Síða 1 af 1
Vantar ráðleggingar
Sent: Þri 15. Feb 2005 22:38
af Palm
Ég er að spá að kaupa mér harðan disk til að geyma afrit af myndum á.
Hann þarf líklega að vera 200-300GB að stærð (eftir því sem er hagstæðast).
Ég bý erlendis og er að spá að kaupa hann af þessari síðu:
http://www.datorbutiken.com/b2b/
Ferð svo í harddiskar í vinstri dálk.
Ég ætla að hafa diskinn í svona exernal USB boxi sem ég á.
1. Hver er munurinn á IDE 3.5 / Serial ATA og IDE 2.5 diskum?
2. Þarna eru nokkrar gerðir af diskum - getið þið ráðlagt mér hvern ég ætti að kaupa frekar en annan. Hvernig get ég séð að diskurinn hafi fengið góða dóma og endist vel?
Palm
Sent: Þri 15. Feb 2005 22:44
af arnifa
2.5 er fyrir fartölvur.
Sent: Þri 15. Feb 2005 22:46
af axyne
allt sama ruslið, sömu kínakallarnir að setja þetta saman, bara öðruvísi pakkningar.
Sent: Fim 24. Feb 2005 15:40
af Palm
takk fyrir þessi svör.
Getið þið sagt mér hver sé munurinn á IDE 3.5 og Serial ATA - hvernig á ég að vita hvort ég þarf að kaupa ef ég er með svona USB box sem ég ætla að setja þetta í?
Á maður bara að kaupa þann ódýrasta?
Palm
Sent: Fim 24. Feb 2005 20:54
af 2pac
Ummmm... boxin koma bæði fyrir sata og ide tengi svo malið er bara hvernig box ertu með.
Bara kaupa ódýrasta diskinn eru mín ráð nema þú eigir uppáhaldsframleiðanda.
Sent: Fim 24. Feb 2005 21:06
af Palm
Takk fyrir þessi ráð öllsömul.
Hvernig get ég séð hvort það er tengið það er sem er í boxinu?
Palm
Sent: Sun 27. Feb 2005 22:31
af FrankC
það er auðvelt að sjá muninn á IDE og SATA tengjunum, IDE er stórt og klunnalegt, ílangt með fullt fullt af götum (eru þau ekki 80? man ekki...) á meðan SATA er lítið og nett, svona á stærð við USB tengi kannski...
Sent: Mán 28. Feb 2005 07:19
af Palm
Takk kærlega fyrir þessi svör.
Palm
Sent: Fim 03. Mar 2005 02:42
af Manager1
Ertu að tala um að geyma ljósmyndir á disknum?
Ef þú ert að tala um ljósmyndir skiptir auðvitað öllu máli að kaupa sem öruggastan disk, sjálfur veit ég ekki hver er öruggastur en ég hugsa að enginn mæli með Western Digital
300gb er yfirleitt hagstæðara en 200gb, þ.e. hver mb kostar minna á 300gb disknum en 200gb disknum.
Gangi þér svo vel með ljósmyndunina
Sent: Lau 05. Mar 2005 20:01
af Palm
Takk fyrir þessar ráðleggingar.
"Ertu að tala um að geyma ljósmyndir á disknum?"
Já - já rétt - hann þarf að vera öruggur.
"Gangi þér svo vel með ljósmyndunina "
Takk takk.
Palm
Sent: Sun 06. Mar 2005 00:32
af skipio
Ég hugsa að ég myndi kaupa Seagate Barracuda 200 GB. Þeir virðast vera á nokkuð hagstæðu verði - allavega á Íslandi.
Sent: Sun 06. Mar 2005 01:31
af gnarr
það er enginn diskur öruggur! taktu allaveganna 2 diska og settu þá í raid1. ef þú hefur efni á meira en 2 diskum, þá ættiru að spá í raid 5