Síða 1 af 1

200gb WD SATA - vandamál

Sent: Lau 19. Feb 2005 22:26
af tomaz
Ég var að fá mér WD 200gb SATA og ætlaði að hafa stýrikerfið á honum , ég formattaði hann bara í windows og skipti honum í 2 hluta (20gb og rest) síðan þegar ég ætla að formatta hann og installa windows sést hann ekki á listanum (ég er búinn að installa öllum driverum og öllu því , er búinn að prófa að ýta á "f6" þegar windows setup startast og hann sést ekki í bios) , ég er með stillt "enable" í bios og sé báða hlutana af disknum í "My computer" og allt í lagi með það.

Svo spurningin er , hvernig installa ég windowsi á þetta helvíti?

ps. ætlaði að kaupa barracuda en þeir voru búnir :evil: og þurfti að fá disk strax

Sent: Lau 19. Feb 2005 22:58
af MezzUp
Hvað gerist þegar þú ýtir á F6? Ertu með controller driver'inn á floppy disk?

Sent: Lau 19. Feb 2005 23:12
af tomaz
já , ég get valið um 4 ekkert að því virkar

Re: 200gb WD SATA - vandamál

Sent: Sun 20. Feb 2005 01:25
af Gunneh
TÓMAS NÝGRÆÐINGUR

Re: 200gb WD SATA - vandamál

Sent: Sun 20. Feb 2005 01:40
af MezzUp
Gunneh skrifaði:TÓMAS NÝGRÆÐINGUR
Sæll Gunneh og velkominn á spjallið

Það eru nokkrar punktar sem að ég vil benda þér á eftir þennan póst þinn:
#1. Það er ekki vel séð að skrifa heilu orðin eingöngu með hástöfum, og er í raun best að nota bara hástafi einsog á að nota í góðri íslensku
#2. Þessi póstur er algjörlega tilgangslaus og brýtur þar með í bága við 4 gr. reglnanna
#3. Einnig þykir mér undirskriftin þín óþarflega „áberandi“. Vinsamlega breyttu minnkaðu hana(með því að nota ekki quote) sem fyrst.
#4. Ég gerði ráð fyrir því að þú þekkir Tómas og það sé e.t.v. einhver einkahúmor í gangi hjá ykkur félögunum, sem er í lagi, svo lengi sem það er gert í hófi.

Endilega lestu yfir reglurnar

Sent: Sun 20. Feb 2005 14:15
af Gestir
hehe

maður verður nú að vera sammála Mezzup en samt soldið fyndið hvað allar reglur eru orðnar svona.. einbeittar og harðar.. og með mikla eftirfylgni ..

En líklegast er það réttast að allir reyni að fara eftir þessu svona eftir bestu getu. Þá lítur þetta líka betur út eflaust og auðveldar þessi samskipti sem við eigum hérna. :)

kveð að sinni

Sent: Sun 20. Feb 2005 14:54
af MezzUp
Jújú, en maður hefði nú líklega ekki sagt þetta ef að það hefði ekki margsannað sig hérna að sjaldan er ein báran stök.