Hvaða semi-budget 3D prentara er best að fá sér í dag?


Höfundur
psteinn
Ofur-Nörd
Póstar: 247
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:09
Reputation: 5
Staðsetning: Suður póllinn
Staða: Ótengdur

Hvaða semi-budget 3D prentara er best að fá sér í dag?

Pósturaf psteinn » Þri 05. Des 2017 20:43

Sælir vaktarar,

Nú þegar maður er farinn að fikta svolítið við Arduino og mun gera á næstunni er maður farinn að vera svolítið hrifinn af hugmyndinni að getað prentað út hvað sem manni dettur í hug...

Þá spyr ég eins og titillinn segir, hvaða 3D - prentara á maður að versla þessa dagana?
  • Þarf ekki að vera rosalega fínn/nákvæmur í prentun.
  • Verð þarf að miðast við að þetta er hobby (~20 - 40K)

Takk


Apple>Microsoft

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Tengdur

Re: Hvaða semi-budget 3D prentara er best að fá sér í dag?

Pósturaf Njall_L » Þri 05. Des 2017 21:15

Ég keypti mér þennan sem fyrsta prentara: https://vertex3dprinter.eu/producten/vertex-nano/

Fékk hann sem Kit í Íhlutum og setti svo saman. Vissulega er prentflöturinn frekar lítill, bara 8x8cm en nákvæmnin er töluverð. Kosturinn sem ég sá er að hann tekur mjög lítið pláss og er því með hann inni í skáp. Það eina sem ég get sett útá er að vifturnar eru frekar háværar þannig ég skipti þeim út fyrir Noctua nokkuð fljótlega


Löglegt WinRAR leyfi