Síða 1 af 1

Hjálp með kaup á skjá

Sent: Mán 25. Des 2017 01:27
af Steinman
Halló halló.

Það er komið að skjá kaupum og þá vantar manni hjálp frá þeim bestu, eithvað sem fer vel með 1080 korti.
Er að leita að 144hz eða g-sync skjá sem er 1440p. Ekkert nema leikir spilaðir á þessu og má kosta í kringum 110þ.
Veit nkl ekkert um skjái og hvað þá hvaða merki maður á helst að skoða og forðast.
Er þetta t.d. eithvað sem er vit í: https://elko.is/acer-predator-28-uhd-tolvuskjar ?
Má líka vera skjár sem hægt er að panta auðveldlega að utan.

Edit: Er ekkert HDR í þessum skjáum eins og sjónvörpunum? Sé það hvergi nefnt á þessum fáu skjáum sem ég hef skoðað...

Re: Hjálp með kaup á skjá

Sent: Mán 25. Des 2017 10:08
af DJOli
Tæki 144hz yfir 4k allan daginn. Hratt refresh rate og eins lítið input lagg og hægt er fyrir tölvuleiki, og svo sér skjá sem birtir myndir flottar og skýrar fyrir kvikmyndagláp.

https://att.is/product/aoc-27-g2770pf-skjar

Re: Hjálp með kaup á skjá

Sent: Mán 25. Des 2017 13:56
af Sam
Ég myndi taka þennan https://elko.is/acer-27-wqhd-skjar-144h ... 7xb271hubm IPS LED skjár, gefur frá sér nákvæma liti, WQHD 2560x1440 - 144 Hz - Nvidia G-Sync v2

Getur pantað hann af Amazon, er þá komin heim fyrir 107.000 kr

Re: Hjálp með kaup á skjá

Sent: Mán 25. Des 2017 17:14
af Steinman
DJOli skrifaði:Tæki 144hz yfir 4k allan daginn. Hratt refresh rate og eins lítið input lagg og hægt er fyrir tölvuleiki, og svo sér skjá sem birtir myndir flottar og skýrar fyrir kvikmyndagláp.

https://att.is/product/aoc-27-g2770pf-skjar


Langar helst að hafa skjáinn 1440p. Þarf alls ekki að vera 4k en er ekki betra að minnka bara upplausnina niður í 1440p þá?
Og já 144hz er lágmark sem ég vill ekki fara undir...

Sam skrifaði:Ég myndi taka þennan https://elko.is/acer-27-wqhd-skjar-144h ... 7xb271hubm IPS LED skjár, gefur frá sér nákvæma liti, WQHD 2560x1440 - 144 Hz - Nvidia G-Sync v2

Getur pantað hann af Amazon, er þá komin heim fyrir 107.000 kr


Jaaa þessi er kannski málið... er annars eini munurinn á þessum og þeim sem ég linkaði að þessi er IPS og minn TN?

Re: Hjálp með kaup á skjá

Sent: Mán 25. Des 2017 17:47
af Minuz1
Þinn var 4K og að ég held ekki 144Hz, amk ekki talað um það.

Re: Hjálp með kaup á skjá

Sent: Mán 25. Des 2017 18:37
af Steinman
Minuz1 skrifaði:Þinn var 4K og að ég held ekki 144Hz, amk ekki talað um það.


Ahh ok, sýnir hvað ég veit mikið um þetta allt saman :P

En er þá ekki málið að taka þennan: https://att.is/product/asus-27-pg278qr-leikjaskjar ?
Er smá merkjahóra og langar alltaf meira í Asus frekar en Acer, en ef Acer skjárinn er betri þá verður hann frekar fyrir valinu.
Sýnist þeir vera svipaðir þegar ég lít yfir þá báða. Asus er 165hz og er ekki IPS... á ekki að vera betra fyrir leiki að vera með TN annars?

Er síðan ekkert mál að panta af amazon? Ætti ekki að vera neitt vandamál með rafmagn t.d.? Eða er það bara spurning um að skipta um rafmagnssnúruna sjálfa til að klóin passi í okkar plögg? :woozy

Re: Hjálp með kaup á skjá

Sent: Mán 25. Des 2017 20:40
af DJOli
Munurinn á IPS og LCD/LED er sá að IPS getur mjög tæplega farið niður í 1ms, enda IPS skjárinn sem var postaður áðan, 4ms, á meðan LED skjárinn náði niður í 1ms.

Þetta er mælieiningin á því hversu snöggur skjárinn er að breyta myndinni eftir að hún hefur breyst, mælt í millisekúndum.
1ms = 0.001 sekúnda.
4ms = 0.004 sekúndur
Svo ef þú ferð að bera þetta saman við sjónvörp, t.d. 4k tæki, þá ertu aldrei undir 20ms, mitt 4k tæki er t.d. sirka 50ms.