð í ISOin hjá Windows, þar er tól sem gerir þetta fyrir þig, átt líka möguleika að gera þetta með rufus. Það er svo ekkert að því að kaupa lykla á netinu á 30$ eða minna, hef verslað þó nokkur þannig leyfi, þarft ekkert að vera smeykur við það, skal halda í höndina á þér á meðan meira að segja.